Wikileaks myndin- nýtt plakat og myndir!

Wikileaksmyndin The Fifth Estate verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF,  í september nk. en myndin var að hluta til tekin upp hér á landi, og Íslendingar koma bæði við sögu sem leikarar og persónur í myndinni. Til dæmis leikur Egill Helgason fjölmiðlamaður í myndinni og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður er á meðal persóna í myndinni.

Nýtt plakat hefur verið birt fyrir myndina og má sjá það hér fyrir neðan:

fifth estate

Aðalhlutverk, hlutverk uppljóstrarans Julian Assange, leikur Benedict Cumberbatch, en aðrir leikarar eru Daniel Brühl, Anthony Mackie, David Thewlis, Alicia Vikander, Carice van Houten, Dan Stevens, Stanley Tucci, Laura Linney og Peter Capaldi.

Myndin sýnir, í gegnum augu Daniel Domscheit-Berg, eins af fyrstu stuðningsmönnum og samstarfsmönnum uppljóstrarans Julian Assange, uppljóstrunarsíðuna og samtökin Wikileaks á upphafsárunum og þar til hún fellur um koll eftir röð af umdeildum og áhrifamiklum upplýsingalekum. Vefsíðan varð fræg á augabragði, og aðstandendur sömuleiðis, en eftir því sem þeir urðu frægari um allan heim, þá varð Daniel sífellt vonsviknari með umdeildar aðferðir Julian og siðgæði. Vinslit voru yfirvofandi og hugmyndafræðilegur ágreiningur var til þess að þeir skildu að skiptum, en ekki áður en þeir umbyltu, hvort sem það var til góðs eða ills, flæði upplýsinga til fréttamiðla og til almennings um allan heim.

1078582-368193479976389-1109912971-o 1085101-368578529937884-880072494-o ass cumberbatch download (1) download (2) download (3) download

Bill Condon leikstýrði myndinni og handrit skrifaði Josh Singer.