Del Toro vill Cumberbatch í Frankenstein

Guillermo del Toro hefur áhuga á að leikstýra nýrri kvikmynd um Frankenstein og vill að Englendingurinn Benedict Cumberbatch fari með hlutverk í henni, samkvæmt The Daily Telegraph.

cumberbatch

Del Toro hefur unnið að verkefninu á bak við tjöldin í nokkur ár en framleiðslan hefur dregist á langinn. Cumberbatch hefur bæði leikið skrímslið og Dr. Victor Frankenstein í leikriti Danny Boyle við góðar undirtektir.

Mynd Del Toro er ein margra Frankenstein-mynda sem eru í undirbúningi. Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter, leikur skrímslið í mynd sem kemur út á næsta ári. Önnur mynd, I, Frankenstein, kemur einnig út 2014. Í henni leika aðalhlutverkin þeir Aaron Eckhart og Bill Nighy.