Tröll með tíu milljónir

Tröllin litríku úr Tröll 3 eða Trolls Band Together eins og myndin heitir á íslensku, gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Tekjur voru 9,7 milljónir króna og gestir 6.300.

Toppmynd síðustu viku, hrollvekjan Five Nights at Freddy´s, þurfti að láta sér lynda annað sætið í þetta sinn með 1.800 áhorfendur og 3,7 milljónir í tekjur.

Martin Scorsese og félagar sitja áfram í þriðja sætinu í Killers of the Flower Moon.

Þrjár aðrar nýjar

Auk Trölla voru þrjár aðrar nýjar myndir frumsýndar. Gamanmyndin Freelance fór beint í fimmta sætið, önnur gamanmynd, Joy Ride, tyllti sér í áttunda sætið og The Delinquents fór beint í 25. sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: