Sér sjálfan sig á nestisboxum

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch, 40 ára, sem leikur ofurhetjuna Doctor Strange í samnefndri bíómynd sem frumsýnd var í dag, föstudag,  þarf nú að sætta sig við að vera eltur úti á götu, og sjá andlit sitt á allskonar Marvel – varningi, eins og nestisboxum. Hann segist vera byrjaður að fela sig á kaffihúsum í New York […]

Strange staðfestur í Avengers

Doctor Strange leikarinn Benedict Cumberbatch staðfesti í samtali við Empire kvikmyndaritið í gær að persóna hans, Strange, verði hluti af næstu Avengers mynd; Avengers: Infinity War. Þó að margir hafi væntanlega búist fastlega við því að sjá þessa „nýjustu“ ofurhetju úr ranni Marvel í Avengers myndinni næstu, þá er a.m.k. nú komin fram staðfesting, og […]

Nýr Trölli – Benedict Cumberbatch!

Benedict Cumberbatch ætlar að feta í fótspor Stefáns Karls Stefánssonar síðar á þessu ári, en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir jólaóvættinn Trölla í nýrri teiknaðri endurgerð á How The Grinch Stole Christmas eftir Dr. Seauss. Eins og flestir ættu að vita hefur Stefán Karl leikið þessa persónu á sviði undanfarin ár í Bandaríkjunum, við góðar […]

Cumberkanína í boði um páskana

Þeir sem eru orðnir leiðir á gamla góða páskaegginu, og vilja breyta aðeins til nú um Páskana, geta fengið sér Benedict Cumberbatch súkklaðikanínu.  Vafalaust fá margir vatn í munninn við að heyra þetta!  „Cumberkanínan“ eða „Cumberbunny“ eins og nammið er kallað á frummálinu, kemur úr smiðju bresks súkkulaðifyrirtækis, en eins og sjá má á meðfylgjandi […]

Sjáðu nýju stikluna úr Zoolander 2!

Glæný stikla úr Zoolander 2 er komin út og er hún bráðfyndin.  Karlfyrirsæturnar Hansel og Derek Zoolander þykja gamlar og þreyttar í tískuheiminum og heitasta karlfyrirsætan er sú sem Benedict Cumberbatch leikur. Penelope Cruz leikur starfsmann Interpol sem óskar eftir hjálp Hansel og Derek. Popparinn Justin Bieber kemur einnig við sögu í stiklunni og notar að sjálfsögðu Blue […]

McAdams leikur í Doctor Strange

Rachel McAdams hefur bæst við leikaraliðið í Doctor Strange sem Marvel er með í undirbúningi. Benedict Cumberbatch fer með aðalhlutverkið í myndinni.  Hin kanadíska McAdams, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í The Notebook, tilkynnti um hlutverkið á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Áður hafði verið greint frá því að Tilda Swinton muni leika lærimeistara Strange í […]

Föðurleg ráð frá mafíósa – Ný stikla úr Black Mass

Ný stikla úr glæpamyndinni Black Mass, með Johnny Depp í aðalhlutverki, er komin út.  Þar gefur leggur hinn bláeygi og óhugnanlegi Depp sex ára syni sínum lífsreglurnar, sem verða að teljast heldur vafasamar. Í þessari sannsögulegu mynd leikur Depp mafíósann alræmda Whitey Bulger frá Boston en íslensk kona átti þátt í að koma honum á bak við lás […]

'The Imitation Game' frumsýnd í vikunni

The Imitation Game verður frumsýnd hér á landi föstudaginn, 23.janúar. Með aðalhlutverk í myndinni fara Benedict Cumberbatch og Keira Knightley ásamt Matthew Goode, Charles Dance og Mark Strong. Morten Tyldum leikstýrir. The Imitation Game er sönn saga stærðfræðingsins Alans Turing sem smíðaði fyrstu tölvuna og réð með henni dulmál Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Winston Churchill sagði um Alan Turing að enginn […]

Farrell orðaður við Doctor Strange

Colin Farrell er nýjasti leikarinn sem er orðaður við aðalhlutverkið í Doctor Strange sem Marvel er með í pípunum.  Áður höfðu Benedict Cumberbatch og Keanu Reeves verið orðaðir við hlutverkið, auk þess sem Joaquin Phoenix var í viðræðum við Marvel en ekkert kom út úr þeim. Fregnir herma einnig að Jaret Leto, Justin Theroux og […]

