Frumsýning: The Fifth Estate

cumber1Samfilm frumsýnir kvikmyndina The Fifth Estate á föstudaginn næsta, þann 22. nóvember nk.

„Tímaritið Rolling Stone segir myndina vera „ELDFIMA & ÖGRANDI“. GQ segir hana vera fyrsta flokks þriller, Deadline Hollywood vill meina að hún verði vart betri og Entertainment Weekly greinir frá því að hún sé „spennandi og á jaðrinum“, segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

„Var íslenskur þingmaður í innsta hring Wikileaks? Hvað gerðist í rauninni á bak við tjöldin? Áleitin mynd um uppljóstranir Wikileaks og afleiðingar þeirra.“

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

The Fifth Estate fjallar um uppljóstranir Julians Assange og samstarfsfólks hans á vefsíðunni Wikileaks og titringinn sem þær uppljóstranir ollu og valda enn.

Það er Óskarsverðlaunahafinn Bill Condon (Dreamgirls, Kinsey, Gods and
Monsters) sem leikstýrir myndinni sem er byggð upp sem pólitískur spennutryllir.

Benedict Cumberbatch leikur Julian Assange sem varð heimsfrægur í
kjölfar uppljóstrana Wikileaks, ekki síst eftir að Bradley Manning lak
gögnum til hans, m.a. hinu óhugnanlega myndbandi af árás bandarískra
hermanna á varnarlaust fólk í Bagdad. Þetta myndband ásamt öðrum
leynigögnum olli m.a. gríðarlegum titringi í stjórnkerfi Bandaríkjanna þar
sem litið var á gagnalekann sem glæp og ógnun við öryggi þjóðarinnar.

fifth_estate_xlg

Aðalhlutverk: Benedict Cumberbatch, Daniel Brühl, Carice van Houten, Stanley Tucci, Laura Linney, Alicia Vikander, Anthony Macke og David Thewlis.

Leikstjórn: Bill Condon

Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlan, Keflavík og Akureyri, Háskólabíó,
Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi.

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Ísland og Íslendingar koma talsvert við sögu í The Fifth Estate sem er
að hluta til tekin upp hér á landi. Reyndar er ein aðalpersóna myndarinnar þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir sem Carice van Houten leikur. Þess utan leikur Hera Hilmarsdóttir í myndinni og hermt er að Egill
Helgason komi fram í henni sem hann sjálfur.

• The Fifth Estate er byggð á tveimur bókum, annars vegar bók Daniels Domscheit-Berg, Inside WikiLeaks: My Time with Julian Assange at the World’s Most Dangerous Website og hins vegar á bók þeirra Davids Lee og Luke Hardings, WikiLeaks: Inside Julian Assange’s War on Secrecy.