Star Trek tökulið á leið til Íslands

Í fyrsta sinn í sögu Star Trek-myndanna ferðast tökuliðið utan bandaríkjanna og ferðinni er heitið til íslands, en þetta staðfestir vefsíðan Trekmovie.com. Það er seinna tökuliðið (second unit) sem munu koma til landsins fyrir tökur á framhaldinu af Star Trek enduræsingu J.J. Abrams. Margir muna kannski eftir því að árið 2007 voru framleiðendur fyrstu myndarinnar að íhuga tökur hérlendis þó að ekkert hafi orðið úr því.

Framhaldið hefur verið ansi lengi í bígerð en teymið hefur verið að vinna að sögunni og fínpússa hana síðan 2009. En síðan þá gaf J.J. Abrams út sjálfstæða Speilberg-aðdáendabréfið sitt Super 8.

Stærsti nýji meðlimurinn í stjörnuprídda leikhóp myndarinnar er Benedict Cumberbatch sem flestir þekkja úr bresku sjónvarpsþáttunum Sherlock. Ekki fara á IMDB-síðuna ef þið viljið ekki láta spilla fyrir ykkur hvaða illmenni hann mun leika. Star Trek framhaldið er væntanlegt sumarið á næsta ári.

Enn eitt stórt verkefni á leið til landsins, hefur Hollywood fundið nýja paradís fyrir tökuteymi sín? Hvernig leggst þetta í lesendur?