Hitlerskómedía vann á TIFF


Mynd Thor: Ragnarok leikstjórans Taika Waititi, Jojo Rabbit, vann í dag til hinna eftirsóttu People’s Choice verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem lauk í dag. Verðlaunin þýða að myndin er nú líklegri til frekari afreka á komandi verðlaunahátíðum, en hátíðartímabilið nær hámarki með veitingu Óskarsverðlaunanna í lok febrúar…

Mynd Thor: Ragnarok leikstjórans Taika Waititi, Jojo Rabbit, vann í dag til hinna eftirsóttu People’s Choice verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem lauk í dag. Jojo borðar með ímynduðum vini sínum, Adolf Hitler, og móður sinni Rosie. Verðlaunin þýða að myndin er nú líklegri til frekari afreka á… Lesa meira

Konur gera strípibúllumynd


Strípibúllur koma ósjaldan fyrir í bandarískum kvikmyndum, en nýja súludans- og strípibúllumyndin Hustlers, nálgast strípibúlluþemað frá aðeins öðru sjónarhorni, einkum vegna þess að aðstandendur eru aðallega konur. Fremst í flokki fer þar leikstjórinn Lorene Scafaria, en með henni er fríður en ólíkur flokkur kvenna sem fer með öll helstu aðalhlutverk.…

Strípibúllur koma ósjaldan fyrir í bandarískum kvikmyndum, en nýja súludans- og strípibúllumyndin Hustlers, nálgast strípibúlluþemað frá aðeins öðru sjónarhorni, einkum vegna þess að aðstandendur eru aðallega konur. Fremst í flokki fer þar leikstjórinn Lorene Scafaria, en með henni er fríður en ólíkur flokkur kvenna sem fer með öll helstu aðalhlutverk.… Lesa meira

Brie og bleikur Jackson saman á ný


Captain Marvel leikkonan Brie Larson fetar nýjar slóðir í nýrri Netflix mynd, Unicorn Store, eða Einhyrningabúðin, í lauslegri íslenskri þýðingu, en myndin er sú fyrsta sem leikkonan leikstýrir. Með henni í myndinni er enginn annar en Samuel L. Jackson, en þau tvö leika einmitt einnig saman í Captain Marvel. Auk…

Captain Marvel leikkonan Brie Larson fetar nýjar slóðir í nýrri Netflix mynd, Unicorn Store, eða Einhyrningabúðin, í lauslegri íslenskri þýðingu, en myndin er sú fyrsta sem leikkonan leikstýrir. Með henni í myndinni er enginn annar en Samuel L. Jackson, en þau tvö leika einmitt einnig saman í Captain Marvel. Auk… Lesa meira

Byrjar með gömlum karli


Fyrsta  stiklan úr nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, er komin út. Myndin minnir á stemmninguna í kvikmyndum Woody Allen, en ásamt C.K. sjálfum fer Chloë Grace Moretz með annað aðalhlutverkanna. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, fyrr í haust. Kvikmyndin er sætbeisk gamanmynd um…

Fyrsta  stiklan úr nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, er komin út. Myndin minnir á stemmninguna í kvikmyndum Woody Allen, en ásamt C.K. sjálfum fer Chloë Grace Moretz með annað aðalhlutverkanna. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, fyrr í haust. Kvikmyndin er sætbeisk gamanmynd um… Lesa meira

Egerton eltir eineygðan stríðsfréttaritara


Kingsman: The Golden Circle leikarinn Taron Egerton hefur verið ráðinn í myndina A Private War eftir Matthew Heineman, en í henni leikur Gone Girl leikkonan Rosamund Pike hinn þekkta stríðsfréttaritara Marie Colvin. Kvikmyndin gengur nú kaupum og sölum á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem nú stendur yfir, og Deadline greinir frá.…

Kingsman: The Golden Circle leikarinn Taron Egerton hefur verið ráðinn í myndina A Private War eftir Matthew Heineman, en í henni leikur Gone Girl leikkonan Rosamund Pike hinn þekkta stríðsfréttaritara Marie Colvin. Kvikmyndin gengur nú kaupum og sölum á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem nú stendur yfir, og Deadline greinir frá.… Lesa meira

Bale fylgir særðum indjánahöfðingja – fyrsta kitla úr Hostiles


Stórleikarinn Christian Bale hefur ekki leikið í mörgum vestrum í gegnum tíðina, sá síðasti var 3:10 To Yuma, en nú hefur hann sett upp kúrekahattinn fyrir leikstjórann Scott Cooper, sem leikstýrði honum í Out of the Furnace. Í þessari nýju mynd, sem ber heitið Hostiles, leikur Bale goðsagnakenndan foringja í…

Stórleikarinn Christian Bale hefur ekki leikið í mörgum vestrum í gegnum tíðina, sá síðasti var 3:10 To Yuma, en nú hefur hann sett upp kúrekahattinn fyrir leikstjórann Scott Cooper, sem leikstýrði honum í Out of the Furnace. Í þessari nýju mynd, sem ber heitið Hostiles, leikur Bale goðsagnakenndan foringja í… Lesa meira

Svanurinn og Vetrarbræður valdar til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni


Svanurinn, fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd, hefur verið valin til þátttöku í Discovery hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Vetrarbræður, hin dansk/íslenska fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar í fullri lengd, mun sömuleiðis taka þátt í Discovery hluta…

Svanurinn, fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd, hefur verið valin til þátttöku í Discovery hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Vetrarbræður, hin dansk/íslenska fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar í fullri lengd, mun sömuleiðis taka þátt í Discovery hluta… Lesa meira

Berst við mannætur í eyðimörk


Eftir að kvikmyndin The Bad Batch var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada síðasta haust, þá varð uppi fótur og fit, og mikil samkeppni varð um dreifingarréttinn að myndinni. Fyrsta stiklan er nú komin út, en myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum 23. júní nk. Myndin gerist í…

Eftir að kvikmyndin The Bad Batch var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada síðasta haust, þá varð uppi fótur og fit, og mikil samkeppni varð um dreifingarréttinn að myndinni. Fyrsta stiklan er nú komin út, en myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum 23. júní nk. Myndin gerist í… Lesa meira

Grænmetisæta verður mannæta


Mannætumyndin Raw vakti mikla athygli á kvikmyndahátíðunum í Cannes og Toronto í fyrra, og verður einnig sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum nú í janúar. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Julia Ducournau og verður frumsýnd í almennum sýningum í Bandaríkjunum 10. mars nk. Nú hefur fyrsta stikla úr myndinni verið…

Mannætumyndin Raw vakti mikla athygli á kvikmyndahátíðunum í Cannes og Toronto í fyrra, og verður einnig sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum nú í janúar. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Julia Ducournau og verður frumsýnd í almennum sýningum í Bandaríkjunum 10. mars nk. Nú hefur fyrsta stikla úr myndinni verið… Lesa meira

Stoltur af því að hlaupa í skarðið fyrir Rickman


Bill Nighy segist vera stoltur af því að fá að hlaupa í skarðið fyrir leikarann Alan Rickman í myndinni The Limehouse Golem, sem var síðasta kvikmynd Rickman áður en hann lést. Rickman lést úr krabbameini í brisi í janúar sl. 69 ára að aldri, og neyddist til að hætta að…

Bill Nighy segist vera stoltur af því að fá að hlaupa í skarðið fyrir leikarann Alan Rickman í myndinni The Limehouse Golem, sem var síðasta kvikmynd Rickman áður en hann lést. Rickman lést úr krabbameini í brisi í janúar sl. 69 ára að aldri, og neyddist til að hætta að… Lesa meira

Night Of leikari í lygavef – Atriði


Leikarinn Riz Ahmed hefur vakið töluverða athygli fyrir leik sinn í bandarísku HBO spennuþáttunum The Night Of, en þeir eru byggðir á BBC þáttaröðinni Criminal Justice.  Í þáttunum leikur Ahmed á móti O Brother, Where Art Thou? leikaranum John Turturro. Ahemed sló í gegn í gamanmyndinni Four Lions, en margir…

Leikarinn Riz Ahmed hefur vakið töluverða athygli fyrir leik sinn í bandarísku HBO spennuþáttunum The Night Of, en þeir eru byggðir á BBC þáttaröðinni Criminal Justice.  Í þáttunum leikur Ahmed á móti O Brother, Where Art Thou? leikaranum John Turturro. Ahemed sló í gegn í gamanmyndinni Four Lions, en margir… Lesa meira

TIFF opnar með vestra – þátttökulisti birtur


Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto í Kanada, TIFF, hefst þann 8. september nk. en í dag var birtur listi yfir myndir sem sýndar verða á hátíðinni. Í gær sögðum við frá því að mynd Baltastars Kormáks, Eiðurinn, yrði þar á meðal. Opnunarmynd hátíðarinnar verður hinsvegar Hollywood myndin The Magnificent Seven, eftir…

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto í Kanada, TIFF, hefst þann 8. september nk. en í dag var birtur listi yfir myndir sem sýndar verða á hátíðinni. Í gær sögðum við frá því að mynd Baltastars Kormáks, Eiðurinn, yrði þar á meðal. Opnunarmynd hátíðarinnar verður hinsvegar Hollywood myndin The Magnificent Seven, eftir… Lesa meira

Þrestir taka flugið á TIFF


Skipuleggjendur einnar stærstu kvikmyndahátíðar í heiminum, Toronto International Film Festival, tilkynntu í dag að kvikmyndin ÞRESTIR eftir Rúnar Rúnarsson yrði heimsfrumsýnd á þeirra vegum nú í september. ÞRESTIR virðast aldeilis vera að fljúga vel af stað en nýlega var tilkynnt að hún hefði verið valin í aðalkeppnina á hinni virtu…

Skipuleggjendur einnar stærstu kvikmyndahátíðar í heiminum, Toronto International Film Festival, tilkynntu í dag að kvikmyndin ÞRESTIR eftir Rúnar Rúnarsson yrði heimsfrumsýnd á þeirra vegum nú í september. ÞRESTIR virðast aldeilis vera að fljúga vel af stað en nýlega var tilkynnt að hún hefði verið valin í aðalkeppnina á hinni virtu… Lesa meira

Mynd um Georg Guðna heimsfrumsýnd á TIFF Docs


Ný heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur hefur verið valin til þátttöku á TIFF Docs hluta hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Toronto. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Hátíðin fer fram frá 10. – 20. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sjóndeildarhringur fjallar um listmálarann Georg Guðna Hauksson,…

Ný heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur hefur verið valin til þátttöku á TIFF Docs hluta hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Toronto. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Hátíðin fer fram frá 10. – 20. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sjóndeildarhringur fjallar um listmálarann Georg Guðna Hauksson,… Lesa meira

The Imitation Game vinnur áhorfendaverðlaun TIFF


Kvikmyndin The Imitation Game í leikstjórn Morten Tyldum vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem lauk í dag. ,,Það er mikil heiður að vinna þessi verðlaun, að sjá að áhorfendur hafi áhuga á myndinni skiptir mig miklu máli.“ var haft eftir Tyldum við BBC. Í myndinni fer enski leikarinn Benedict Cumberbatch með…

Kvikmyndin The Imitation Game í leikstjórn Morten Tyldum vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem lauk í dag. ,,Það er mikil heiður að vinna þessi verðlaun, að sjá að áhorfendur hafi áhuga á myndinni skiptir mig miklu máli." var haft eftir Tyldum við BBC. Í myndinni fer enski leikarinn Benedict Cumberbatch með… Lesa meira

Vonarstræti og Sá önugi fá góðar viðtökur á TIFF


Íslendingar eiga sína fulltrúa á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú stendur yfir, en myndin Vonarstræti eftir Baldvin Z, sem heitir Life In a Fishbowl á ensku, var frumsýnd þar í fyrrakvöld. Auk þess er finnska myndin The Grump eftir Dome Karukoski sýnd á hátíðinni en framleiðendur hennar eru…

Íslendingar eiga sína fulltrúa á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú stendur yfir, en myndin Vonarstræti eftir Baldvin Z, sem heitir Life In a Fishbowl á ensku, var frumsýnd þar í fyrrakvöld. Auk þess er finnska myndin The Grump eftir Dome Karukoski sýnd á hátíðinni en framleiðendur hennar eru… Lesa meira

Þrælamynd best í Toronto


Mynd breska leikstjórans Steve McQueen, 12 Years a Slave, vann í dag aðal áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú er að ljúka. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Solomon Northup frá árinu 1853 og segir frá Northup, leiknum af Chiwetel Ejiofor, sem var rænt og hann hnepptur í…

Mynd breska leikstjórans Steve McQueen, 12 Years a Slave, vann í dag aðal áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú er að ljúka. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Solomon Northup frá árinu 1853 og segir frá Northup, leiknum af Chiwetel Ejiofor, sem var rænt og hann hnepptur í… Lesa meira

Málmhaus vakti mikla athygli á TIFF


Íslenska kvikmyndin Málmhaus var heimsfrumsýnd um síðustu helgi á TIFF (Toronto international film festival) Sýningin gekk vonum framar og eru aðstandendur Málmhauss hæstánægðir. Salurinn var fljótur að fyllast og komust færri að en vildu. Áhorfendur virtust skemmta sér vel og var hlegið jafnt sem grátið á meðan á sýningunni stóð. Hátt í 2.000 gestir sáu…

Íslenska kvikmyndin Málmhaus var heimsfrumsýnd um síðustu helgi á TIFF (Toronto international film festival) Sýningin gekk vonum framar og eru aðstandendur Málmhauss hæstánægðir. Salurinn var fljótur að fyllast og komust færri að en vildu. Áhorfendur virtust skemmta sér vel og var hlegið jafnt sem grátið á meðan á sýningunni stóð. Hátt í 2.000 gestir sáu… Lesa meira

World War Z 2 pottþétt í skoðun segir Pitt


Kvikmyndaleikarinn og framleiðandinn Brad Pitt var spurður að því á kvikmyndahátíðinni í Toronto í dag, þegar hann var að kynna nýjustu mynd sína, þrælamyndina 12 Years a Slave, sem Steve McQueen leikstýrir, hvort að von væri á framhaldi á uppvakningatryllinum World War Z, sem sló í gegn fyrr í sumar.…

Kvikmyndaleikarinn og framleiðandinn Brad Pitt var spurður að því á kvikmyndahátíðinni í Toronto í dag, þegar hann var að kynna nýjustu mynd sína, þrælamyndina 12 Years a Slave, sem Steve McQueen leikstýrir, hvort að von væri á framhaldi á uppvakningatryllinum World War Z, sem sló í gegn fyrr í sumar.… Lesa meira

Hálfíslenskar hátíðarmyndir


Tvær íslenskar kvikmyndir voru, eins og við höfum sagt frá áður hér á kvikmyndir.is, valdar til þátttöku á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú stendur yfir, Málmhaus, sem heitir Metalhead á ensku, og This is Sanlitun, eða Svona er Sanlitun, eins og hún heitir á íslensku. Málmhaus hefur…

Tvær íslenskar kvikmyndir voru, eins og við höfum sagt frá áður hér á kvikmyndir.is, valdar til þátttöku á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú stendur yfir, Málmhaus, sem heitir Metalhead á ensku, og This is Sanlitun, eða Svona er Sanlitun, eins og hún heitir á íslensku. Málmhaus hefur… Lesa meira

Tvífarinn rænir tvífaranum


Það er óneitanlega freistandi hugmynd að eiga tvífara sem hægt væri að senda fyrir sig í vinnuna til dæmis, eða biðja um að láta koma fram fyrir sig við ýmis tækifæri, sem maður nennir ekki sjálfur að mæta á.  Social Network og Now You See Me stjarnan Jesse Eisenberg er…

Það er óneitanlega freistandi hugmynd að eiga tvífara sem hægt væri að senda fyrir sig í vinnuna til dæmis, eða biðja um að láta koma fram fyrir sig við ýmis tækifæri, sem maður nennir ekki sjálfur að mæta á.  Social Network og Now You See Me stjarnan Jesse Eisenberg er… Lesa meira

Ástfangin af tvífara eiginmannsins


Anette Bening og Ed Harris líta, á meðfylgjandi myndum, út fyrir að vera sérlega hamingjusöm í hlutverkum sínum í The Face of Love, sem kemur í bíó í næsta mánuði. Enn er engin stikla komin út fyrir myndina, en um er að ræða rómantíska drama mynd eftir leikstjórann Arie Posnin.…

Anette Bening og Ed Harris líta, á meðfylgjandi myndum, út fyrir að vera sérlega hamingjusöm í hlutverkum sínum í The Face of Love, sem kemur í bíó í næsta mánuði. Enn er engin stikla komin út fyrir myndina, en um er að ræða rómantíska drama mynd eftir leikstjórann Arie Posnin.… Lesa meira

Elmore Leonard látinn – skrifaði Get Shorty og Jackie Brown


Rithöfundurinn Elmore Leonard, sem skrifaði ótal verk sem búið er að gera bæði kvikmyndir og sjónvarpsþætti eftir, er látinn, 87 ára að aldri. Leonard fékk heilablóðfall í síðasta mánuði og hafði verið að jafna sig á spítala í nágrenni Detroit. Gregg Sutter, sem hefur lengi rannsakað verk Leonards, sagði dagblaðinu…

Rithöfundurinn Elmore Leonard, sem skrifaði ótal verk sem búið er að gera bæði kvikmyndir og sjónvarpsþætti eftir, er látinn, 87 ára að aldri. Leonard fékk heilablóðfall í síðasta mánuði og hafði verið að jafna sig á spítala í nágrenni Detroit. Gregg Sutter, sem hefur lengi rannsakað verk Leonards, sagði dagblaðinu… Lesa meira

Wikileaks myndin- nýtt plakat og myndir!


Wikileaksmyndin The Fifth Estate verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF,  í september nk. en myndin var að hluta til tekin upp hér á landi, og Íslendingar koma bæði við sögu sem leikarar og persónur í myndinni. Til dæmis leikur Egill Helgason fjölmiðlamaður í myndinni og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður…

Wikileaksmyndin The Fifth Estate verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF,  í september nk. en myndin var að hluta til tekin upp hér á landi, og Íslendingar koma bæði við sögu sem leikarar og persónur í myndinni. Til dæmis leikur Egill Helgason fjölmiðlamaður í myndinni og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður… Lesa meira

Glee stjarna á flótta undan löggunni í lokamyndinni


Stikla fyrir síðustu kvikmynd Cory Monteith úr Glee, sem lést fyrr í sumar af völdum ofneyslu heróíns,  er komin út, en í myndinni leikur Monteith hlutverk Simon Weeks, manns sem er eiturlyfjasjúklingur sem er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa aflplánað dóm fyrir morð. Mótleikari hans er David Morse, sem…

Stikla fyrir síðustu kvikmynd Cory Monteith úr Glee, sem lést fyrr í sumar af völdum ofneyslu heróíns,  er komin út, en í myndinni leikur Monteith hlutverk Simon Weeks, manns sem er eiturlyfjasjúklingur sem er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa aflplánað dóm fyrir morð. Mótleikari hans er David Morse, sem… Lesa meira

Dönsk ofurhetjumynd um Maurastrák – Stikla


Ný ofurhetjumynd, Antboy ( ekki Ant-Man eftir Edgar Wright sem er í undirbúningi ) verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú í september. Um er að ræða barnvæna mynd um sanna ofurhetju með ofurkrafta eins og sjá má í stiklunni hér fyrir neðan: Myndin er dönsk og er byggð á…

Ný ofurhetjumynd, Antboy ( ekki Ant-Man eftir Edgar Wright sem er í undirbúningi ) verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú í september. Um er að ræða barnvæna mynd um sanna ofurhetju með ofurkrafta eins og sjá má í stiklunni hér fyrir neðan: Myndin er dönsk og er byggð á… Lesa meira

Tvær á TIFF


Eins og við sögðum frá á dögunum þá verður mynd Ragnars Bragasonar, Málmhaus, heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september nk. Í nýrri tilkynningu kemur fram að Málmhaus sé ekki eina íslenska myndin sem verður í Toronto heldur hefur myndin This is Sanlitun eftir Róbert I. Douglas…

Eins og við sögðum frá á dögunum þá verður mynd Ragnars Bragasonar, Málmhaus, heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september nk. Í nýrri tilkynningu kemur fram að Málmhaus sé ekki eina íslenska myndin sem verður í Toronto heldur hefur myndin This is Sanlitun eftir Róbert I. Douglas… Lesa meira

Málmhaus heimsfrumsýnd á TIFF


Málmhaus, nýjasta kvikmynd Ragnars Bragasonar, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, sem hefst 5. september nk., að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Hátíðin er ein sú virtasta af þeim kvikmyndahátíðum sem haldnar eru árlega í heiminum og þykir mikill heiður fyrir kvikmyndagerðarmenn að vera boðið að sýna…

Málmhaus, nýjasta kvikmynd Ragnars Bragasonar, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, sem hefst 5. september nk., að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Hátíðin er ein sú virtasta af þeim kvikmyndahátíðum sem haldnar eru árlega í heiminum og þykir mikill heiður fyrir kvikmyndagerðarmenn að vera boðið að sýna… Lesa meira

André 3000 er Jimi Hendrix


Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto í Kanada, TIFF, hefst 5. september nk. og kynning á dagskránni er farin á fullt. Ein af þeim myndum sem sýndar verða á hátíðinni er ný ævisöguleg bíómynd um rokkgítarhetjuna Jimi Hendrix, All Is By My Side. Aðalhlutverkið, Hendrix sjálfan, leikur enginn annar en André Benjamin,…

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto í Kanada, TIFF, hefst 5. september nk. og kynning á dagskránni er farin á fullt. Ein af þeim myndum sem sýndar verða á hátíðinni er ný ævisöguleg bíómynd um rokkgítarhetjuna Jimi Hendrix, All Is By My Side. Aðalhlutverkið, Hendrix sjálfan, leikur enginn annar en André Benjamin,… Lesa meira

The Raid verður líklega endurgerð


Indónesíska myndin The Raid er varla komin af Toronto Film Festival, en nú þegar er Screen Gems í viðræðum um að hugsanlega endurgera myndina fyrir amerískan markað. Það vill nefninlega svo til að systurfyrirtæki Screen Gems, Sony Pictures Worldwide Acquisitions, nældi í sér í réttinn til að dreifa upprunalegu myndinni…

Indónesíska myndin The Raid er varla komin af Toronto Film Festival, en nú þegar er Screen Gems í viðræðum um að hugsanlega endurgera myndina fyrir amerískan markað. Það vill nefninlega svo til að systurfyrirtæki Screen Gems, Sony Pictures Worldwide Acquisitions, nældi í sér í réttinn til að dreifa upprunalegu myndinni… Lesa meira