Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Winter's Tale 2014

Frumsýnd: 28. febrúar 2014

This is not a true story. This is true love.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Innbrotsþjófur í New York verður ástfanginn af dauðvona stúlku og uppgötvar um leið að hann býr yfir dularfullum mætti sem gerir honum kleift að sigrast á sjálfum tímanum. Winter’s Tale er byggð á samnefndri metsöluskáldsögu Marks Helprin sem kom út árið 1983 og fór m.a. á lista New York Times sem ein af 20 bestu bandarísku skáldsögum 20. aldarinnar.... Lesa meira

Innbrotsþjófur í New York verður ástfanginn af dauðvona stúlku og uppgötvar um leið að hann býr yfir dularfullum mætti sem gerir honum kleift að sigrast á sjálfum tímanum. Winter’s Tale er byggð á samnefndri metsöluskáldsögu Marks Helprin sem kom út árið 1983 og fór m.a. á lista New York Times sem ein af 20 bestu bandarísku skáldsögum 20. aldarinnar. Sagan hefst rétt eftir aldamót 19. og 20. aldar. Peter Lake er munaðarlaus sonur írskra innflytjenda sem hefur alist upp á strætum Manhattan þar sem hann hefur lært að bjarga sér upp á eigin spýtur, ekki síst með alls kyns þjófnaði og innbrotum. Ungur að árum lenti hann í slagtogi með glæpagenginu „Short Tails“, en komst um síðir upp á kant við óforskammaðan foringja hópsins, Pearly Soames, sem nú vill hann dauðan. Dag einn brýst Peter Lake inn í rammgert hús velefnaðs fólks í þeirri trú að það standi autt. Það kemur honum því á óvart að hitta þar fyrir heimasætuna Beverly Penn sem er dauðvona, en gædd óvenjulegum hæfileikum. Á milli þeirra Peters og Beverly kviknar fljótlega ævintýralegur neisti ástar sem á eftir að sindra langt út fyrir gröf og dauða ... ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn