Pirates of the Caribbean 5 seinkað

Frumsýningu Pirates of the Caribbean 5 hefur verið frestað.  Myndin átti að koma út sumarið 2015 en frestast líklega um eitt ár, samkvæmt Hollywood Reporter.

pirates

Framleiðsla á myndinni á að hefjast  í haust, sem er seinkun á upphaflegri áætlun. Vonast er til að hún verði tilbúin til sýninga sumarið 2016.

Ástæðan fyrir seinkunni er sögð vandræði með handritið. Önnur Disney mynd, The Lone Ranger, gekk afar illa í miðasölunni í sumar og tapaðist þar mikill peningur hjá fyrirtækinu. Hugsanlega tengist seinkun Pirates of the Caribbean 5 þeim óförum líka.

Johnny Depp leikur sem fyrr aðalhlutverkið í myndinni. Leikstjórar verða Joachim Ronning og Espen Sandberg (Kon-Tiki). Jeff Nathanson er þessa dagana að skrifa uppkast að handritinu.