Náðu í appið
32
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Dark Knight 2008

(Batman Begins 2)

Frumsýnd: 23. júlí 2008

Welcome to a World Without Rules / Why So Serious?

152 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Vann tvenn Óskarsverðlaun, fyrir hljóðvinnslu og Heath Ledger fyrir bestan leik í aukahlutverki

Hér tekst Batman, ásamt lögregluforingjanum James Gordon, á við nýjan brjálæðing í Gotham borg, Jókerinn. Glæpalýður þyrpist að úr öllum áttum á meðan völd Jókersins styrkjast og óreiða vex á götum borgarinnar. Myndin hefst um einu ári eftir atburðina í Batman Begins.

Aðalleikarar

Eitt orð: Frábær
Ég hlýt að vera einn af mjög fáum kvikmyndaáhugamönnum á Íslandi sem fór ekki á The Dark Knight þegar hún kom út í bíó árið 2008. Eins og er, veit ég ekki ástæðuna af hverju ég fór ekki á hana, enda var lítið sem engin ástæða af hverju ég ætti ekki að sjá hana og allir sem höfðu séð hana elskuðu hana. Ég tók hana ekki fyrr en ári síðar á leigu. Álit mitt á henni er að ég fíla hana í tætlur, get skilið af hverju fólk elskar hana meira en ég, en ég verð að játa að þetta er ekki besta mynd byggð á myndasögu sem ég hef séð, en þær myndir sem trompa hana er mjög fáar.

Fyrri mynd Nolan um Batman, Batman Begins, er, að mínu mati, ein ofmetnasta kvikmynd sem ég hef séð. Það er mikið gott við hana, eins og til dæmis það að hún gefur sér góðan tíma í að kynna forsögu Bruce Wayne, en á móti eru margir mismunandi stórir hlutir sem bögguðu mig, eins og Rachel, hversu mikið hefði mátt laga slagsmálasenurnar og að Scarecrow var algjörlega hent úr klæmaxinu svo Ra's Al Ghul gæti komið í staðinn, en mér fannst hann vera miklu óáhugaverðari karakter.

Sem betur eru flest allir gallar sem ég sá í Batman Begins ekki sjáanlegir í The Dark Knight. Hasaratriðin eru til dæmis miklu betri í þessari mynd og spennan sem Nolan nær að mynda er frábær. Kvikmyndatakan og tónlistin er líka til fyrirmyndar í myndinni, þó ég muni seint hugsa um Batman-þemuna úr þessari mynd í staðinn fyrir þemunni sem var í Burton-Batman myndunum.

Leikurinn er til fyrirmyndar alls staðar. Gary Oldman, Morgan Freeman og Michael Caine eignuðu sér algjörlega sína karaktera í þessari mynd, þrátt fyrir að Freeman sé fremur lítið í myndinni samanborið við Batman Begins. Maggie Gyllenhaal kemur með skárri Rachel heldur en Katie Holmes, en því miður finnst mér þessi karakter ekki vera neitt áhugaverður. Hún er miðjan í hálfgerðum ástarþríhyrningi og þar sem mér finnst hún ekki vera áhugaverð þá virkar þetta ekki fyrir mig. Aaron Eckhart er frábær sem Harvey Dent, miklu betri en Tommy Lee Jones var í Batman Forever.

Ég hef aldrei verið mikill aðdáðandi Christian Bale (þó hann var æðislega í The Fighter) en hann er mjög traustur hér. Hann er trúverðugur sem Bruce og maður finnur fyrir því sem hann lendir í gegnum myndina sem Batman. En því miður er helvítans röddin hans sem Batman mjög pirrandi. Ég veit að hann gerir þetta til að fela röddina sína, en hann ýkir þetta of mikið. Michael Keaton (úr Burton-myndunum) og Kevin Conroy (úr þáttunum frá 10. áratugnum) gerðu þetta ekki eins mikið og það virkaði hjá þeim. Heath Ledger er að sjálfsögðu senuþjófur myndanna og eignar sér nær öll atriðin sem hann er í. Hann átti vel skilið Óskarinn. Mér finnst samt þessi Joker ekki vera betri en aðrar útgáfur af honum, flestar af þeim sem ég hef séð eru svipað góðar; fyndnar og ógnandi.

Handritið er einkennilega vel skrifað fyrir ofurhetjumynd og margar góðar pælingar koma fram í myndinni. Það hefði samt mátt klippa smávegis af handritinu hér og þar. T.d. fannst mér nokkrar ræður sem Alfred (Michael Caine) kom með vera bæði langar og hafa lítinn tilgang.

