Náðu í appið
32
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Dark Knight Rises 2012

(Batman 3)

Frumsýnd: 25. júlí 2012

A Fire will Rise

165 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Átta ár eru liðin síðan Batman tók á sig ábyrgðina fyrir glæpi glæpaforingjans Two Face. Nú er kominn nýr hryðjuverkaleiðtogi fram á sjónarsviðið, Bane. Hann veldur ógn og skelfingu í Gotham borg, og svarti riddarinn, Dark Knight, ákveður að snúa aftur til borgarinnar sem lítur á hann sem óvin, og hjálpa lögregluliði Gotham að hindra að illar fyrirætlanir... Lesa meira

Átta ár eru liðin síðan Batman tók á sig ábyrgðina fyrir glæpi glæpaforingjans Two Face. Nú er kominn nýr hryðjuverkaleiðtogi fram á sjónarsviðið, Bane. Hann veldur ógn og skelfingu í Gotham borg, og svarti riddarinn, Dark Knight, ákveður að snúa aftur til borgarinnar sem lítur á hann sem óvin, og hjálpa lögregluliði Gotham að hindra að illar fyrirætlanir Bane nái fram að ganga. ... minna

Aðalleikarar

Þríleikur endar í óreiðu.
Spoiler viðvörun.

Christopher Nolan er maður til að dást af, það er hægt að velja ýmsar myndir frá honum sem ástæður. Þrátt fyrir þá aðdáðun sem maðurinn á skilið (Memento) þá hefur hann suma galla sem ég gagnrýnt áður fyrr og sjaldan hafa þeir gallar verið augljósari en í The Dark Knight Rises. Að mínu mati er fólk að elska þessa mynd aðeins of mikið, kannski því þessi mynd hefur þær væntingar og þá áru yfir sér að "allir eiga að elska hana". Þannig hef ég túlkað markaðsherferðina og umtalið hjá fólki hvort sem á netinu eða í mínu takmarkaða félagslífi. Það gerist að Nolan myndir eru betri í annað sinn, svo ég ætla að reyna vera mildur eftir þetta fyrsta áhorf.

Batman Begins var ágætis byrjun, ég ítreka "ágætis". Að kalla hana meistaraverk er frekar langt gengið. Hún er hröð, vel gerð, vel leikin (mestmegnis-Katie Holmes?) og gefur manni raunsæa útgáfu Batman eða raunsærri en áður hefur komið. Svipað og The Dark Knight, sem ég tel vera aðeins betri en sú fyrsta þá þjást báðar myndirnar fyrir það að vera of hraðar, of hlaðnar af persónum og ofskrifaðar að það er nánast ómögulegt að komast inní myndirnar. Mér finnst afar erfitt að fíla kvikmynd ef ég get ekki komið mér í spor persónanna sem við eigum að halda með eða vera á móti. The Dark Knight má eiga það að hún gaf sér meiri tíma og meiri fókus á aðalpersónurnar og gaf mjög áhrifaríka túlkun á Jókernum eins og allir vel vita.

Þessi lokamynd er með of margar persónur, of lítinn fókus á aðalpersónurnar og hreyfir sig á það miklum hraða að ég átti erfitt með að fylgja henni eftir. Ekki því ég er sljór eða tregur heldur því myndin gefur manni ekki séns til að upplifa söguna. Fyrstu mistök þessar myndar er að reyna að toppa hinar tvær, það er svo augljóst að hún er að reyna gera allt stærra, erfiðara og magnþrungara en fyrri tvær og þetta "bjarga Gotham frá glötun" plot er orðið þreytt. Persónulega er mér alveg drullusama um alla Gotham borg og þá staðreynd að Batman dýrki Gotham. Gegnum alla seríuna var mér aldrei gefin eina einustu ástæðu til að fíla borgina né borgarbúana. Ef eitthvað þá hélt ég aðeins meira með illmönnunum heldur en Batman. Henri Ducard og Jokerinn virtustu oftast hafa rétt fyrir sér og lítið hefur breyst í seinasta kaflanum. Myndin inniheldur einnig fimm mánaða umsátur á Gotham, eitthvað sem líður innan við hálftíma. Þrátt fyrir það er fólk alltaf hreint, nýrakað og almennt séð í góðu ástandi. Svo eru 3000 löggur sem eru fastar í fimm mánuði í helli í mjög fersku ástandi þegar þeim er hleypt út. Ég fann ekki fyrir því að fimm mánuðir höfðu liðið, fimm dagar kannski. Tímaskynið er gersamlega út í hött þar sem atriði á eftir atriði líður á ofurhraða til að gefa okkur upplýsingar á eftir upplýsingum, með handahófskenndum skotum sem sýna okkur hvað er að gerast en ég fann ekki fyrir neinu af því. Kommon Nolan, þú færð soldinn mínus fyrir þetta.

Ég hefði viljað smærri og persónulegri mynd um Bruce Wayne sjálfan, eitthvað sem mér væri ekki skítsama um. Það að reyna endurvekja söguþráð fyrstu myndarinnar og ljúka honum af fannst mér ekki við hæfi. Nolan ætti að vita að stærra og meira þýðir ekki betra, en mig grunar kannski að hann hafi fengið þrýsting frá kvikmyndaverinu til að gera "toppinn á þríleiknum". Bane er áhugavert illmenni, en eftir að hafa heyrt mjög svala og raunverulega rödd í trailernum þá er búið að skemma það með döbbi sem virkar alltof ýkt og skemmir fyrir persónunni. Bane er ekki djöfullinn sjálfur, hann er brenglaður gaur í stanslausum sársauka og gasgríman er ekki að fara gera röddina hans súperdjúpa og skýra. Þrátt fyrir það þá á Tom Hardy mikið hrós skilið en ég hefði viljað meira af Bane, annað en Jokernum þá hefði mátt gefa honum meiri prófíl en honum var gefið. Rödd hans var þó óviljandi kómísk á pörtum, það tók mig allavega smá tíma að venjast röddinni hans án þess að tístra smá. Svona gerist þegar þú setur gasgrímu á vöðvatröll sem talar með gypsy hreim byggðan á bare-knuckle boxara fyrir hundrað árum síðan.

Selina Kyle er áhugaverð en soldið tilgangslaus bæting í söguna, frammistaðan var góð en persónan er svo mikil klisja að hún á frekar heima í Schumacher Batman mynd. Sem betur fer er hún aldrei kölluð "Catwoman", svo hún fær plús fyrir það. Joseph Gordon-Levitt fær smá tíma til a sýna sig og nýtir það vel, en sama og með margar persónur í myndinni þá er tilgangi þeirra ekki upplýst fyrr en í blálok myndarinnar, og niðurstöður þess eru afar blendnar. Ekki láta mig byrja á Marion Cotillard, það hefði átt að klippa hana úr handritinu eftir fyrsta draftið. Sama á að segja um Matthew Modine, hvað varst þú að gera í þessari mynd!? Myndin fær samt plús fyrir besta cameo sem ég hef séð lengi með Cillian Murphy, líklega eina skiptið sem ég hló upphátt. Hans Zimmer má einnig slaka sig aðeins á tónlistinni, ég kann að meta kraftmikinn kór en þegar svona mikil slagverk eru í einni kvikmynd þá missa slagverkin allan kraft.

TDKR er einnig hlaðin af einhverju sem ég kalla Nolan-klisjum, sem fyrri tvær höfðu að einhverju leiti einnig. Það er að segja, persónur í myndunum sem útskýra fyrir annari persónu eitthvað tengt sjálfum sér eða plottinu í myndinni það mikið og í það miklum smáatriðum að það mætti halda að Nolan hafi enga trú á heilabúi áhorfenda. Ég tek til dæmis úr Batman Begins þegar Rachel Dawes tekur Bruce í bílaferð gegnum undirheima Gothams, leið eins og það væri sýningaferð með ferðaleiði í einhverju ævintýralandi. Annað dæmi í The Dark Knight þegar Alfred talar við Rachel Dawes um "Bruce Wayne not being the hero" svo einnig í lokaatriði The Dark Knight með Two Face, mætti kalla það atriði kennslustund í hugmyndafræðum og söguþræði og ekki á góðan hátt. Þetta kalla ég tilgerðalegt og heimskt og hefur margsinnis næstum eyðilagt þessar myndir fyrir mér. Því þær hafa svo sterka kosti og mörg frábær atriði að þetta fer virkilega í taugarnar í mér. Því miður þá er TDKR með þetta í meira magni þar sem það eru fleiri persónur, fleiri plot-twists og meira að gerast en nokkru sinni fyrr.

Myndin fær samt þann plús að hafa áhugaverðari Batman heldur en áður, því hann er þetta sinn orðinn eldri og ónýtari síðan allavega í byrjun fyrstu myndarinnar. Hann er ekki lengur ofurmennið sem sigrar alla og í þetta sinn er illmennið margfalt sterkara og án brynjunnar sem Bruce Wayne hefur þá hefði hann ekki séns gegn Bane. TDKR hefur einnig það sem hægt er að kalla vægt "sequel-bait" bara gerir það á betri hátt en flestar aðrar myndir. Greinilega þá mun Nolan ekki koma nálægt þessu aftur og líklega Bale ekki heldur en það er meiri safi þarna til að kreista og ef einhver sniðugur tekur við taumana þá er gott efni handan við hornið.

Skortur af fókus er helsti gallinn, það blandað við óstöðvandi keyrslu gefur manni óreiðu af senum, persónum og atvikum sem fljóta framhjá án áhrifa, eða fárra áhrifa betur sagt. Þrátt fyrir þennan stóra galla þá eru ýmis atriði sem vekja upp kæti, sorg eða ýmsa valmöguleika af tilfinningum. Ég get lýst The Dark Knight Rises með einu orði: Overkill. Ég verð þó að tengja mínu hálfneikvæða áliti á TDKR við mína persónulega þróun seinustu árin, hvort sem það er aldurinn (sem er ekki beint hár) eða breytingar á karakter þá eru ofurhetjumyndir (ef það má kalla Batman ofurhetju) ekki lengur það spennandi. Kannski er æskuneistinn að hverfa úr mér og sú einfalda skemmtun að sitja yfir hasarmynd ekki eins ævintýrarík lengur, hver veit.

Ég varð einnig fyrir vonbrigðum hve einföld TDKR er í hugmyndafræði miðað við forvera sína. Bane og hans menn eru anarkistar og þar með slæmir, löggurnar eru undir ríkisstjórn og studdir af Batman og þar með góðir. The Dark Knight deildi þessari hugmyndafræði en á mun lúmskari hátt og Batman Begins gaf okkur ekki beint illmenni frekar en samtök með öðruvísi skoðanir. Þeir ætluðu að drepa slatta af fólki, en þeir höfðu sínar ástæður. Plús Neeson var aldrei hrein illska eins og Bane sem er að reyna klára hans fyrri verk. Skondið að ég er byrjaður að meta fyrstu myndina meira eftir að hafa séð alla seríuna, mynd sem mér fannst ekkert spes í bíó fyrir sjö árum síðan.

Svo þangað til ég sé The Dark Knight Rises aftur...

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Leðurblakan snýr aftur!
Christopher Nolan er líklega einn mest um talaði leikstjóri í kvikmyndarbransanum nú til dags. Metnaður hans er þvílíkur og hafa kvikmyndir hans blómstrað vegna þess.

Serían hans um Leðurblökumanninn, sérstaklega "The Dark Knight" sem sló í gegn árið 2008, hefur stóraukið áhuga og framleiðslu ofurhetjumynda. The Dark Knight skartaði hinum frábæra Heath Ledger sem fræga erkióvin Leðurblökumannsins og er myndin jafn sérstök og glæsileg og fyrir fimm árum. En nú er komið að lokakaflanum sem allir hafa beðið eftir: The Dark Knight Rises. Ég skal staðfesta það að þessi mynd lokar sögunni fyrir fullt og allt, eins og hún lofaði að gera.

Myndin fjallar um endurkomu Leðurblökumannsins þegar hryðjuverkamaður að nafni Bane ógnar öryggi Gotham-borgar. Leðurblökumaðurinn er ásakaður um morð á Harvey Dent en þarf þrátt fyrir það að stöðva Bane. Kvikmyndin er yfir tvo tíma og bíður upp á mikil læti og fjör.

Christian Bale birtist enn og aftur sem Bruce Wayne. Myndin einbeitir sér að brjóta persónuna niður og er það mikilvægur þáttur í söguþræðinum. Samband Bruce og Alfred er hér sterkara en nokkru sinni fyrr. Leikarinn gefur frá sér jafn góða frammistöðu og vant er.

Anne Hathaway kemur fram sem Selina Kyle, eða það sem hún er betur þekkt fyrir, Kattarkonan. Mér fannst frammistaða leikkonunnar frábær og er mjög sannfærandi í hlutverkinu.

Bane er líklega frábærasti karakterinn í þessari kvikmynd. Tom Hardy leggur allt í persónuna og gefur frá sér jafnvel meiri óhugnandi framkomu en Jókerinn gerði. í hvert skipti sem Bane birtist þá fór lítill hrollur um mig og áhorfandinn vissi bara að eitthvað svaka ofbeldi mundi eiga sér stað. Var líka yfir mig hrifinn hvernig fyrsta bardaganum hans við Batman lauk. Var hins vegar ekki voðalega hrifinn hvernig persónan hans var afgreidd, það var á réttum vegi en breyttist snöggt.

Kvikmyndin inniheldur hina frábæru tónlist eftir Hans Zimmer en dofnar stundum í látunum og einnig passar ekki í öll atriði.

Það sem dregur myndina niður er of mikið innihald. Myndin lofar miklu en sagan sjálf spilar ekki eins vel og "The Dark Knight" gerði því flæðið á sögunni er dofið. Kvikmyndin einbeitir sér meira á hasarinum heldur en samræðunum, sem er ólíkt fyrri myndum og því virkar sagan ekki eins heil og forverar sínir. En fjörið er til staðar og margar yndislegar senur koma fram. Sagan er alls ekki leiðinleg en örlítið þreytandi vegna því sem að ofan var nefnt.

Þegar allt er á litið þá er hér frábær skemmtun í boði en toppar þó ekki fyrri myndir. Ég þakka Christopher fyrir að gefa okkur þessa frábæru kvikmyndir, þetta hefur verið svaka ferð.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hin fullkomni endir á mergjaðum þríleik
Rétt í þessu þegar Christopher Nolan er búinn að láta frá sér The Dark Knight Rises, þá er hann að sanna það fyrir öllum í heiminum að hann er heimsins besti og klárasti leikstjórinn. Hann er búinn að toppa alla bestu leikstjórana síðari aldar, ég hef alltaf haldið mikið uppá meistarann Stanley Kubrick en Nolan er orðinn miklu stærri og miklu betri. Kubrick hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér af því að hann gerir alltaf svo klikkaðar og alltaf fáránlega góðar myndir en Nolan er búinn að toppa Kubrick. Nolan gæti verið afkvæmi Tarantinos, Kubricks og líka Hitchcocks.

Þar er Guðinn Nolan. Hann er betri en þeir allir. Þó að Nolan er bara búinn að leikstýra 9 myndum og einni stuttmynd þá er hann kominn í efsta sætið. Hann gerir alltaf myndir og þær verða alltaf betri með hverri myndinni sem meistarinn gerir. Maður sá Following og hún var drullugóð, þótt að hún sé svarthvít og ekki með neinni stjörnu. Svo var það náttúrlega meistaraverkið Memento sem er klárlega eitt af hans bestu myndum. Þar sýnir hann okkur hana á aftur á bak og nær því svakalega vel. Insomnia kemur næst og þar var hún reyndar ekki betri en Memento, hún er samt svakalega góð en ekki jafn góð og fyrri. Svo loks byrjar hann á þessum þríleik Batman Begins sem er náttúrlega svakalega góð og þar sýnir hann nákvæmlega af hverju Bruce Wayne er Batman og sýnir sögu hans vel.The Prestige er betri en Batman Begins að mínu mati, hún er ótæmanleg snild. Svo loks fer Nolan yfir í tíurnar því að The Dark Knight kom svakalega á óvart, maður bjóst svona engan veginn við hversu góð hún væri, en svo eftir Inception þá vissi maður að Nolan er ekki að fara úr tíunum, hann hefur aldrei gert svona spennandi mynd áður (Nema The Dark Knight Rises) en svo erum við kominn aftur. The Dark Knight Rises er klárlega hans besta mynd frá upphafi.

Frá fyrstu mínútunni á The Dark Knight Rises þá gat ég ekki hætt að horfa, ég var heltekinn strax. Leikarinn Christian Bale sem er búinn að leika Bruce Wayne í þessum þríleik, hann hefur aldrei sýnt jafn miklar tilfinningar á skjánum og áður, þó að Bale er ekki besti leikarinn í myndinni. Anne Hathaway kom skemmtilega á óvart þarna sem kattarkonan, ég hef aldrei séð kattarkonuna svona áður, ég held bara að hún hafi aldrei verið eins og hér ekki einu sinni í teiknimynda blöðunum ég held ekki, en hún er svakalega stór partur af The Dark Knight Rises. Eins og Tommi segir hérna fyrr að "þá hef ég séð hana kynþokkafyllri, einfaldlega vegna þess að Nolan hefur hingað til voða kynlaus leikstjóri" ég get ekki verið meira en sammála þér Tommi. Hún hefur verið mun kynþokkafyllri en aldrei verið jafn stór partur. Ég hef séð nokkrar myndir með kattarkonuni og þær hafa eiginlega bara verið þarna, aldrei gert neitt svakalegt.

Stærsta stjarnan sem kom mest á óvart og var náttúrlega lang flottastur var Tom Hardy. Ég verð að segja það að hann og Jokerinn eru lang "bestu" illmenni sögunar. En Jokerinn og Bane eru svo svakalega ólíkar persónur og þeir berjast öðruvísi og taka allt aðrar leiðir til valda. Nolan lét ekki dauðann á Heath Ledger stoppa sig, hann bjargaði þríleiknum algjörlega, það er rosalega ljótt að segja þetta en ef Heath Ledger hefði ekki dáið þá hefði Bane ekki verið svona klikkaðslega svalur. Svo líka í hvert sinn sem Bane talaði þá fékk maður gæsahúð og var að dást að hversu vel Tom Hardy getur túlkað hann. Tom Hardy er búinn að leika í nokkrum stórmyndum áður en hann hefur aldrei verið svona svalur. Fyrsta stórmyndin hans er Inception og þar er hann einnig últra svalur. En Warrior var hann dúndurgóður í henni og það hefði enginn leikari getað leikið Tommy Conlon jafn vel. The Dark Knight Rises hefur bókstaflega búið til "hið versta illmenni sögunar" að mínu mati. Bane er alltof illur og alltof stór persóna, og líka röddin hans er svo svakalega brjálaðslega nett.

Það eru svo svakaleg mörg atriði þarna sem eru alltof góð, ég er hissa að Nolan hafi sett myndina strax út. Heimurinn er langt frá því tilbúinn við að meðhöndla þetta meistaraverk, ég myndi bíða í fimm ár til viðbótar til að enginn myndi deyja (Eins og í Frakklandi). Ef ég ætti að segja hver væri besta senan án þess að spoilera þá myndi ég segja að allar senurnar með Bane á skjánum væru bestu. Það er enginn annar sem getur toppað hversu vel Bane er gerður. En ef maður myndi setja Jokerinn og Bane í búr og láta þá berjast, þá held ég að Bane myndi éta Jokerinn, hann er svo sjúkur, en það er ekki hægt að segja svona því að þeir eru svo gjörólíkir.

Þessi þríleikur er lang besti þríleikurinn í heiminum, að mínu mati þá toppar The Dark Knight þríleikurinn The Lord of the Rings og The Godfather og líka Star Wars þríleikana. LOTR hefur verið alltaf besti þríleikurinn og hefur alltaf verið skemmtilegastur. Godfather er náttúrlega ótæmanleg snilld frá byrjun til enda og Star Wars (1-3 og 4-6) þær eru bara góðar og líka skemmtilegar, en ekki mikil spenna í þeim en samt eitthver. En svo kemur að þessum þríleik og hann er mun betri en þetta allt, hann er ótæmanleg snilld frá byrjun til enda og líka mest spennandi þríleikur sem hefur verið gerður. Hann er lang, lang bestur. Nolan kann svo sannarlega að toppa heiminn.

Nolan veit alltaf hvað hann vill úr sínum myndum, hann hættir ekki að taka senuna upp fyrr en hún er fullkominn, spennandi og öskrandi snilld. Þannig vill Nolan hafa þær. Eftir hverja mynd sem Nolan kemur með þá hækkar hann alltaf um virðingarstigið sitt en hann er löngu kominn í toppinn þar, maður er alltaf að hrósa Nolani, það þarf að undirbúa sig fyrir að fara á Nolans mynd í bíó, þær eru alltaf öskrandi snilld og ef þú ert ekki tilbúinn að sjá nýtt meistaraverk þá er best að bíða. Ef Nolan myndi gera endurgerð að myndinni The Room þá myndi hann gera hann samt drullugóða þótt að hún er svakalega illa leikinn og með söguþræðinum samasem engum. Nolan er hin eini Guðfaðir kvikmyndanna

10/10 Fullt hús, Nolan kemur með enn eitt mestaraverkið til okkar og hann gerir það með stæl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2024

Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó

Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu sé...

22.10.2021

Ekki alltaf dans á rósum

Tom Hardy er án efa einn af þekktustu leikurum okkar tíma. Hann hefur leikið í mörgum af frægustu kvikmyndum 21. aldarinnar og er þekktur fyrir fjölbreytta frammistöðu. Leiðin að þessum gríðarlega farsæla ferli var þó...

23.06.2020

Upphafsreiturinn sem borgaði sig: Á flugi í fimmtán ár

Það blasir fljótt við að Batman Begins er ekki ofurhetjumynd sem hefur verið tjaslað saman af nefnd eða færibandi, heldur er þetta saga frá fólki - þeim Nolan-bræðrum í þessu tilfelli - sem höfðu niðurneglda túlku...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn