Frumsýning: Machete Kills

Sambíóin frumsýna myndina Machete Kills á föstudaginn næsta, þann 6. desember.

Danny Trejo er mættur aftur í hlutverki Machete. Með honum eru engar smá stjörnur en með aukahlutverk fara Mel Gibson, Amber Heard, Michelle Rodriguez, Sofia Vergara, Charlie Sheen, Lady Gaga, Antonio Banderas, Jessica Alba, Cuba Gooding Jr. og Vanessa Hudgens,“ segir í tilkynningu Sambíóanna.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Mexíkóski lögreglumaðurinn fyrrverandi, Machete Cortez, er fenginn til að binda enda á uppgang brjálæðings sem hótar veröldinni öllu illu.

machete_kills_ver10_xxlgÞað muna vafalaust margir eftir mynd Roberts Rodriguez, Machete, sem frumsýnd var í september 2010. Nú er þessi eitilharði mexíkóski lögreglumaður mættur til leiks á ný og eins og í fyrri myndinni þá fer heill her þekktra leikara með helstu hlutverkin. Machete sjálfur er sem fyrr leikinn af Danny Trejo en í öðrum hlutverkum eru m.a. þau Jessica Alba, Mel Gibson, Antonio Banderas, Charlie Sheen, Vanessa Hudgens, Amber Heard, Michelle Rodriguez, Cuba Gooding, Jr., Edward James Olmos, Sofia Vergara, William Sadler og Lady Gaga.

Í þetta sinn er það enginn annar en forseti Bandaríkjanna (Charlie Sheen) sem leitar á náðir Machete. Komið hefur í ljós að snarklikkaður vopnasali hefur komist yfir öflug, langdræg flugskeyti og hyggst nota þau til að hefja styrjöld við alheiminn. Þennan mann (sem Mel Gibson leikur) verður að stöðva hvað sem það kostar áður en það er orðið of seint.

Vandamálið er að það er nánast ómögulegt að nálgast brjálæðinginn, svo vel hefur hann girt sig af. En Machete kallar nú ekki allt ömmu sína þegar óbótamenn eru annars vegar og auðvitað kemur ekkert annað til greina en að leggja í ófétið …

Aðalhlutverk: Danny Trejo, Mel Gibson, Jessica Alba, Sofia Vergara, Michelle Rodriguez, Charlie Sheen og Antonio Banderas

Leikstjórn: Robert Rodriguez

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlan, Keflavík og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: 16 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Þótt Mel Gibson hafi í gegnum árin leikið ýmsar skrautlegar persónur hefur hann aldrei áður leikið hreinræktað illmenni eins og hann gerir hér í Machete Kills.
• Þetta er fyrsta myndin sem tónlistardívan Lady Gaga leikur í.