Stuttfréttir – Rey, Depp, Drakúla

Söngkonan Lana Del Rey, 27 ára, þekkt fyrir lögin Video Games og Young & Beautiful úr kvikmyndinni The Great Gatsby, ætlar að reyna fyrir sér sem leikkona í nýrri stuttmynd. Myndin heitir Tropico og leikstjóri er Anthony Mandler.

deppStórstjarnan Johnny Depp segir í nýju samtali við BBC sjónvarpsstöðina að hugsanlega sé ekki mjög langt í að hann hætti kvikmyndaleik. Hann segir einnig aðspurður að Tonto og Jack Sparrow séu svipaðir karakterar af því að hann leiki þá báða.

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur ungan A-Evrópumann sem var rænt í æsku og endar sem harðskeyttur leigumorðingi í Ottómanveldinu, í nýrri Hollywood mynd um Drakúla greifa. Leikstjóri er Gary Shore.

Von er á nýrri heimildarmynd um leik- og söngkonuna vinsælu Miley Cyrus. Myndin fylgir Cyrus eftir þegar hún er við gerð nýjustu plötu sinnar, og skyggnist jafnframt inn í einkalíf hennar. Myndin verður sýnd á MTV í haust.

John Travolta hefur áhuga á að leika illmenni í James Bond kvikmynd: „Ég myndi elska að leika þorpara í James Bond,“ segir Travolta við breska dagblaðið Daily Telegraph. „Ég á tvo uppáhalds Bonda: Sean Connery og Daniel Craig,“ bætir Travolta við.

Jennifer Aniston 44 ára, úr Vinum, liggur ekkert á að giftast kærastanum Justin Theroux. „Við viljum gera það þegar rétti tíminn kemur, og þetta er ekki í einhverju stressi, þegar enginn er að hlaupa í eða úr vinnu,“ sagði Aniston.