Nýtt í bíó – Black Mass!

Sambíóin frumsýna kvikmyndina Black Mass föstudaginn 2.október nk. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að myndin hafi fengið mikið lof gagnrýnenda enda sýni Johnny Depp hvers hann er megnugur í hlutverki sínu sem einn alræmdasti glæpamaður i sögu Bandaríkjanna. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Í myndinni er sögð sönn saga James „Whitey” Bulger sem gerðist […]

Segir frammistöðu Depp hlægilega

Lögfræðingur glæpamannsins Whitey Bulger, sem Johnny Depp túlkar í Black Mass, segir að frammistaða leikarans í myndinni sé „hlægileg“.  Eina hrósið sem lögfræðingurinn Hank Brennan getur gefið myndinni er að greint sé rétt frá nokkrum nöfnum. Einnig segir hann bókina sem Black Mass er byggð á vera „hreina og klára fantasíu“. Hvorki Depp né leikstjórinn Scott Cooper fengu að hitta Bulger […]

Dómur Variety – Depp í fantaformi

„Nístingsköld blá augu hins alræmda glæpaforingja frá Boston, James „Whitey“ Bulger, stara á mann á hvíta tjaldinu í mynd Scott Cooper, Black Mass, eins og augnaráð rándýrs úr frumskóginum sem liggur í leyni og bíður eftir réttu augnabliki til að fanga bráð sína.“  Svona hljómar upphafið á dómi Variety um nýjustu mynd Johnny Depp, Black […]

25 haustmyndir sem þú mátt ekki missa af

Kvikmyndasíðan The Wrap hefur tekið saman lista yfir 25 haustmyndir sem blaðamenn hennar dauðlangar að sjá. Þar á meðal eru Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks,  Hateful Eight frá Quentin Tarantino, Bond-myndin Spectre og að sjálfsögðu Star Wars: The Force Awakens.  Hér fyrir neðan er listi yfir tíu af þessum myndum með frumsýningardögunum vestanhafs en hérna er hægt […]

Föðurleg ráð frá mafíósa – Ný stikla úr Black Mass

Ný stikla úr glæpamyndinni Black Mass, með Johnny Depp í aðalhlutverki, er komin út.  Þar gefur leggur hinn bláeygi og óhugnanlegi Depp sex ára syni sínum lífsreglurnar, sem verða að teljast heldur vafasamar. Í þessari sannsögulegu mynd leikur Depp mafíósann alræmda Whitey Bulger frá Boston en íslensk kona átti þátt í að koma honum á bak við lás […]

Fyrsta myndin úr 'Black Mass' afhjúpuð

Það er nóg um að vera hjá Johnny Depp þessa dagana því í gær var birt fyrsta myndin af Depp í hlutverki Jack Sparrow í fimmtu Pirates-myndinni. Í dag var svo fyrsta opinbera myndin af Depp í hlutverki glæpamannsins og síðar flóttamannsins Whitey Bulger úr myndinni Black Mass afhjúpuð. Myndina má sjá hér til vinstri. Eins […]

Fyrsta myndin af Depp sem Bulger

Tökur á glæpamyndinni Black Mass eru hafnar. Fyrsta myndin af Johnny Depp í hlutverki glæpamannsins og síðar flóttamannsins Whitey Bulger var opinberuð í dag og hefur Depp greinilega bætt á sig og gengið undir allmikla förðun fyrir hlutverkið. Eins og frægt er orðið þá var það íslensk kona, sem gaf lögreglu upplýsingar sem leiddu til handtöku glæpamannsins árið […]

Depp leikur glæpamanninn Bulger

Johnny Depp hefur verið ráðinn í hlutverk glæpamannsins Whitey Bulger í myndinni Black Mass. Reynsluboltinn Barry Levinson verður leikstjóri en hann vann Óskarinn fyrir Rain Man á sínum tíma. Black Mass fjallar um ævi eins af mestu glæpamönnunum í sögu Bandaríkjanna og er myndin byggð á samnefndri bók um Bulger eftir tvo blaðamenn frá Boston. […]