Myndin er samt ekki fullkomlega laus af göllum. Með þeim göllum sem ég hef nefnt fyrir ofan þá eru aðalgalli myndarinnar hversu auðveldlega Joker getur gert allt sem hann gerir í myndinni. Hann getur auðveldlega sloppið af fangelsi og sett sprengjur í tvær ferjur án þess að nokkur taki eftir þeim. Ég veit að myndin á sýna hversu spillt Gotham er, en þetta var of mikið.

Þrátt fyrir nokkra galla er myndin frábær og að mínu mati með bestu myndum sem komu út árið 2008 og með bestu myndum sem ég hef séð sem eru byggðar á myndasögum.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Awesomeness skilgreint
The Dark Knight er mjög sérstök mynd þar sem hún er svo ótrúlega frábær. Hún er besta hetjumynd sem til er, besta framhaldsmynd sem til er og þannig heldur þetta áfram. Hópurinn sem stóð að gerð þessarar myndar getur verið gríðarlega stolt og sérstaklega Christopher Nolan sem leikstýrði henni og skrifaði einnig handritið. Það eru mörg rök fyrir þvi af hverju þessi mynd er svona fullkomin. Hún er öðruvísi, hún er nútímalegri og einnig mun svalari en aðrar Batman-myndir og myndir almennt.

Myndin er líka raunveruleg (miðað við gömlu Batman-myndirnar). Myndin slær samt líka á létta þráða og það eru nokkur fyndin móment dreifð út um alla myndina. Hasarinn er epic og tónlistin pumpar adrenalínið í mann í gegnum hasaratriðin sem eru frábærlega vel gerð. Handritið er magnað og hvert einasta atriði þjónar miklum tilgangi í söguþræðinum, skjátímanum er aldrei eytt í einhverja fyllingar. Allt sem gerist tengist öll er kannski útskýringin sem ég get sagt.

Leikararnir standa sig allir mjög vel. Christian Bale er algjör rústari sem Batman/Bruce Wayneog passar fullkomnlega í hlutverkið. Aaron Eckhart túlkar Harvey Dent mjög vel og að sjá hann ,,breytast'' er mjög áhugavert og hvernig Aaron nálgast karakternum. Micheal Caine og Morgan Freeman eru alltaf jafn skemmtilegir og sýna enn og aftur hvaða klassaleikarar þeir eru, svosem Gary Oldman. Það er því hægt að segja að öll aðalhlutverkin séu í góðum höndum en það er einn senuþjófur og það er auðvitað Heath Ledger sem leikur Jókerinn. Hann leikur hann óaðfinnlega og það er bæði skemmtilegt og skelfilegt að fylgjast með honum. Hann átti Óskarinn vel skilið og fólk sem segir að hann hafi bara fengið hann því hann dó eru bara fávitar!

Yfir allt séð er enginn veikur punktur í myndinni. Það er kannski svolítið verið að mata atburðina sem eru sýndir með myndmáli í mann með talmáli eftir á. Man ekki alveg hvað kvikmyndalega heitið fyrir það er. Fyrir utan þann litla galla sem er alls ekki áberandi er þetta bara virkilega AWESOME mynd sem gjörsamlega gaf mér sjokk hversu góð hún er fyrst þegar ég sá hana. Svo epic tónlist, hasarinn, handritið, leikarnir, leikstjórnin, frábæra takan (kemur vel út í IMAX, þar sem ég ég sá hana :D). Allt saman blandast vel og skipulagt saman og úr því kemur The Dark Knight, ein af bestu myndum sem ég hef séð. 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta myndin sem kom 2008
Þessi mynd er bara toppurinn. Besta myndin sem kom út 2008. Christopher Nolan (The Prestige, Memento) er snillingur, einn af bestum leikstjórum í heimi. Batman Begins var bara nú ekkert það góð, skrýtið hvað önnur mynd með sama fólki getur orðið góð.
Christian Bale (3:10 to Yuma, Public Enemies) leikur Batman/ Bruce Wayne, en er miklu betri sem Bruce Wayne, er mjög ýktur sem Batman. Heath Ledger (Brokeback Mountain, 10 Things I Hate About You) er snillingur sem Jókerinn, sem mér finnst besti villaininn í kvikmyndasögunni. Aaron Eckhart (The Core, Thank You for Smoking) er góður sem Harvey Dent / Two-Face þó að hann var dálítið lengi á skjánum.
Gary Oldman ( Dracula, JFK) er mjög góður sem Gordon, næst besti leikarinn í myndinni á eftir Ledger. Maggie Gyllenhaal (World Trade Center, Secretary) tekur við af Katie Holmes (Mad Money, Abandon) sem Rachel Dawes en er samt ekki jafn góð.
Michael Caine (Harry Brown, Alfie) og Morgan Freeman (The Bucket List, Seven) er báðir frábærir sem Alfred og Lucius Fox þótt að þeir séu bara aukaleikarar.
Þessi mynd er full af frábærum hasaratriðum og söguðþáðurinn er frábær. Þegar maður heldur að myndin sé að verða búinn gerist eitthvað risastórt sem gerir myndina muklu betri.

Quote:
The Joker: A little fight in you. I like that.
Batman: Then you're going to love me.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Dark Knight er fyrsta Batman myndin sem er ekki með Batman í titlinum. Mér finnst það undirstrika að þetta er alvöru mynd en ekki bara ofurhetju mynd. Það að það voru háværar kröfur um að myndin fengi tilnefningu til bestu myndar á síðustu skaraverðlaunahátíð segir sína sögu. Það hafa allir séð þessa mynd og það vita allir allt um Jókerinn og Ledger og hvernig hann einangraði sig á hótelherbergi í 6 vikur í andlegum undirbúningi. Hann fékk óskarinn (og BAFTA, Golden Globe og fl.) eins og búist var við en allt dramað í kringum dauða hans bætir einhverju óskilgreindu við þessa mynd. Það má ekki gleyma Aaron Eckhart. Hann er frábær sem Two-Face, allt hans gervi var tölvugert enda varla annað hægt. Ef ég væri Nolan myndi ég ekki gera aðra Batman mynd, best að hætta á toppnum. En sem áðdáandi vona ég innilega að hann geri þriðju myndina með Bale.

Ég horfði á aukaefnið með þessari mynd, mæli með því. Það er alveg magnað hvað þessir menn lögðu á sig til að búa til rosalegustu atriðin í þessari mynd. Maður gerir stundum ráð fyrir að ákveðnir hlutir séu tölvugerðir í dag en þeir t.d. flippuðu 18 hljóla vörubíl á venjulegri götu í Chicago í alvöru. Atriðið þegar þeir sprengdu spítalann var líka gert í alvöru með Heath Ledger gangandi út úr húsinu rétt áður. Mikið af flottustu atriðunum voru tekin upp með IMAX myndavélum sem eru með 70 mm filmu en ekki þessa venjulegu 35 mm. Með þessari tækni næst aukin dýpt og nákvæmni en vélarnar eru margfalt þyngri og erfiðari en venjulegar vélar. Batman mótorhjólið var annað sem var lögð mikil vinna í að gera raunverulegt. Hjólið er óhefðbundið og mér skilst að það sé bara einn gaur sem getur keyrt það. Batman búningurinn var tekinn aftur í gegn og í þessari mynd var í fyrsta skiptið sem hann gat snúið hálsinum.

Batman serían er áhugaverð að því leiti að í henni er ein af bestu myndum allra tíma og ein af þeim verstu. Serían skiptist meira eftir leikstjórum heldur en leikurum en þeir sem standa upp úr sem sigurvegarar eru leikstjórarnir Tim Burton og Chris Nolan. Bestu leikararnir (í aðalhlutverkum) eru Michael Keaton, Michelle Pheiffer, Christian Bale, Heath Ledger og Aaron Eckhart. Er ekki pínu áhugavert að engin myndanna ber bókstaf 2,3 etc?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta mynd aldarinnar!
Thessi mynd f**king rokkar! Hun er besta hasarmynd, hetjumynd, mynd ever! Heath Ledger stelur senunni i hvert sinn og synd ad hann hafi ekki verid oftar i myndinni. Eg vona ad 3.myndin kemur en natturlega an ledger sem er lika synd en vina ad hann faer oskarinn. myndin er med frabaert handrit, gedveika leikara, fyrir utan maggie gyllenhaal sem er mjog pirrandi. Aaron Eckhart hefdi att ad vera lengri sem Two-Face thvi mer fannst atridin med Two-Face mjog hradkeyrd og stutt og fà. En myndin er eins og glaepamynd eisn og Heat is stadinn fyrir ad lita ut eins og hetjumynd.
Hun fae 10/10, engin spurning!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2024

Oppenheimer: Hvellur og skellur brautryðjanda

Tómas Valgeirsson skrifar: “Now I Am Become Death, the Destroyer of Worlds” Þetta voru hin frægu orð J. Roberts Oppenheimer, oft kallaður ‘faðir atómsprengjunnar,’ en orðin koma úr trúartexta Hindúa. Lét han...

05.01.2024

Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó

Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu sé...

19.07.2023

Eftirvæntingin hjálpar báðum myndum

Stórmyndirnar tvær sem komu nýjar í bíó í vikunni, Barbie og Oppenheimer, sem gárungarnir kalla Barbenheimer, og verða sýndar á sérstökum sýningum báðar í röð, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum, hafa...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn