Segir frammistöðu Depp hlægilega

Lögfræðingur glæpamannsins Whitey Bulger, sem Johnny Depp túlkar í Black Mass, segir að frammistaða leikarans í myndinni sé „hlægileg“. johnny depp

Eina hrósið sem lögfræðingurinn Hank Brennan getur gefið myndinni er að greint sé rétt frá nokkrum nöfnum.

Einnig segir hann bókina sem Black Mass er byggð á vera „hreina og klára fantasíu“.

Hvorki Depp né leikstjórinn Scott Cooper fengu að hitta Bulger áður en myndin var gerð, enda vill mafíósinn ekkert tengjast myndinni.

„Þeir gátu ekki haft staðreyndirnar á hreinu, þannig að þeir reyndu að ná í skottið á manninum. Þeir voru örvæntingafullir því þeir vildu gera myndina trúverðuga,“ sagði Brennan við AP-fréttastofuna.

„En Bulger hegðar sér ekki svona og hann talar ekki svona með því að hvísla eins og Gollum.“