Depp berst við nasistapylsu

Fyrsta stikla úr nýju Johnny Depp og Kevin Smith myndinni Yoga Hosers er komin út, en Depp fer hér með hlutverk klaufalegs spæjara, sama hlutverk og hann lék í fyrstu mynd í True North trílógíu leikstjórans Kevin Smith, Tusk. 

Yoga Hosers er önnur mynd í þessari trílógíu Smith.

depp2

Í Tusk barðist spæjarinn við morðingja sem reyndi að búa til blending af manni og rostungi, en í Yoga Hosers berst hann við Bratzis – öðru nafni 30 sm háa kanadíska nasista Bratwurst pylsu, sem Smith sjálfur leikur.

Auk þeirra félaga þá fara dætur þeirra með aðalhlutverk, þær Lily-Rose Depp og Harley Quinn Smith. Aðrir helstu leikarar eru Austin Butler, Tyler Posey, Ralph Garman, Jennifer Schwalbach og Vanessa Paradis.

Myndin kemur í bíó 29. júlí í Bandaríkjunum.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: