Fyrsta myndin af Depp sem Bulger

deppbulgerTökur á glæpamyndinni Black Mass eru hafnar. Fyrsta myndin af Johnny Depp í hlutverki glæpamannsins og síðar flóttamannsins Whitey Bulger var opinberuð í dag og hefur Depp greinilega bætt á sig og gengið undir allmikla förðun fyrir hlutverkið.

Eins og frægt er orðið þá var það íslensk kona, sem gaf lögreglu upplýsingar sem leiddu til handtöku glæpamannsins árið 2011 í Kaliforníu, en hann fékk í kjölfarið lífstíðarfangelsisdóm.

Warrior-leikarinn Joel Edgerton fer með hlutverk John Connolly, alríkislögreglumanninn og æskufélaga Bulger, sem situr nú í fangelsi fyrir að hafa látið Bulger vita að hann væri um það bil að verða ákærður. Ábendingin varð til þess að Bulger flýði réttvísina og tókst að vera í felum í 16 ár.

Bulger, eða tilvísanir í hann og glæpi hans, hafa komið við sögu í bíómyndum eins og The Town og The Departed, en þetta verður fyrsta myndin þar sem hann verður aðalpersóna.

Hér að neðan má sjá myndir af hinum raunverulega Whitey Bulger.

bulgerer