The Imitation Game vinnur áhorfendaverðlaun TIFF

imitationKvikmyndin The Imitation Game í leikstjórn Morten Tyldum vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem lauk í dag.

,,Það er mikil heiður að vinna þessi verðlaun, að sjá að áhorfendur hafi áhuga á myndinni skiptir mig miklu máli.“ var haft eftir Tyldum við BBC.

Í myndinni fer enski leikarinn Benedict Cumberbatch með hlutverk stærðfræðingsins Alan Turing, sem kallaður hefur verið faðir tölvunarfræðinnar.

Meðal þess sem Turing er frægur fyrir er að hafa ráðið dulmálslykil Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni. Turing var síðan sakfelldur fyrir samkynhneigð árið 1952, þar sem refsingin var gelding með lyfjagjöf, þá tók Turing eigið líf, aðeins 41 árs gamall.

The Imition Game fer í almennar sýningar þann 14. október næstkomandi.