McConaughey ekki í XXL

Matthew McConaughey, aðalstjarna myndarinnar Magic Mike, þar sem hann lék Dallas, eiganda nektardansstaðar, ætlar ekki að mæta til leiks í mynd númer 2, Magic Mike XXL. Þetta kom fram í samtali IndieWire við leikstjóra myndarinnar, Greg Jacobs.

Oscars-McConaissance

Channing Tatum, sem einnig lék aðalhlutverk í myndinni, sagði fyrr á þessu ári að hann vænti þess að allir aðalleikararnir myndu snúa aftur, en svo fór þó ekki.

En hvað sem þessu líður þá kemur fram hjá Jacobs að myndin muni verða þónokkuð frábrugðin þeirri fyrstu: „Þetta er vegamynd, og, hún er ólík hinni á þann hátt að þú munt skilja það þegar þú sérð hana afhverju við ákváðum að gera framhald,“ sagði leikstjórinn. „Það mun enginn saka okkur um að gera sömu myndina tvisvar.“

Með hlutverk í myndinni fara Tatum, sem skrifar handritið ásamt Reid Carolin, Matt Bomer, Joe Manganiello og Kevin Nash. Ekki hefur borist staðfesting á endurkomu Alex Pettyfer.

Magic Mike XXL verður frumsýnd 3. júlí, 2015.