Gagnrýni eftir:
Phone Booth0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin fjallar um umboðsmann sem kemur fólki á framfæri. Hann heldur framhjá konunni sinni og til að hún komist ekki að því hvert hann er að hringja, þá fer hann alltaf í sama símaklefann í New York. Hann veit ekki af því að maður hefur verið að hlera símtölin. Einn daginn er hann í símaklefanum kemur pítsusendill með pítsu til hans, hann afþakkar hana og rekur hann í burtu. En þetta var bara undirbúningur fyrir langa gíslatöku. Svo þegar hann er farinn út úr klefanum hringir síminn. Hann svarar og maður segir í símann: Ef þú skellir á, þá drep ég þig. Þá sér hann leisermiðið á bringunni á sér. Svo eru hórur að reyna að komast inn í klefann til að hringja. Þær segja yfirmanni sínum frá því. Hann kemur með beisbolkylfu og brýtur klefann og ætlar að lemja gaurinn, en þá skítur leyniskyttann manninn með kylfuna. Hórurnar segja að hann hafi gert það og brjálast. Nú safnast fólk í kring og löggan kemur. Þá byrja miklar tiltölur sem ég ætla ekki að segja frá sem innihalda bæði húmor og alvöru. Svo endar myndin þannig að...
Ég ætla ekki að vera að skemma meira fyrir þér.
En allavegana. Þetta er snilldarmynd. Einn flóknasti eða einfaldasti söguþráður sem hefur komið frá Hollywood. Það er bara persónulegt álit hvers og eins. Þessi mynd er gríðarlega spennandi frá upphafi til enda og hin besta skemmtun um leið.
Ég mæi því eindreigið með henni.

