Fyrsta myndin úr 'Black Mass' afhjúpuð

o4VSe9tÞað er nóg um að vera hjá Johnny Depp þessa dagana því í gær var birt fyrsta myndin af Depp í hlutverki Jack Sparrow í fimmtu Pirates-myndinni. Í dag var svo fyrsta opinbera myndin af Depp í hlutverki glæpamannsins og síðar flóttamannsins Whitey Bulger úr myndinni Black Mass afhjúpuð. Myndina má sjá hér til vinstri.

Eins og frægt er orðið þá var það íslensk kona, sem gaf lögreglu upplýsingar sem leiddu til handtöku glæpamannsins árið 2011 í Kaliforníu, en hann fékk í kjölfarið lífstíðarfangelsisdóm.

Warrior-leikarinn Joel Edgerton fer með hlutverk John Connolly, alríkislögreglumanninn og æskufélaga Bulger, sem situr nú í fangelsi fyrir að hafa látið Bulger vita að hann væri um það bil að verða ákærður. Ábendingin varð til þess að Bulger flýði réttvísina og tókst að vera í felum í 16 ár.

Bulger, eða tilvísanir í hann og glæpi hans, hafa komið við sögu í bíómyndum eins og The Town og The Departed, en þetta verður fyrsta myndin þar sem hann verður aðalpersóna.