Vonarstræti og Sá önugi fá góðar viðtökur á TIFF

Íslendingar eiga sína fulltrúa á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú stendur yfir, en myndin Vonarstræti eftir Baldvin Z, sem heitir Life In a Fishbowl á ensku, var frumsýnd þar í fyrrakvöld. Auk þess er finnska myndin The Grump eftir Dome Karukoski sýnd á hátíðinni en framleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp, auk þess sem Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlistina í myndinni.

life-in-a-fishbowl

Eins og segir í frétt mbl.is af frumsýningunni á Vonarstræti þá var fullt út úr dyr­um í saln­um þar sem mynd­in var sýnd og mik­il stemn­ing í hús­inu. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Bald­vin Zoph­an­ías­son og aðalleik­ar­ar mynd­ar­inn­ar voru kölluð upp á svið til að svara spurn­ing­um áhorf­enda, og var þeim ekki sleppt af sviðinu fyrr en klukku­tíma síðar, eins og segir á mbl.is. Haft er eftir Þorsteini Bachmann einum aðalleikaranna, að áhorfendur hafi verið frábærir og þakklátir.

vonarstrætiÞónokkuð af dómum hafa birst um myndina og einn gagnrýnandi gengur svo langt að segja að það myndi ekki koma sér á óvart ef myndin yrði meðal tilnefndra mynda á Óskarsverðlaunahátíðinni og keppa þar um Óskar fyrir bestu erlendu mynd, og gefur myndinni 6.8 í einkunn af 10 mögulegum.

Annar gagnrýnandi segir að þetta sé mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og myndin ríghaldi í áhorfendur allt til enda.

Þá er einn gagnrýnandi heillaður af fegurð aðalleikkonunnar.

Hér, hér og hér má einnig lesa umfjallanir gagnrýnenda um myndina.

The Grump, eða Sá Önugi í lauslegri íslenskri þýðingu, sem gerð er eftir metsölubók Tuomas Kyro,  fjallar um nöldursegg sem heldur fast í fortíðina, þegar allt var betra en það er í dag. Þá voru bankamenn heiðarlegir, konur voru undirgefnar á heimilinu, bíll entist ævina út, og enginn var maður með mönnum nema eiga keðjusög.

grump

Gagnrýnandi The Screen Daily fer fögrum orðum um tónlist Hilmars Arnar í myndinni og segir að myndin sigri hjörtu fólks í lokin, þegar aðalpersónan kemst að því að heimurinn í dag er kannski ekki alslæmur.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan þar sem tónlist Hilmars Arnar hljómar undir: