Frumsýning: The Lone Ranger

Sambíóin frumsýna nýjustu mynd Johnny Depp, The Lone Ranger miðvikudaginn 3. júlí í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi

Myndin fjallar um það þegar indíáninn Tonto rifjar upp söguna af því þegar lögreglumaðurinn John Reid breyttist í réttlætishetjuna The Lone Ranger sem ekkert fær grandað.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

„The Lone Ranger er gerð af sama fólki og gerði myndirnar um sjóræningjana í Karíbahafi, þeim Jerry Bruckheimer sem framleiðir, leikstjóranum Gore Verbinski og handritshöfundunum Terry Rossio og Ted Elliot, sem einnig eru höfundar sögunnar ásamt Justin Haythe (Snitch). Það ætti því að vera óhætt að lofa fólki toppskemmtun þar sem grínið og hasarinn eru í fyrirrúmi ásamt óviðjafnanlegum kvikmyndabrellum,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

lone ranger plakat„Segja má að The Lone Ranger sé ein af fyrstu ofurhetjunum, en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1933 og var sköpunarverk rithöfundarins Franks Striker. Þessi Zorro Texasríkis og félagar hans, indíáninn Tonto og ofurhesturinn Silver, vöktu fljótlega mikla athygli fyrir vasklegar hetjudáðir og hafa sögurnar um ævintýri þeirra notið mikilla vinsælda allar götur síðan.

„The Lone Ranger, sem er þjóðhátíðarmynd Bandaríkjanna í ár, verður heimsfrumsýnd hér á landi þann 3. júlí og gefst íslenskum bíógestum því kostur á að verða á meðal þeirra fyrstu sem sjá hana. Mætið bara með góða skapið og skemmtið ykkur vel!“

Aðalhlutverk: Johnny Depp, Armie Hammer, Ruth Wilson, William Fichtner, Helena Bonham Carter, Barry Pepper og Tom Wilkinson

Leikstjórn: Gore Verbinski

Sýningarstaðir: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka,Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: 12 ára

Lone-Ranger-Trailer-the-lone-ranger-33531240-1920-800

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Tónlistin í myndinni er eftir Hans Zimmer sem samdi einnig tónlistina í Pirates of the Caribbean-myndunum.

• Þótt kvikmyndaáhugafólk hafi oft séð þau Johnny Depp og Helenu Bonham Carter leika hvort á móti öðru þá er þetta í fyrsta skipti sem þau leika saman í mynd sem ekki er leikstýrt af Tim Burton!