Náðu í appið
Bönnuð innan 10 ára

The Phantom of the Opera 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. mars 2005

Her voice became his passion. Her love became his obsession. Her refusal became his rage.....

143 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Bitur maður sem hefur verið vanskapaður frá fæðingu, og þekktur einungis sem the Phantom, eða Óperudraugurinn, býr í ræsinu undir óperuhúsinu í París í Frakklandi. Hann verður ástfanginn af sópransöngkonunni Christine, og kennir henni í einkatímum, á milli þess sem hann hrellir aðra starfsmenn óperuhússins, og krefst þess að Christine fái aðalhlutverk.... Lesa meira

Bitur maður sem hefur verið vanskapaður frá fæðingu, og þekktur einungis sem the Phantom, eða Óperudraugurinn, býr í ræsinu undir óperuhúsinu í París í Frakklandi. Hann verður ástfanginn af sópransöngkonunni Christine, og kennir henni í einkatímum, á milli þess sem hann hrellir aðra starfsmenn óperuhússins, og krefst þess að Christine fái aðalhlutverk. Það versnar í því þegar Christine hittir æskuástina Raoul og þau tvö verða ástfangin. Draugurinn ákveður að ræna henni og halda henni fanginni, svo hún verði hans að eilífu. Raoul er nú sá eini sem getur stöðvað hann. ... minna

Aðalleikarar


Mér fannst vel þess virði að fara á þessa mynd, ég vissi ekkert um söguþráðinn þegar ég fór á hana og varð alveg gjörsamlega heilluð! Sértaklega í upphafsatriðinu þegar tólistin byrjaði og allt fékk lit, engin smá gæsahúð sem ég fékk þá. Gæðin voru mjög góð vel myndað, hljóðið var frábært og leikararnir vel valdir. Sérstaklega fannst mér Gerard Butler góður, hann náði alveg að vinna sér samúð mín sérstaklega þegar hann söng í endanum Down once more. Emmy Rossum var mjög góð líka svo ekki sé minnst á hvað hún söng ótrúlega vel. Hún hentaði mjög vel í þetta hlutverk. Patrick var svona ágætur, en ég veit ekki hvort hann átti að virðast svona ráðvilltur reyndar fannst mér það eiginlega eiga við persónuna hans, hver yrði ekki ráðvilltur þegar þjóðsögukenndur draugur er að eltast við unnustu sína. Ég gjörsamlega elskaði lögin þau voru æði. Það kom mér hins vegar á óvart að draugurinn leit bara nokkuð vel út miðað við þær myndir sem ég hafði séð áður, því að ég hafði einhvern tímann séð veggspjald með fyrir leikritið og þar var hann svo skelfilega ljótur. En mér fannst bara gott að hann leit svona út. Í heildina fannst mér myndin æðisleg!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Margir mismunandi dómar hafa verið skrifaðir um þessa mynd, en einkennandi er að annaðhvort elskar fólk myndina eða hatar hana. Ég hef tekið eftir því að flest það fólk sem hefur verið að setja út á myndina veit lítið eða jafnvel ekkert um söguna sjálfa og dæmir því af fáfræði. Segja má að þessi mynd sé ekki eins sjálfstæð og margir halda, því að hún setur aðeins á svið sína eigin útgáfu af atburðum sögunnar og fylgir þeim bara mjög vel eftir. Lögin í myndinni eru öll mjög vel sunginn og gefa upprunalega söngleiknum ekkert eftir, en oftar en ekki segja líkamstjáningar leikaranna meira en mörg orð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki fyrir alla, en hún heillaði mig
Sem manneskja sem hefur hvorki séð leiksýninguna né þekkt eitthvað mikið til þessarar sögu áður fór ég á The Phantom of the Opera með heldur hlutlausar væntingar. Eitthvað við þessa mynd þótti mér samt svo heillandi í byrjun. Sagan er gömul og klassísk og það sem Andrew Lloyd Webber hefur náð að gera við hana er óaðfinnanlegt. Tónlistin er lykillinn að þessari mynd, og hún er yfirhöfuð stórkostleg, jafnvel sumstaðar gefur hún manni netta gæsahúð (meginstefið er m.a. hreint út sagt brilliant. Notkun þess í upphafssenunni með ljósakrónuna er ógleymanleg).

Útlitið er líka í sjálfu sér fullkomið. Leikstjórinn Joel Schumacher hefur átt mjög áhugaverðan feril, sérstaklega miðað við það að eftir hverja góða mynd sem hann gerir fylgja nokkrar slappar. Hér er maðurinn búinn að uppgötva nýjan hæfileika í starfi sínu. Aldrei dytti mér í hug að maðurinn á bakvið titla á borð við The Lost Boys, Falling Down eða Phone Booth (eða jafnvel Batman & Robin!) skuli hafa það í sér að móta svona dáleiðandi söngleik þar sem gotneski stíllinn fær að njóta sín. Það er nánast ekki neitt sem hann gerir ekki rétt og með hjálp frá fyrirtaks kvikmyndatöku og gallalausri umgjörð verður þetta minna að kvikmynd í hefðbundinni merkingu þess orðs og verður að sannkallaðri upplifun. Hann hefur að sjálfsögðu fengið mikla aðstoð frá sjálfum Webber. En eins vel og þeir sjá um allt á bakvið kameruna þá eru það leikararnir sem hafa þá ábyrgð að láta söguna virka.

Leikaravalið sjálft er ekki af verri endanum. Ungstirnið Emmy Rossum stendur sig virkilega vel og heillar mann bæði í röddu og í frammistöðu sinni. Gerard Butler er líka mjög góður sem sjálfur Óperudraugurinn og sýnir mjög skemmtilega takta. Hann uppfyllir allar helstu kröfur sem þarf með að gera karakterinn bæði hálf sturlaðan en jafnframt þess virði til að vinna sér inn samúð áhorfandans. Annað má hins vegar segja um Patrick Wilson. Hann vissulega syngur vel og hefur rétta útlitið, en sem hetja myndarinnar hann virkar eitthvað svo óspennandi og aumingjalegur. Hann lítur út allan tímann eins og hann viti ekki alveg hvað hann er að gera.

Meðan ég er annars að telja upp galla er líklega rétt að minnast á örfáa væmna punkta sem voru heldur leiðinlega tímasettir. Einsöngurinn í kirkjugarðinum er got. Það var eitt af fáum augnablikum þar sem ég var gjörsamlega dreginn út úr atburðarásinni og allri stemningunni. Þessi söngur var bara of langur og virkaði fremur tilgangslaus, enda kom hann á tímapunkti þegar maður hafði heyrt þetta sama lag 10 sinnum áður, bara með öðruvísi texta. Það skeður nokkuð oft í þessari mynd, s.s. að maður heyri sömu lögin aftur og aftur.

The Phantom of the Opera er ein af þessum Hollywood-myndum sem ég er feginn að skuli hafa farið í framleiðslu. Þetta er ekki mynd framleidd til þess að græða á ódýrri sölumennsku, földum auglýsingum eða innihaldslausu plotti. Þetta er meira mynd fyrir ákveðinn fjölda sem kann að meta gott bíó, eða bara góða sýningu yfirhöfuð. Það má jafnvel finna fyrir sterkum leikhúsfíling. Augljós metnaður fór í gerð þessarar myndar og mér finnst hann hafa skilað sér afskaplega vel. Þeir sem koma til með að fíla sig í tónlistinni innan við fyrsta hálftímann munu örugglega fá mikið fyrir sinn aur, en þeir sem eru hvorki hrifnir af svona löguðu eða finna ekki fyrir þeim anda sem býr yfir þessari sögu eða tónlist, þeir munu fljótlega líta á þetta sem áskorun til að halda sér vakandi.

Að fíla þessa mynd ekki er ekki erfiður hlutur, a.m.k. fyrir suma, en kannski er það vegna þess að svona tegund af bíói er orðin svo sjaldséð. Og það kemur mér mikið á óvart að gagnrýnendur skuli ekki taka myndina betur í sátt. En ég verð samt að mæla með myndinni þrátt fyrir ýmsa galla. Sjónrænt séð er þessi mynd meistaraverk, og tónlistin alveg einstök þótt sum lögin taka aldrei enda. Út frá öllum öðrum hliðum er myndin sjálf sem og innihaldið nokkuð fínt og því situr hún uppi með 7/10 í einkunn. Ég hvet samt fólk eindregið til að sjá hana, þ.e.a.s. þá sem hafa áhuga á að láta draga sig burt frá nútímanum í 2 klukkutíma og láta flytja sig yfir í þetta glæsilega umhverfi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er enignn tónlistar aðdáandi og hvað þá aðdándi tónlistamynda svo að ég hafði engar væntingar þegar sá The phantom of the opera og svo er Joel Schumacher leikstjóri myndarinnar svo væntingarnar voru ekki miklar. Myndin er ofboðslega vel gerð og söngurinn alveg frábær og fékk maður bara gæsahúð í einu atriðinu þegar Emma rossum fór að syngja.

Þetta er mjög góð mynd mætti samt vera aðeins styttri en engu að síður mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn