Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Zoë Kravitz og Robert Pattinson fengu sama heilræðið frá fyrirrennurum sínum í starfi (Michelle Pfeiffer og Christian Bale): Verið viss um að geta farið á klósettið í búningnum.
Leikstjórinn Matt Reeves skrifaði handrit myndarinnar með Robert Pattinson í huga, þó svo að hann vissi ekki hvort hann hefði áhuga á að leika í myndinni. Eftir að hafa fylgst með Pattinson leika og heillast af honum þá fór Reeves að sjá leikarann fyrir sér í hlutverki Batman. \"Ég sé Bruce Wayne sem þennan einbúa og rokkstjörnu í hrörlegu stórhýsi. Einhver hluti af mér sá Rob [Pattinson] sem þetta og ég hafði enga hugmynd um hvort hann hefði áhuga yfir höfuð. Ég hugsaði að ef hann væri ekki til í tuskið væri það stórslys.\"
Reeves þurfti þó ekki að hafa áhyggjur því Pattionson hafði sjálfur lýst áhuga á persónu Batman í framhjáhlaupi í spjalli við framleiðanda myndarinnar.
Leikprufan sem Robert Pattinson lék í var haldin meðan hann var að æfa fyrir Tenet í Los Angeles í maí mánuði 2019. Pattinson þurfti að skrökva að leikstjóra Tenet, Christopher Nolan, um prufurnar. En Nolan, sem veit sitthvað um Batman, komst að því um leið. \"Það er fyndið því Chris (Nolan) er alltaf svo dulur um allt er snýr að myndunum hans. Og nú þurfti ég að leyna þessu Batman dóti. Ég sagði að það væri neyðarástand í fjölskyldunni. Og um leið og ég sagði það sagði hann: \"Þú ert að leika í prufu fyrir Batman ekki satt?\"
Pattinson fékk fréttirnar um að hann hefði verið ráðinn í hlutverkið degi áður en tökur á Tenet byrjuðu. Það kom honum á óvart að Nolan óskaði honum til hamingju, þó svo að Pattinson hefði ekki sagt neinum frá.
Matt Reeves sagði að útgáfa hans af Gátumanninum, eða The Riddler, hafi verið innblásin af hinum aldræmda raðmorðingja Zodiac, sem var á kreiki í Kaliforníu seint á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar.
Matt Reeves lýsir þessari útgáfu af Batman sem blöndu af spæjarasögu, spennumynd og geðtrylli.
Robert Pattinson og Zoë Kravitz æfðu með einkaþjálfaranum David Higgins í marga mánuði áður en tökur hófust og á hverjum degi meðan á tökum stóð.
Colin Farrell er með farða og klæðist fitubúning fyrir hlutverk sitt sem Mörgæsin. Andlitsfarðinn og stoðtækin eru í sex hlutum. Til að tryggja að engir saumar sæust þá beindi tökuliðið vasaljósum í andlit hans áður en það samþykkti að hann færi í tökur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Matt Reeves, Bob Kane, Peter Craig, Mattson Tomlin
Kostaði
$185.000.000
Tekjur
$770.836.163
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
4. mars 2022