Enn blómstrar ástin á toppnum

Rómantíska gamanmyndin Anyone But You heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Ný mynd, Mean Girls, gerði þó harða atlögu að toppinum, en tekjur á kvikmyndina um síðustu helgi voru 4,7 milljónir króna á meðan tekjur Anyone But You voru 5,8 milljónir.

Í þriðja sæti á sinni sjöttu viku á lista situr Endur eða Migration. Tekjur myndarinnar samtals á sýningartímanum eru nú rúmar fjórtán milljónir króna.

Hin nýja myndin, The Iron Claw, braut sér leið upp í fimmta sæti aðsóknarlistans!

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: