Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágæt, ekki ömurleg
Ég er nú örugglega sá eini sem finnst þetta ekki ömurleg mynd. Þó að sé ekkert vit í henni og leikurinn er mjög ýktur finnst mér hún alveg ágæt.
George Clooney (Ocean's Eleven, O Brother, Where Art Thou?) tekur við af Val Kilmer (The Doors, Top Secret!) sem Batman/ Bruce Wayne og er miklu betri, en ýktari. Chris O'Donnell (Max Payne, The Sisters) kemur aftur sem Robin, því miður. Arnold Schwarzenegger (Junior, The Terminator) leikur Mr. Freeze eða Hr. Frosta eins og það er á íslenku. Hann er ekki beint lélegur, bara svo ýktu að það er fyndið. Hin lélega Uma Thurman (Kill Bill myndirnar, Pulp Fiction) leikur Poison Ivy, Brennimjólk, og er bara léleg.
Það sem einkennir Batman myndir Joel Schumacher (A Time to Kill, 8mm) eru góðir leikarar en lélegt handrit.
Þessi mynd er ágæt, þriðja versta myndinn.
Quote:
Mr. Freeze: If I must suffer, humanity will suffer with me.
Ég er nú örugglega sá eini sem finnst þetta ekki ömurleg mynd. Þó að sé ekkert vit í henni og leikurinn er mjög ýktur finnst mér hún alveg ágæt.
George Clooney (Ocean's Eleven, O Brother, Where Art Thou?) tekur við af Val Kilmer (The Doors, Top Secret!) sem Batman/ Bruce Wayne og er miklu betri, en ýktari. Chris O'Donnell (Max Payne, The Sisters) kemur aftur sem Robin, því miður. Arnold Schwarzenegger (Junior, The Terminator) leikur Mr. Freeze eða Hr. Frosta eins og það er á íslenku. Hann er ekki beint lélegur, bara svo ýktu að það er fyndið. Hin lélega Uma Thurman (Kill Bill myndirnar, Pulp Fiction) leikur Poison Ivy, Brennimjólk, og er bara léleg.
Það sem einkennir Batman myndir Joel Schumacher (A Time to Kill, 8mm) eru góðir leikarar en lélegt handrit.
Þessi mynd er ágæt, þriðja versta myndinn.
Quote:
Mr. Freeze: If I must suffer, humanity will suffer with me.
Ég trúi ekki að ég hafi horft á þessa mynd aftur. Ég sór þess eið fyrir mörgum árum að gera það aldrei framar en allt kom fyrir ekki. Þessi mynd er ein versta mynd allra tíma. Þessir stóru leikarar sýndu allir sínar verstu hliðar og það er varla hægt að finna eitt einasta jákvæða atriði við þessa mynd. Ég ætla því ekki að reyna.
Mér fannst áhugavert að lesa um það að leikstjórinn fékk skilaboð frá framleiðendum myndarinnar að gera myndina eins barnvæna og hægt er. Þetta var bein afleiðing af því að Batman Forever græddi svo mikið á leikföngum. Hann átti að gera hana eins “toyetic” og hann gat. Hafa eins mikið af persónum og hægt var til að gera dúkkur og nóg af tækjum. Þetta er dæmi um hámaks græðgi og lágmarks sköpunargleði. Það er í raun engin afsökun fyrir svona hegðun. Versta dæmið er samt product placement þar sem Batman var kominn með kreditkort og sagði “don´t leave the Batcave without it”.
Ég ákvað að svindla smá. Ég horfði á þessa mynd með commentary sem ég fann á netinu. Það var mjög fyndið, þetta voru náungar sem voru aðdáendur Batman en komu ekki nálægt gerð myndarinnar. Það þarf annars varla að taka fram, ekki sjá þessa mynd nema kannski ef það er búið að taka fjölskyldu ykkar gíslingu og lausnargjaldið felst í því að horfa á Batman & Robin. Þá kannski.
“Cop: Please show some mercy!
Mr. Freeze: Mercy? I'm afraid my condition has left me cold to your pleas of mercy.”
“Robin: I want a car. Chicks dig the car.
Batman: This is why Superman works alone.”
Þetta er næst lélegasta Batman myndin það vantar allt flæði í myndina ekkert spennandi að gerast Arnold passar ekki sem MR Freeze og hvað þá George Clooney sem Batman það er alveg hræðileg hugmynd að hafa hann sem Batman ég varð fyrir miklum vonbrigðum eftir að hafa séð leikaranna hún á einfaldlega að ver mikið betri mynd en hún er.
Mér fannst Batmman Og Robin vera langdregin og ÖMURLEG MYND HERINT ÚT SAGT ÖMURLEG!!!.Batman myndirnar eru mjög góðar en þessi er HRÆÐILEG.Leikararnir eru mjög góðir en þeir eru að sýna hræðilegan leik í þessari mynd.Handritð er ömurlegt söguþráðurinn er skelfilegur.ALLGJÖR MISTÖK!!!!!!
Ég hafði ekki horft á þessa mynd í fleiri fleiri ár þangað til í dag og mig minnti að hún væri svona ágæt. Hún var ekki ágæt, reyndar var hún ein hörmulegasta mynd sem ég hef séð Joel Schumacher rústar hér seríunni algjörlega það er hræðilegur söguþráður í þessu og allir þessir frægu og virtu leikarar hafa aldrei staðið sig svo illa. Og ég ætla nú ekki einu sinni að byrja að tala um allar lame línurnar sem Mr. Freeze kemur með alltaf þegar eitthvað gerist. Þetta er svo fáránlega asnaleg mynd að það eru bara engin orð til sem að lýsa henni almennilega. Það eina góða við hana er að hún er svo fáránleg að maður hlær að henni við og við þótt mann langi nú helst til að gráta. Ein stjarna frá mér semsagt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Home Video
Kostaði
$125.000.000
Tekjur
$238.207.122
Vefsíða:
www.warnervideo.com/batmanmoviesondvd
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
1. ágúst 1997