Depp blindfullur á Hollywood Film Awards

18th Annual Hollywood Film Awards - ShowLeikarinn Johnny Depp líktist persónunni Jack Sparrow úr kvikmyndinni Pirates of The Caribbean í fasi fremur en virtum leikara þegar hann heiðraði umboðsmanninn Shep Gordon á kvikmyndaverðlaununum Hollywood Film Awards um helgina.

Depp var bæði þvoglumæltur og vaggandi þegar hann flutti litla ræðu um Gordon, en hann er umfjöllunarefni heimildarmyndarinnar Supermensch: The Legend of Shep Gordon í leikstjórn Mike Myers.

,,Þetta er bara eitt af þessum kvöldum,“ sagði Depp áður en brot úr myndinni var spilað.

Ekki fylgir sögunni hvort Depp hafi fengið sér romm áður en hann steig á svið, en hér að neðan má sjá ræðuna hjá Depp á verðlaununum.