Ný stikla úr Interstellar

interstellar1Nýjasta kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan, Interstellar, verður frumsýnd í nóvembær næstkomandi. Í dag var frumsýnd ný stikla úr myndinni.

Í stiklunni fáum við að kynnast persónunni Cooper (McConaughey) betur og kemur í ljós að hann er lærður verkfræðingur og flugmaður. Á jörðinni er matur af skornum skammti og Cooper er sendur ásamt öðrum út í geim að finna nýtt heimili fyrir mannfólkið. Eins og segir í stiklunni þá fæddist mannkynið á jörðinni, en því var ekki ætlað að deyja hér.

Interstellar skartar stjörnum á borð við Matthew McConaughey, Anne Hathaway, Jessica Chastain, Michael Caine, Casey Affleck og Topher Grace. Myndin verður frumsýnd þann 7. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá nýjustu stikluna.