Depp skoplegur í Mortdecai

Screen Shot 2014-08-12 at 8.52.52 PMLeikarinn Johnny Depp fer með titilhlutverkið í myndinni Mortdecai, en myndin fjallar um hinn skoplega listasafnara Charlie Mortdecai sem reynir að finna stolið listaverk. Sjálft listaverkið sem leitað er að kemst þó ekki í hálfvirði við nasistagullið sem listaverkið gefur vísbendingar um hvar sé að finna.

Með önnur hlutverk í myndinni fara m.a. Gwyneth Paltrow, Ewan McGregor og Olivia Munn. Mortdecai er byggð á samnefndum bókum eftir Kyril Bonfiglioli.

Ný stikla úr myndinni var frumsýnd á vef Apple í dag og má sjá hana með því að ýta hér. Stiklan er skopleg líkt og efnisviður myndarinnar og má sjá Depp skarta einu myndarlegasta yfirvaraskeggi fyrr og síðar.

Mortdecai verður frumsýnd 6. febrúar, 2015.