Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Phone Booth 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. júní 2003

Your life is on the line.

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Stu Shepard er tungulipur blaðafulltrúi í New York sem á auðvelt með að koma sér út úr vandræðum og lygavef, með persónutöfrum sínum, samböndum og þokka. Mesta lygi hans er lygin gagnvart eiginkonunni Kelly, en hann heldur framhjá henni með kærustu sinni, Pam. Hann svarar símanum þegar hann hringir í símaklefa úti á götu þegar hann heldur að Pam sé... Lesa meira

Stu Shepard er tungulipur blaðafulltrúi í New York sem á auðvelt með að koma sér út úr vandræðum og lygavef, með persónutöfrum sínum, samböndum og þokka. Mesta lygi hans er lygin gagnvart eiginkonunni Kelly, en hann heldur framhjá henni með kærustu sinni, Pam. Hann svarar símanum þegar hann hringir í símaklefa úti á götu þegar hann heldur að Pam sé að hringja. En í símanum er engin Pam, heldur harðsvíraður en þó þrælklár geðsjúklingur með leyniskytturiffil. Þegar Stu áttar sig á að maðurinn í símanum er ekki að grínast, þá lendir Stu í mikilli klemmu þar sem útsjónarsemi þarf og klókheit til að maðurinn myrði hann ekki. Lögreglan kemur á svæðið og vill fá hann út úr símaklefanum, en hvernig getur hann farið út ef riffli er miðað á hann og hann skotinn um leið og hann leggur á. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Phone Booth er alveg einstök mynd. Átti ekki von á neinu, en fékk til baka alveg þrusu spennumynd. Colin Farrel leikur gaur sem á eftir að lenda í versta degi lífs síns og komast að hlutum um sjálfan sig og aðra til að halda lífi, og fannst mér frammistaða hans mjög góð. Forrest Whitaker er allt í lagi sem löggan sem á að róa hann. En bestur er Kiefer Sutherland. Þó hann komi ekki neitt nema í smá tíma, þá er raddarframmistaða hans alveg einstaklega scary og nær hann svona The Killer Voice frábærlega. Phone Booth er góð viðbót hjá Schumacher og vonandi í framtíðinni að hann fari ekki að senda fleiri sorp eins og Batman 4 og Bad company voru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög léleg og væmin spennumynd sem er ekkert spennandi. Hún gerist í símaklefa og það er ekki svo spennandi. Kiefer Sutherland er alveg ágætur og Forest Whitaker en þeir lentu bara í vitlausri mynd. Ég hafði ekki gaman af þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkuð skemmtileg og óvenjuleg mynd um mann sem haldinn er fastur inní símaklefa af leyniskyttu. Öll myndin er er um það, en það er ótrúlegt að myndinni tekst að vera ekki langdregin og fínasta afþreying. Joel Schumacher sínir hér hvað í honum býr og einnig Colin Farrell sem aðalpersóna myndarinnar. Það eina sem ég var ekki sáttur með var endirinn. Þrátt fyrir það var þetta fínasta afþreying og maður þarf ekki að hafa fyrir því að hugsa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bara skil ekki hvað er svona gott við þessa mynd. Er virkilega spennandi að myndin gerist í símaklefa?! Colin Farrel leikur auðjöfur sem fer í einn sérstakan símaklefa til að tala við konu og halda fram hjá konunni sinni. Þá er Kiefer Sutherland leiniskytta sem heldur honum í símaklefanum. En skyttan drepur rappara sem hann er búinn að gera samning við (rapparinn átti örugglega að vera Eminem í útfærslu lélegs leikara) og þá halda allir að Farrel drap hann og bla bla bla. Ég mæli ekki með þessari spennumynd eða réttara sagt drömu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög léleg spennumynd og örugglega lélegasta mynd sem Forest Whitaker hefur leikið í. Colin Farell leikurríkan og sjálfselskan gaur sem heldur framhjá kærustu sinni með því að fara í einn sérstakan símaklefa á hverjum degi og hringja í hana og tala við hana og eitthvað svoleiðis illa skrifað. En einn dag fer hann í símaklefan og lendir í leyniskyttu og skaut einhvern gaur sem hannn gerði samning við og þá halda allir að hann skaut hann sjálfur. En leyniskyttan heldur þessu áfram þangað hann játar að hann heldur framhjá kærustu sinni. Illa leikin og mjög væmin mynd sem ég hélt að væri mjög góð en hún reyndist vera mjög léleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn