Salazar vill Sparrow – fyrsta kitla úr Dead Men Tell No Tales

Fyrsta sýnishornið úr Disney ævintýramyndinni sem margir bíða spenntir eftir, Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, er komin út. Sá sem er mest áberandi í drungalegri kitlunni er Javier Bardem í hlutverki erkióvinar Jack Sparrow, Captain Salazar, sem risið hefur úr sæ og leitar núna að Sparrow, sem Johnny Depp leikur. Depp er þó hvergi sjáanlegur í kitlunni.

Það vellur blóð eða tjara úr munni hans, sem gerir hann heldur ógeðslegan.

javier bardem

Leikstjórar myndarinnar eru Kon-Tiki Óskarstilnefndu leikstjórarnir norsku  Joachim Rønning og Espen Sandberg.

Aðrir helstu leikarar eru Golshifteh Farahani, Brenton Thwaites, Kaya Scodelario, Geoffrey Rush, Kevin McNally, Orlando Bloom og Paul McCartney.

Söguþráðurinn er þessi í aðalatriðum: Jack Sparrow skipstjóri á á brattann að sækja enn á ný þegar illvígir draugar, undir stjórn erkióvinar hans Salazar skipstjóra, sleppa úr þríhyrningi djöfulsins, ákveðnir í að drepa hvern einasta sjóræningja á sjó .. þar á meðal hann. Eina von Jack liggur í því að finna hinn goðsagnakennda þrífork Pósedons, en hann gefur þeim sem á heldur, algjör vald yfir úthöfunum.

Myndin kemur í bíó 26. maí nk.

Sjáðu sýnishornið og plakat þar fyrir neðan:

Pirates-of-the-Carribbean-5-poster-620x886