Harðsoðin og ræðin séntilmenni

Hasskóngurinn Mickey Pearson (Matthew McConaughey) hefur komið sér upp miklu veldi í London og hefur selt varning sinn og forðast langan arm laganna við góðan orðstír meðal allra í undirheiminum. Nú vill hann selja ríkidæmi sitt hæstbjóðanda og njóta seinni hluta lífs síns í makindum ásamt konu sinni Rosalind (Michelle Dockery). Þá fer af stað […]

Faðir og sonur í ruglinu

Saga yngsta uppljóstrara í sögu Bandaríkjanna, Rick Wershe, sem var 14 ára þegar hann byrjaði að vinna fyrir alríkislögregluna FBI, er á leið í bíó hér á Íslandi þann 24. ágúst nk. Fyrsta stiklan úr myndinni, sem heitir White Boy Rick, er nýkomin út, en þar fáum við að kynnast þessari sönnu sögu, sem leikstjórinn […]

Ég drep með hjartanu – Fyrsta stikla úr The Dark Tower

Fyrsta stiklan úr Stephen King tryllinum The Dark Tower er komin út, og er full af ráðgátum og spennu. Miðað við það sem sýnt er í stiklunni þá eru til tveir heimar og ungur drengur fer yfir í hliðarheim og hittir þar byssumanninn dularfulla Roland Deschain sem Idris Elba leikur. Byssumaðurinn segir í stiklunni að hann […]

McConaughey skeggjaður uppreisnarbóndi – Fyrsta stikla!

The Hunger Games leikstjórinn Gary Ross fer á sögulegar slóðir í nýjustu mynd sinni, borgarastríðsdramanu Free State of Jones, en með aðalhlutverkið, hlutverk bónda í suðurríkjum Bandaríkjanna sem gerist uppreisnarmaður, fer Óskarsverðlaunaleikarinn Matthew McConaughey. Upphaflega átti myndin að koma út nú fljótlega eftir áramót, en frumsýningu hefur verið seinkað fram í maí, sem margir telja […]

Hollywood-stjörnur í hryllingsmyndum

Margar Hollywood-stjörnur hófu feril sinn í hryllingsmyndum þar sem þær þurftu að takast á við alls kyns morðingja og ófrýnilegar verur. Í tilefni af hrekkjavökunni er hér listi yfir fimm stjörnur sem áttu þátt í að fá hár kvikmyndaunnenda til að rísa í hinum ýmsu hryllingsmyndum: Johnny Depp – A Nightmare on Elm Street (1984) Fyrsta […]

Cruise tæklar Vísindakirkjuna í grínmyndbandi

Óskar Örn Arnarson hefur sent frá sér nýtt myndband á Youtube þar sem hann gerir góðlátlegt grín að Tom Cruise og nýju Mission Impossible-myndinni hans.  Vísindakirkjan, sem Cruise hefur aðhyllst, og sjónvarpsstöðin CNN koma þar við sögu. Óskar sló í gegn fyrr á árinu með myndbandi þar sem leikarinn Matthew McConaughey brást á tilfinningaríkan hátt við […]

Taka Gull í sumar

Námudramað Gold, eða Gull, með Matthew McConaughey í aðalhlutverkinu og með Syriana leikstjóranum Stephen Gaghan í leikstjórastólnum fer í tökur í júní nk. í New York, samkvæmt Variety kvikmyndaritinu. Myndin er eftir þá Patrick Massett og John Zinman og segir söguna af Bre-X Mineral Corp. námuhneykslinu árið 1983. McConaughey hefur fleiri járn í eldinum en […]

Grét þegar hann sá Interstellar

,,Ég grét þrisvar sinnum,“ sagði leikarinn Matthew McConaughey við tímaritið People eftir að hann var viðstaddur frumsýningu kvikmyndarinnar Interstellar í New York í gærkvöldi. Myndin hefur greinilega snert mikið við McConaughey, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, því hann sagðist einnig hafa oft tárast þegar á tökum stóð. Interstellar fjallar um ævintýri hóps könnuða sem notfæra […]

McConaughey ekki í XXL

Matthew McConaughey, aðalstjarna myndarinnar Magic Mike, þar sem hann lék Dallas, eiganda nektardansstaðar, ætlar ekki að mæta til leiks í mynd númer 2, Magic Mike XXL. Þetta kom fram í samtali IndieWire við leikstjóra myndarinnar, Greg Jacobs. Channing Tatum, sem einnig lék aðalhlutverk í myndinni, sagði fyrr á þessu ári að hann vænti þess að […]

McConaughey á vappi um Svínafellsjökul

Leikarinn Matthew McConaughey sést á vappi um Svínafellsjökul á plakati fyrir nýjustu kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan, Insterstellar. Hluti myndarinnar var tekinn upp á jöklinum fyrir ári síðan og var gönguleiðum við jökulinn t.am. lokað á tímabilinu 11. til 19. september, 2013. McConaughey leikur verkfræðing sem er beðinn um að taka þátt í geimferð þar sem ætlunarverkið […]

Fyrsta myndin úr 'The Sea of Trees'

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey fer með aðalhlutverkið ásamt japanska leikaranum Ken Watanabe í kvikmyndnni The Sea of Trees eftir Gus Van Sant. Myndin fjallar um tvo menn sem ferðast til Aokigahara-skógarins í Japan. Skógurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll staður fyrir fólk sem vill binda endi á eigið líf og er jafnan kallaður […]

Ferðast í gegnum ormagöng

Ný stikla úr nýjustu mynd Christopher Nolan, Interstellar, var sýnd í dag. Í stiklunni er farið mun ítarlegra í efni myndarinnar og fáum við að sjá brot úr ferðalagi geimfaranna í gegnum ormagöng í geimnum. Matthew McConaughey leikur verkfræðing sem er beðinn um að taka þátt í geimferð þar sem ætlunarverkið er að bjarga mannkyninu. Myndin skartar […]

Spjölluðu um Interstellar á Comic Con

Leikstjórinn Christopher Nolan og Matthew McConaughey skutu óvænt upp kollinum á ráðstefnunni Comic Con til að kynna mynd sína Interstellar. McConaughey leikur verkfræðing sem er beðinn um að taka þátt í geimferð þar sem ætlunarverkið er að bjarga mannkyninu. „Ég spjallaði við Christopher Nolan í þrjár klukkustundir og hann sagði ekki aukatekið orð um myndina. […]

Ný stikla úr Interstellar

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan, Interstellar, verður frumsýnd í nóvembær næstkomandi. Í dag var frumsýnd ný stikla úr myndinni. Í stiklunni fáum við að kynnast persónunni Cooper (McConaughey) betur og kemur í ljós að hann er lærður verkfræðingur og flugmaður. Á jörðinni er matur af skornum skammti og Cooper er sendur ásamt öðrum út í […]

Búinn að ákveða hvernig þakkarræðan byrjar

Bandaríski leikarinn Mathew McConaughey hefur undanfarið verið að hasla sér völl meðal þeirra bestu í geiranum og vann m.a. Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club á dögunum. Leikarinn hefur einnig farið á kostum ásamt Woody Harrelson í þáttunum True Detective. Jimmy Kimmel ræddi við leikarann í gærkvöldi og var sannfærður um að […]

McConaughey í kvikmynd um sjálfsmorð

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hefur verið staðfestur í nýjustu kvikmynd Gus Van Sant, Sea of Trees. Leikarinn heldur því áfram að hasla sér völl í þungum dramatískum hlutverkum. Myndin fjallar um tvo menn sem ferðast til Aokigahara-skógarins í Japan. Skógurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll staður fyrir fólk sem vill binda endi á eigið […]

McConaughey í sínu besta hlutverki

Nú gefst Íslendingum færi á að sjá hinn grindhoraða Matthew McConaughey í sínu besta hlutverki hingað til sem alnæmissjúklingurinn Ron Woodroof í kvikmyndinni Dallas Buyers Club. Myndin er tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna og fékk 2 Golden Globe verðlaun fyrir besta leikarann í aðalhlutverki (McConaughey) og besta leikarann í aukahlutverki (Jaret Leto). Kvikmyndin fjallar um Ron Woodroof, sem fær […]

Horaður McConaughey í Dallas Buyers Club

Fyrsta ljósmyndin hefur verið birt af Matthew McConaughey í hlutverki sínu í myndinni Dallas Buyers Club, en eins og frægt er orðið horaði McConaughey sig talsvert niður fyrir hlutverkið, svo mikið að margir höfðu áhyggjur af heilsufari leikarans. Leikstjóri myndarinnar er Jean-Marc Vallée. Myndin verður frumsýnd í almennum sýningum 6. desember nk. en fyrst verður […]

McConaughey í næstu mynd Nolan

Matthew McConaughey hefur staðfest að hann muni leika í næstu mynd Christopher Nolan, Interstellar. Í síðustu viku greindu fréttamiðlar frá því að McConaughey hefði verið boðið hlutverkið og nú er ljóst að hann verður með í myndinni. Interstellar er vísindaskáldsögumynd sem er undir áhrifum frá hugmyndum eðlisfræðingsins og sérfræðingsins í afstæðiskenningu Albert Einstein,  Kip S. […]

Strákar aðstoða flóttamann – Ný stikla úr Mud

Matthew McConaughey hefur verið að leika í fínum myndum undanfarið, þar á meðal The Lincoln Lawyer og Magic Mike. Næsta mynd hans heitir Mud og er eftir leikstjórann Jeff Nichols. Sjáðu stikluna hér að neðan sem var að koma út:   Mud fjallar um tvo 14 ára stráka, Ellis sem leikinn er af Tye Sheridan, […]

Nýtt augnakonfekt úr Magic Mike

50 nýjar stillur og nokkur alþjóðleg plaköt úr stripparamynd Steven Soderbergh, Magic Mike, voru að berast og ég lýg engu þegar ég segi að þetta er sannkallað augnakonfekt. Þið getið kíkt á hin plakötin hérna. Svo eru það stillurnar, heil 50 stykki! Það er ekkert verið að spara góðgætið, kíkið á nokkrar vel valdar hér […]

Wooderson snýr aftur eftir 19 ár

„That’s what I love about these high school girls, man. I get older, they stay the same age.“ Flestir kannast við þessa setningu og hlutverkið sem hjartaknúsarinn Matthew McConaughey fór með í unglingamyndinni Dazed and Confused eftir Richard Linklater árið 1993. Jafnvel þeir sem hafa ekki séð myndina kannast við hlutverkið og setninguna hans um […]