Morðgáta í léttum dúr

Kvikmyndin Amsterdam, sem kemur í bíó í dag hér á Íslandi, er lauslega byggð á raunverulegum atburðum frá fjórða áratug síðustu aldar.

Árið 1933, þegar Franklin Delano Roosevelt var nýtekinn við sem forseti Bandaríkjanna í kreppunni miklu, fór í gang samsæri um að bola ríkisstjórn Roosevelts frá völdum og koma á fót fasistastjórn undir forsæti fyrrverandi hershöfðingja í Bandaríkjaher.

Lagt á ráðin.

Upp komst um áformin, sem gengu ýmist undir nöfnunum „The Business Plot“, „Wall Street Putsch“ eða „The White House Putsch“. Fyrrverandi hershöfðingi úr landgönguliði Bandaríkjahers bar vitni fyrir sérstakri nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings 1934 um samsæri auðugra athafnamanna um að koma á fót fasískri stjórn fyrrverandi herforingja undir hans stjórn. Enn í dag er deilt um hversu alvarleg þessi áform hafi verið en flestir sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar sem hafa kynnt sér málið eru á þeirri skoðun að samsærið hafi vissulega verið til staðar og áform um að bylta löglega kjörnum forseta landsins af valdastóli. Meiri óvissa sé um hversu raunhæf og vel skipulögð þessi áform hafi verið og hve langt þau hafi verið komin.

Gamansamur tónn

Amsterdam er morðgáta í gamansömum tón sem fjallar um morð á bandarískum öldunga – deildarþingmanni. Aðalhlutverkin leika Christian Bale, Margot Robbie og John David Washington. Þau leika þar þrjá vini, lækni, hjúkrunarfræðing og lögfræðing sem dragast inn í dularfullt morðið á öldungardeildarþingmanninum.

Þekktar stjörnur

Aragrúi þekktra stjarna kemur fyrir í myndinni og má þar nefna Robert De Niro, Mike Myers, Taylor Swift, Chris Rock og Rami Malek.

Aðalhlutverk: Christian Bale, Margot Robbie og John David Washington

Handrit: David O. Russell

Leikstjóri: David O. Russell

Fróðleikur

-Hildur Guðnadóttir átti fyrst að semja tónlist fyrir myndina en Daniel Pemberton kom í hennar stað.

-Amsterdam er fyrsta myndin í fullri lengd frá David O. Russell í sjö ár. Sú síðasta var Joy (2015).

-Í leikarahópnum eru þrír Óskarsverðlaunahafar – Christian Bale, Rami Malek og Robert De Niro – og tvö sem hafa verið tilnefnd til Óskarsverðlauna – Margot Robbie og Michael Shannon.

-Þetta er í annað sinn sem Christian Bale og Margot Robbie leika saman í mynd. Þau léku saman í The Big Short (2015). Einnig hafa þau bæði leikið persónur úr Batman.