Líkir gagnrýni á The Lone Ranger við Fight Club

Rétt eins og leikstjórinn Quentin Tarantino þá hefur leikkonan Helena Bonham Carter komið The Lone Ranger til varnar

helena_bonham_cart_1522738cCarter lék Red Harrington í ævintýramyndinni, sem olli miklum vonbrigðum í miðasölunni og fékk slaka dóma víðast hvar.

„Ég hef lent í þessu áður,“ sagði Carter. „Allir hötuðu Fight Club þegar hún kom út.“

Hún bætti við: „Ég veit ekki alveg af hverju menn voru svona ósáttir við Lone Ranger. Það er margt frábært í þeirri mynd og hún er skemmtileg. Mér finnst fólk hafa litið á Johnny [Depp] eins og sjálfsagðan hlut.“

Depp og framleiðandinn Jerry Bruckheimer kenndu bandarískum gagnrýnendum um slæmt gengi myndarinnar þar í landi og sögðu fyrstu dómana hafa unnið mikinn skaða á henni.