Dönsk ofurhetjumynd um Maurastrák – Stikla

Ný ofurhetjumynd, Antboy ( ekki Ant-Man eftir Edgar Wright sem er í undirbúningi ) verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú í september. Um er að ræða barnvæna mynd um sanna ofurhetju með ofurkrafta eins og sjá má í stiklunni hér fyrir neðan:

Myndin er dönsk og er byggð á bókum Kenneth Bøgh Andersen og leikstýrt af Ask Hasselbalch.

antboy_01-620x312
Myndin fjallar um feiminn tólf ára gamlan strák sem verður ofurhetja eftir að hann er bitinn af maur.

antboy_03-620x312

 

Með helstu hlutverk fara Oscar Dietz, Nicolas Bro, Samuel Ting Graf og Amalie Kruse Jensen.

antboy_04-620x312 antboy_02-620x312