The Imitation Game vinnur áhorfendaverðlaun TIFF

Kvikmyndin The Imitation Game í leikstjórn Morten Tyldum vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem lauk í dag. ,,Það er mikil heiður að vinna þessi verðlaun, að sjá að áhorfendur hafi áhuga á myndinni skiptir mig miklu máli.“ var haft eftir Tyldum við BBC. Í myndinni fer enski leikarinn Benedict Cumberbatch með hlutverk stærðfræðingsins Alan Turing, sem […]

Fyrsta stiklan úr The Imitation Game

Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni The Imitation Game var birt í dag, en í myndinni fer enski leikarinn Benedict Cumberbatch með hlutverk stærðfræðingsins Alan Turing, sem kallaður hefur verið faðir tölvunarfræðinnar. Meðal þess sem Turing er frægur fyrir er að hafa ráðið dulmálslykil Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni. Turing var síðan sakfelldur fyrir samkynhneigð árið 1952, þar sem refsingin […]

Cumberbatch orðaður við Journey's End

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch er í viðræðum um að leika í nýrri kvikmynd sem gerist í fyrri heimstyrjöldinni. Myndin yrði byggð á leikritinu Journey’s End, eftir R.C Sherrif, frá árinu 1928. Leikritið fjallar um síðasta ár fyrri heimstyrjaldarinnar. Cumberbatch myndi fara með hlutverk aðalpersónunnar og hetjunar, Captain Stanhope. Í leikritinu er Stanhope föðurímynd undirmanna sinna, en leikritið […]

Curly Fu og Peanut leysa málin

Bresku sjónvarpsþættirnir Sherlock njóta mikilla vinsælda í heimalandinu, en það má segja að þær vinsældar komast ekki í hálfkvisti við vinsældir þáttanna í Kína. Þess má geta að kínverjanir eru búnir að skýra Sherlock Holmes og Doctor Watson yfir í nöfnin Curly Fu og Peanut.   Curly Fu er gælunafn Holmes og er heimasíða sem […]

Cumberbatch er faðir tölvunarfræðinnar

Fyrsta ljósmyndin úr kvikmyndinni The Imitation Game var birt í gær, en í myndinni fer enski leikarinn Benedict Cumberbatch með hlutverk tölvusnillingsins Alan Turing, sem kallaður hefur verið faðir tölvunarfræðinnar. Myndin var birt sama dag og Elísabet II Bretadrottning náðaði Turing en hann var sakfelldur fyrir samkynhneigð árið 1952. Meðal þess sem Turing er frægur […]

Frumsýning: The Fifth Estate

Samfilm frumsýnir kvikmyndina The Fifth Estate á föstudaginn næsta, þann 22. nóvember nk. „Tímaritið Rolling Stone segir myndina vera „ELDFIMA & ÖGRANDI“. GQ segir hana vera fyrsta flokks þriller, Deadline Hollywood vill meina að hún verði vart betri og Entertainment Weekly greinir frá því að hún sé „spennandi og á jaðrinum“, segir í tilkynningu frá […]

Týndir í skógi

Kvikmyndin The Lost City of Z hefur, samkvæmt Indiewire vefsíðunni, verið í undirbúningi í nokkur ár, og ekki alltaf þótt víst hvort að hún yrði yfirleitt að veruleika. Nú berast hinsvegar fréttir af því að Twilight stjarnan Robert Pattinson hafi ráðið sig til að leika í myndinni á móti Star Trek leikaranum Benedict Cumberbatch, sem […]

Cumberbatch yfirgefur del Toro

Benedict Cumberbatch hefur samkvæmt heimildum Variety kvikmyndaritsins ákveðið að hætta við að leika aðalhlutverkið í næstu mynd Guillermo del Toro, draugamyndinni Crimson Peak. Star Trek og Sherlock Holmes leikarinn átti að leika í myndinni ásamt þeim Jessica Chastain, Emma Stone og Pacific Rim stjörnunni Charlie Hunnam, en hætti við af ókunnum ástæðum. Crimson Peak er […]

Cumberbatch í mörgæsamynd

The Penguins Of Madagascar, ný teiknimynd í fullri lengd sem verður hliðarsaga Madagascar teiknimyndanna, og fjallar um mörgæsirnar sem voru senuþjófar í Madagascar myndunum, laðar til sín nýja stórleikara á hverjum degi nánast. Nú síðast bættist Star Trek illmennið Benedict Cumberbatch í hópinn, en áður var John Malkovich búinn að samþykkja að vera með. Malkovich […]

Fyrsta stikla úr kvikmyndinni um Wikileaks

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminninn og virðist fá öll bestu hlutverkin í Hollywood þessa dagana. Nýjasta hlutverk hans er í kvikmyndinni The Fifth Estate, þar sem hann fer með hlutverk stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Fyrsta stiklan úr The Fifth Estate minnir óneitanlega á The Social Network. Munurinn er að sjálfsögðu sá […]

Del Toro vill Cumberbatch í Frankenstein

Guillermo del Toro hefur áhuga á að leikstýra nýrri kvikmynd um Frankenstein og vill að Englendingurinn Benedict Cumberbatch fari með hlutverk í henni, samkvæmt The Daily Telegraph. Del Toro hefur unnið að verkefninu á bak við tjöldin í nokkur ár en framleiðslan hefur dregist á langinn. Cumberbatch hefur bæði leikið skrímslið og Dr. Victor Frankenstein […]

Cumberbatch lýsir sálarástandi Spock – Myndband

Benedict Cumberbatch leikur tilræðismanninn í Star Trek: Into Darkness, sem telur sig eiga harma að hefna gagnvart sínu eigin fólki á áhöfninni Enterprise. Talið er að tilræðismaðurinn sé John Harrison, einnig þekktur sem Khan og hefur hann áður komið fram í Star Trek kvikmynd. Khan er sennilega bæði hættulegasti og öflugasti andstæðingurinn sem þeir Kirk, Spock […]

Gráhærður uppljóstrari á Austurvelli

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch, sem er rísandi stjarna í kvikmyndaheiminum og leikur m.a. illmennið í næstu Star Trek mynd, Star Trek Into Darkness, sem kemur í sumar, sést á meðfylgjandi mynd, sem tekin er á Austurvelli í Reykjavík, í nýjasta hlutverki sínu sem hakkarinn og uppljóstrarinn Julian Assange sem stofnaði uppljóstrunarvefsíðuna WikiLeaks. Assange er frægur […]

WikiLeaks mynd tekin upp hér á landi

Fréttablaðið segir frá því í dag að bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks sé væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða þær í Reykjavík og nágrenni. „Tökuliðið mun […]

Nýjar Star Trek Into Darkness myndir

Í nýjasta tölublaði kvikmyndaritsins Empire eru birtar glænýjar myndir úr næstu Star Trek mynd, Star Trek Into Darkness, en það var vefsíðan ComingSoon sem birti þær á vefsíðu sinni. Sjáið nokkrar myndanna hér að neðan og viðtal við illmennið Benedict Cumberbatch neðst: Leikarar í myndinni eru þau John Cho, Bruce Greenwood, Simon Pegg, Chris Pine, Zachary […]

X-Men stjarna til WikiLeaks

James McAvoy, sem lék Professor X í síðustu X-Men mynd og mun leika í þeirri næstu líka, X-Men: Days of Future Past, er í viðræðum við DreamWorks um að leika annað aðalhlutverkið í mynd um uppljóstrunarvefinn WikiLeaks. Benedict Cumberbatch hefur nú þegar verið ráðinn í hlutverk sjálfs aðalmannsins, Julian Assange, en McAvoy myndi leika Daniel Domscheit-Berg, sem […]

Star Trek tökulið á leið til Íslands

Í fyrsta sinn í sögu Star Trek-myndanna ferðast tökuliðið utan bandaríkjanna og ferðinni er heitið til íslands, en þetta staðfestir vefsíðan Trekmovie.com. Það er seinna tökuliðið (second unit) sem munu koma til landsins fyrir tökur á framhaldinu af Star Trek enduræsingu J.J. Abrams. Margir muna kannski eftir því að árið 2007 voru framleiðendur fyrstu myndarinnar að […]

Trek 2 komin í gír – myndir af setti

Tökur á framhaldi hinnar stórskemmtilegu Star Trek frá 2009 hófust loksins nú eftir áramótin. Talsverð leynd hefur verið yfir framleiðslunni hingað til, og við vitum nánast ekkert um söguþráðinn annað en það að leikarinn Benedict Cumberbatch mun fara með hlutverk illmennis myndarinnar, og leikarar á borð við Alice Eve, Noel Clarke og Peter Weller hafa […]

Aðalskúrkur Star Trek 2 fundinn

Illmenni næstu Star Trek myndar viðist vera fundið, en Benedict Cumberbatch er sagður hafa hreppt hlutverkið sem Benicio del Toro og Carlos Ramirez höfðu áður verið orðaðir við. Því miður er lítið annað vitað um hlutverkið, en einhverntíman gáfu handritshöfundar þá vísbendingu að búast mæti við kunnulegri persónu úr upprunalegu þáttunum, og eftir það hafa […]