Ég trúi ekki að ég hafi horft á þessa mynd aftur. Ég sór þess eið fyrir mörgum árum að gera það aldrei framar en allt kom fyrir ekki. Þessi mynd er ein versta mynd allra tíma. Þessir stóru leikarar sýndu allir sínar verstu hliðar og það er varla hægt að finna eitt einasta jákvæða atriði við þessa mynd. Ég ætla því ekki að reyna.
Mér fannst áhugavert að lesa um það að leikstjórinn fékk skilaboð frá framleiðendum myndarinnar að gera myndina eins barnvæna og hægt er. Þetta var bein afleiðing af því að Batman Forever græddi svo mikið á leikföngum. Hann átti að gera hana eins “toyetic” og hann gat. Hafa eins mikið af persónum og hægt var til að gera dúkkur og nóg af tækjum. Þetta er dæmi um hámaks græðgi og lágmarks sköpunargleði. Það er í raun engin afsökun fyrir svona hegðun. Versta dæmið er samt product placement þar sem Batman var kominn með kreditkort og sagði “don´t leave the Batcave without it”.
Ég ákvað að svindla smá. Ég horfði á þessa mynd með commentary sem ég fann á netinu. Það var mjög fyndið, þetta voru náungar sem voru aðdáendur Batman en komu ekki nálægt gerð myndarinnar. Það þarf annars varla að taka fram, ekki sjá þessa mynd nema kannski ef það er búið að taka fjölskyldu ykkar gíslingu og lausnargjaldið felst í því að horfa á Batman & Robin. Þá kannski.
“Cop: Please show some mercy!
Mr. Freeze: Mercy? I'm afraid my condition has left me cold to your pleas of mercy.”
“Robin: I want a car. Chicks dig the car.
Batman: This is why Superman works alone.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei