Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Afhverju, ég spyr afhverju þurfti Joel Schumacher að leikstýra þessari mynd, hann eiðilagði næstum Batman seríuna sem Tim Burton hafði byrjað á með stæl.
Þessi mynd er svo kjánaleg og barnaleg með þessum litríku sirkusljósum og ROSALEGUM ofleik.
Gotham city er miklu bjartari hérna heldur en í Tim Burton myndunum, en Tim náði að gera soldið flotta og drungalega borg.
þessi mynd er full af einhverjum rosalega kjánalegum senum af Batmanbílnum að keyra upp veggi o.fl. (en það atriði er eitt það kjánalegasta sem ég hef séð í bíómynd).
Leikararnir eru flestir ömurlegir en Tommy Lee Jones er örugglega bestur þrátt fyrir rosalegan ofleik.
Sem betur fer náði Crish Nolan að bjarga seríunni með frábærum myndum.
5/10 :(
Versta Batman myndinn
Þetta er versta Batman myndinn! Joel Schumacher (Phone Booth, The Number 23) eyðilagði næstum því alla seríuna. Tim Burton (Mars Attacks!, Charlie and the Chocolate factory) byrjaði mjög vel með Batman og Batman Returns en Christopher Nolan (Memento, The Prestige) bjargaði öllu með Batman Begins og The Dark Knight.
Val Kilmer (The Doord, Kiss kiss bang bang) leikur Batman/ Bruce Wayne og er að mínu mati sá versti. Hin hæfileikaríka Nicole Kidman (Australia, Bewitched) leikur Dr. Chase Meridian sem er reyndar bara léleg persóna. Það sem eyðilagði myndinna verst var að láta Chris O'Donnell leika Robin, hann var bara hræðilegur. Tommy Lee Jones er góður sem Two-Face (sem var allt of lítið af skjánum) en Jim Carrey sem mér finnst venjulega góður var hörmulegur sem The Riddler, ALLT of ýktur.
Handritið er bara lélegt og það er búið að breyta Gotham, ekki jafn dark og áhugaverð eins og í Tim Burton myndunum.
Án efa verst.
Quote:
Two-Face: Why can't you just die?
Þetta er versta Batman myndinn! Joel Schumacher (Phone Booth, The Number 23) eyðilagði næstum því alla seríuna. Tim Burton (Mars Attacks!, Charlie and the Chocolate factory) byrjaði mjög vel með Batman og Batman Returns en Christopher Nolan (Memento, The Prestige) bjargaði öllu með Batman Begins og The Dark Knight.
Val Kilmer (The Doord, Kiss kiss bang bang) leikur Batman/ Bruce Wayne og er að mínu mati sá versti. Hin hæfileikaríka Nicole Kidman (Australia, Bewitched) leikur Dr. Chase Meridian sem er reyndar bara léleg persóna. Það sem eyðilagði myndinna verst var að láta Chris O'Donnell leika Robin, hann var bara hræðilegur. Tommy Lee Jones er góður sem Two-Face (sem var allt of lítið af skjánum) en Jim Carrey sem mér finnst venjulega góður var hörmulegur sem The Riddler, ALLT of ýktur.
Handritið er bara lélegt og það er búið að breyta Gotham, ekki jafn dark og áhugaverð eins og í Tim Burton myndunum.
Án efa verst.
Quote:
Two-Face: Why can't you just die?
Joel Schumacher tók við leikstjórn með þessari mynd. Það hefur greinilega verið meðvituð ákvörðun að gera Gotham léttari og bjartari. Allar persónur eru ýktari en áður og það er lítið um alvarlegar samræður. Þessi útgáfa hentar betur fyrir krakka og það sannaðist með gríðalegri leikfangasölu. Eins og venjulega eru stórir leikarar í öllum hornum. Óvinirnir eru leiknir af Tommy Lee Jones og Jim Carrey. Þeir tveir eru alveg óbeislaðir og leika hlutverk sitt eins og þeir væru í barnaleikriti. Það var mjög slæm ákvörðun að bæta Robin við og það þurfti endilega að vera einn leiðinlegasti leikari allra tíma, Chris O´Donnell. Mér fannst Val Kilmer góður sem Bruce Wayne og Nicole Kidman fín líka. Þau voru eiginlega það besta við þessa Forever. Myndin er samt furðu áhorfanleg enda var mikið lagt í útlit og tæknibrellur. Það er samt erfitt að fyrirgefa geirvörtur á búningum Batman og Robin. Í samanburði við næstu mynd er þessi algjör veisla en tekin ein og sér er hún ekki mikið meira en barnamynd.
“Robin: Holey rusted metal, Batman!
Batman: Huh?
Robin: The ground, it's all metal. It's full of holes. You know, holey.”
Einkunn fyrir Batman(3 1/2 af 5),Batman Returns(4 af 5)og svo Batman Forever(1 af 5)og Batman and Robin(1 af 5)og svo kom Batman Begins(3 af 5)(ATH ég gaf þeim ekki þessa einkunn þegar ég skrifaði greinarnar).
Takk Schumacher fyrir að eyðileggja góða séríu!!!!!!!!
Hvað gerir Batman Forever verri en Batman myndir Tim Burtons?
1.Tim Burton leikstýrir ekki,ef hann hefði gert það væri þessi jafn góð og hinar.Þessi er bara allt öðruvísi en myndir Burtons.2.Útlitið er breytt,þetta er ekki sama Gotham borg og búningur Batmans er breyttur,Batman Forever er ekki myrk né drungaleg og það er hræðilegt.3.Danny Elfman sem er að mínu mati besta tónskáldið semur ekki tónlistina og það er komið nýtt theme sem er miklu verri en tónlist Elfmans.Tónlist hans í Batman Returns var með þeirri bestu sem ég hef heyrt í kvikmynd.4.Michael Keaton leikur ekki Batman og Bruce Wayne,hann hefði gert það ef Burton væri leykstjórinn,en hann var að gera snilldina Mars attacks,það væri frábært ef mundi gera nýja útgáfu af Batman Forever þar sem Robin og the Riddler væru ekki í þá væri fínnt ef annað hvort Naomi Watts eða Scarlett Johannson mundi leika kærustu Batmans.5.Leikararnir eru hræðilegir,Tommy Lee Jones er ágætur og bæði Nicole Kidman og Val Kilmer sæmileg en Jim Carrey og Chris O´Donnell alveg hræðilegir sem og allir auka leikararnir nema kannski Michael Cough sem leikur þjóninn Alfred.6.Myndin er einfaldlega asnaleg og hálfvitaleg.7.Handritið er lélegt og það sama á við um söguþráðin.8.Það er eitt svo asnalegt það er eru nöfnin á glæpumönnunm Harvey Twoface er í myndasögunum Harvey Dent og hann lendir í því að fá sýru á annan helming andlitsins og verður geðsjúkur/er með klofinn persónuleika hann heldur að hann sé tvær persónur,hann er twoface/með tvö andlit og í myndinni var hann skírður Harvey Twoface,þvílík tilviljun að maður sem heitir twoface/tvö andlit lendir í því að fá tvö andlit. og svo er hinn óvinurinn Riddler/spuringamaðurinn/gátukarlinn,hann var skýrður Edward Nygma skammstöfun E.Nygma.enygma þýðir ráðgáta.Ú þvílík tilviljun.Bara Plane asnalegt og svo 9.þetta er bara mjög léleg mynd og ég hvet alla til að forðast hana,því miður á þetta rusl á DVD.
Ef ég yrði spurður um versta framhald allra tíma myndi ég svara BATMAN FOREVER Hérna er á leiðinni ein versta mynd allra tíma. Þessi mynd eiðinleggur gjörsamlega seríuna.
Tim Burton er langbesti leikstjóri í heimi. Hann skapaði drungalegan og svalan heim blökunar í tveim fyrstu myndunum. En svo kemur Joel Scumacer og eiðinleggur allt. Val Kilmer sem er frábær leikari leikur blökuna svo illa. Í þessari mynd er two face (Tommy Lee Jones)aðal vondi kallinn ásamt The Riddler (Jim Carrey). Nicole Kidman leikur konu sem heillast af leðurblökunni sem Bruce Wayne fer svo að datea. Þau fara í sirkus og horfa uppá Grayson fjölskylduna myrta. þá teku Bruce Richard Grayson sem er yngstur og eini sem lifði af Grayson fjölskylunni að sér.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
16. júní 1995