Föðurleg ráð frá mafíósa – Ný stikla úr Black Mass

Ný stikla úr glæpamyndinni Black Mass, með Johnny Depp í aðalhlutverki, er komin út. johnny depp

Þar gefur leggur hinn bláeygi og óhugnanlegi Depp sex ára syni sínum lífsreglurnar, sem verða að teljast heldur vafasamar.

Í þessari sannsögulegu mynd leikur Depp mafíósann alræmda Whitey Bulger frá Boston en íslensk kona átti þátt í að koma honum á bak við lás og slá á endanum.

Myndin er sú nýjasta frá leikstjóranum Scott Cooper, sem síðast sendi frá sér Out of the Furnace með Christian Bale í aðalhlutverki.

Á meðal fleiri leikara í Black Mass eru  Joel Edgerton, Benedict Cumberbatch, Kevin Bacon, Dakota Johnson, Jesse Plemons, Corey Stoll, Rory Cochrane, Sienna Miller, og Adam Scott.