The number 23 er um ungan mann að nafni Walter Sparrow sem lifir ósköp venjulegu lífi, nema einn daginn finnur kona hans bók og lætur hann fá til að lesa. Hann gerir það og tekur henni ekkert svo alvarlega til að byrja með, fyrr en hann sér að hún er óhugnalega lík hans lífi, það gerir hann forvitinn og innan skamms er hann dreginn inn í atburða rás sem er hættuleg fyrir hann og fjölskildu hans.
Ég verð að segja að ég var fyrir miklum vondbrigðum með þessa mynd, hún var meira svona hlægileg heldur en spennandi eða óhugnaleg.
Jim Carrey fannst mér ekki góður, hann hefur tekið að sér dramahlutverk og gert það ótrúlega vel eins og í t.d. Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Truman Show og man on the moon, en þarna er hann ekki góður. Ég gat engan veginn tekið hann alvarlega, maður sá stundums vona ace ventura hreifingar á honum og þegar hann átti að vera alvarlegur og töff þá varð hann eiginlega hlægilegur og hallarislegur.
Söguþráðurinn var líka alveg ömurlegur, ótrúlegt hvað þau voru að troða í manni þessari helvítis tölu 23 og allar þær heimspekilegar staðreindir á bak við þessa tölu sem var orðið alveg fáránlegt og langsótt. Hann átti afmæli 3 febrúar sem er þá 02.03 í kennitölunni hans sem táknar þá 23. Eins og ég sagði alltaf vera að troða þessari tölu inn á mann, í byrjun var maður alveg ,,já já sniðugt, áhugverð pæling á þessari tölu, mjög sætt’’ en svo varð maður bara oðinn pirraður þegar leið á myndina.
Söguþráðurinn var líka frekar slæmur, frummleikinn var svo alls ekki til staðar, þó svo að þeir voru að reyna algjörlega sitt besta að koma með eitthvað ótrúlega frumlegt og ferskt.
Inn á milli komu líka inn atriði sem fékk mig til að hlægja, það var þegar verið var að fara inn í sögu bókarinnar, þá kom svona sin city stíll á myndina sem átti að vera rosalega töff, en var bara hlægilega fáránlegt. Sin city var töff, þetta var ömurlegt.
Allavega frekar slæm mynd, eina góða við hana var byrjuninn, virtist vera að myndin væri að leiða okkur inn í magnaðan söguþráð sem hún gerði alls ekki. En annars bara frekar sorgleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei