Erótíkin kemur 1. ágúst 2014

fiftyBúið er að ákveða frumsýningardag fyrir myndina sem verið er að gera eftir erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni síðustu misseri.

Myndin verður samkvæmt Deadline kvikmyndavefnum, frumsýnd í Bandaríkjunum 1. ágúst 2014.

Leikstjóri er Sam Taylor-Johnson. Handrit skrifar Kelly Marcel og Michael De Luca og Dana Brunetti framleiða myndina ásamt James.

Kvikmyndafyrirtækin Universal Pictures og Focus Features keyptu réttinn til að kvikmynda allar þrjár Fifty Shades of Grey bækurnar í mars í fyrra.

Bækurnar hafa verið þýddar á yfir 50 tungumál og hafa selst í meira en 70 milljónum eintaka um allan heim.

Bækurnar fjalla um samband 27 ára gamals milljarðamærings, Christian Grey, og framhaldsskólastúlkurnnar Anastasia Steele.