Bláeygur Depp – Fyrsta stikla úr Black Mass!

Nokkuð er síðan bandaríski leikarinn Johnny Depp lék síðast bitastætt hlutverk í bíómynd, og síðustu myndir hans hafa mælst misjafnlega fyrir. Breyting gæti orðið þar á innan skamms, ef eitthvað er að marka ískalda stikluna úr hinni sannsögulegu Black Mass, sem er nýkomin út, en þar leikur Depp írska Boston – mafíósann stórhættulega Whitey Bulger, en eins og frægt er orðið átti íslensk kona þátt í að koma honum á bakvið lás og slá á endanum.

johnny depp

Myndin er næsta mynd leikstjórans Scott Cooper sem hann gerir á eftir myndinni Out of the Furnace. Depp er óneitanlega sérlega óhugnanlegur með ljósblá stingandi augu, og talandinn lætur manni renna kalt vatn á milli skinns og hörunds.

Myndin er sneisafull af flottum leikurum, eins og:  Joel Edgerton, Benedict Cumberbatch, Kevin Bacon, Dakota Johnson, Jesse Plemons, Corey Stoll, Rory Cochrane, Sienna Miller, og Adam Scott.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Söguþráður myndarinnar er eitthvað á þessa leið: Alríkislögreglumaðurinn John Connolly telur írska mafíósann James „Whitey“ Bulger á það á áttunda áratugnum í suður – Boston, að vinna með lögreglunni til að koma sameiginlegum óvini fyrir kattarnef: ítölsku mafíunni.

Myndin segir hina sönnu sögu af þessari samvinnu, sem fór úr böndunum, og varð til þess að Whitey slapp undan lögum og reglu, völd hans jukust, og hann varð einn miskunnarlausasti og valdamesti glæpamaðurinn í sögu Boston borgar.

black_mass_poster-620x349

Myndin kemur í bíó 18. september nk.