Risastór helgi hjá The Batman

Ofurhetjumyndin The Batman átti risastóra frumsýningarhelgi um síðustu helgi þegar meira en tíu þúsund manns mættu í bíó til að upplifa nýjustu ævintýri leðurblökumannsins. Aðsóknin þýðir að myndin er sú vinsælasta á frumsýningarhelgi á þessu ári!

Frá vel sóttri Nexus forsýningu á The Batman í Sambíóunum í Egilshöll. Rífandi stemmning var í salnum.

Beðið hefur verið eftir myndinni, sem kemur úr smiðju bandaríska kvikmyndaframleiðandans Warner Bros., með mikilli eftirvæntingu og rétt eins og Íslendingar gerðu þá flykktist fólk í bíó í Bandaríkjunum til að sjá myndina. Samtals komu 248,5 milljónir dala í kassann um nýliðna helgi í Bandaríkjunum.

Tekjur á Íslandi námu hinsvegar 17,3 milljónum króna, sem er mjög góður árangur.

Gestir klæddu sig í viðeigandi klæðnað á Nexus forsýningunni.

Þessi var í búningi Gátumannsins.

Hér fyrir neðan má sjá bíóaðsóknarlista síðustu helgar í heild sinni: