McAdams leikur í Doctor Strange

Rachel McAdams hefur bæst við leikaraliðið í Doctor Strange sem Marvel er með í undirbúningi. Benedict Cumberbatch fer með aðalhlutverkið í myndinni. true-detectrive-rachel-mcadams

Hin kanadíska McAdams, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í The Notebook, tilkynnti um hlutverkið á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Áður hafði verið greint frá því að Tilda Swinton muni leika lærimeistara Strange í myndinni, The Ancient One og að Chiwetel Ejiofor leiki illmennið Baron Mordo.

Doctor Strange fjallar um taugaskurðlækni sem slasast illa á höndum í slysi. Í framhaldinu verður hann Sorcerer Supreme sem verndar jörðina gegn yfirnáttúrulegri hættu.

Tökur hefjast í nóvember og myndin er væntanleg í bíó haustið 2016.