Bestu myndir síðustu 25 ára á Imdb.com

Kvikmyndavefurinn Imdb.com hefur tekið saman lista yfir bestu myndir síðustu 25 ára, eina fyrir hvert ár.  Á meðal mynda á listanum eru Django Unchained, Inception, The Dark Knight, Fight Club og The Shawshank Redemption. Tölvuforritarinn Col Needham stofnaði Imdb.com árið 1990, eða fyrir 25 árum. Í september síðastliðnum voru um 3,4 milljónir titla í gagnagrunni síðunnar (þar […]

Næsta mynd Nolan væntanleg 2017

Næsta kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan kemur út 21. júlí 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kvikmyndaverinu Warner Bros.  Ekki er greint frá því hvað myndin heitir eða um hvað hún fjallar. Nolan er þekktastur fyrir Batman-þríleikinn vinsæla. Einnig hefur hann gert myndir á borð við Inception og nú síðast, Interstellar. Orðrómur var uppi um að leikstjórinn […]

Vilja Interstellar í skólana

Vísindamenn vilja að kvikmyndin Interstellar eftir Christopher Nolan verði sýnd í háskólum vegna þess hve vel hún sýnir svarthol og ormagöng í geimnum. Myndin yrði mjög hjálpleg við kennslu í eðlisfræði, og myndi hjálpa kennurum að útskýra afstæðiskenninguna fyrir nemendum. Mikil vinna var lögð í að gera svarthol og ormagöng eins nálægt raunveruleikanum og hægt var með […]

Tónlist úr Interstellar á netið

Ferill Hans Zimmer í kvikmyndatónlist er einn sá glæsilegasti þó víðar væri leitað. Zimmer varð fyrst þekktur fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Rain Man, árið 1988 og var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir það verk. Eftir það fylgdu myndir á borð við Driving Miss Daisy, Thelma & Louise og The Power of One. Zimmer vakti seinna meir athygli Disney kvikmyndafyrirtækisins, […]

Tveir heimskir á toppnum

Gamanmyndin Dumb and Dumber To, með þeim Jim Carrey og Jeff Daniels í aðalhlutverkum, situr á toppi listans yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Tuttugu ár eru núna liðin frá því að hinir óborganlegu Lloyd Christmas og Harry Dunn skutu upp kollinum í einni vinsælustu grínmynd síns tíma. Í framhaldinu leggja Lloyd og Harry í enn […]

Sveppi áfram á toppnum

Fjórða myndin um Sveppa og félaga, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, hefur slegið rækilega í gegn hér á landi. Myndin heldur sér sem fastast á toppi listans yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins aðra vikuna í röð. Opnunarhelgi myndarinnar var sú stærsta á árinu 2014 og önnur stærsta opnunin heilt yfir á íslenskri kvikmynd. Kvikmyndin hlaut frábæra […]

Farðu sjálf/ur í ormagöng

Það er einfaldara en maður heldur að fara sjálfur í heimsókn til þeirrar fjarlægu ísplánetu sem söguhetjurnar í nýjustu mynd Christopher Nolan, Interstellar, fara til í gegnum ormagöng í geimnum. Nóg er að setjast upp í bíl og keyra í átt að Svínafellsjökli eins og CNN Travel bendir á í ítarlegri úttekt sinni á ekki […]

Útilokar ekki Interstellar framhald

Aðalstjarna geimmyndarinnar Interstellar, Matthew McConaughey, vill ekki útiloka að gert verði framhald af myndinni.   Í samtali við Sky News Entertainment Week, sagði Óskarsverðlaunahafinn: „Það er mögulegt, ég myndi auðvitað þurfa að skoða það náið eins og ég geri alltaf, þ.e. handrit, leikstjóri, osfrv., en það er möguleiki.“ Almennt var búist við að myndin yrði […]

Geimferðalögin heilla

Hin epíska geim-og tímaferðalagamynd Christopher Nolan, Interstellar, er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina samkvæmt bráðabirgðatölum. Næst á eftir henni kemur teiknimyndin Big Hero 6, en myndirnar munu líklega bítast um fyrsta sætið þegar tölur fyrir helgina alla verða teknar saman. Áætlaðar tekjur Interstellar eftir sýningar gærdagsins eru um 17 milljónir Bandaríkjadala en Big Hero […]

Grét þegar hann sá Interstellar

,,Ég grét þrisvar sinnum,“ sagði leikarinn Matthew McConaughey við tímaritið People eftir að hann var viðstaddur frumsýningu kvikmyndarinnar Interstellar í New York í gærkvöldi. Myndin hefur greinilega snert mikið við McConaughey, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, því hann sagðist einnig hafa oft tárast þegar á tökum stóð. Interstellar fjallar um ævintýri hóps könnuða sem notfæra […]

McConaughey á vappi um Svínafellsjökul

Leikarinn Matthew McConaughey sést á vappi um Svínafellsjökul á plakati fyrir nýjustu kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan, Insterstellar. Hluti myndarinnar var tekinn upp á jöklinum fyrir ári síðan og var gönguleiðum við jökulinn t.am. lokað á tímabilinu 11. til 19. september, 2013. McConaughey leikur verkfræðing sem er beðinn um að taka þátt í geimferð þar sem ætlunarverkið […]

Ferðast í gegnum ormagöng

Ný stikla úr nýjustu mynd Christopher Nolan, Interstellar, var sýnd í dag. Í stiklunni er farið mun ítarlegra í efni myndarinnar og fáum við að sjá brot úr ferðalagi geimfaranna í gegnum ormagöng í geimnum. Matthew McConaughey leikur verkfræðing sem er beðinn um að taka þátt í geimferð þar sem ætlunarverkið er að bjarga mannkyninu. Myndin skartar […]

Spjölluðu um Interstellar á Comic Con

Leikstjórinn Christopher Nolan og Matthew McConaughey skutu óvænt upp kollinum á ráðstefnunni Comic Con til að kynna mynd sína Interstellar. McConaughey leikur verkfræðing sem er beðinn um að taka þátt í geimferð þar sem ætlunarverkið er að bjarga mannkyninu. „Ég spjallaði við Christopher Nolan í þrjár klukkustundir og hann sagði ekki aukatekið orð um myndina. […]

Ný stikla úr Interstellar

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan, Interstellar, verður frumsýnd í nóvembær næstkomandi. Í dag var frumsýnd ný stikla úr myndinni. Í stiklunni fáum við að kynnast persónunni Cooper (McConaughey) betur og kemur í ljós að hann er lærður verkfræðingur og flugmaður. Á jörðinni er matur af skornum skammti og Cooper er sendur ásamt öðrum út í […]

Mannkyninu var ekki ætlað að deyja á jörðinni

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan, Interstellar, verður frumsýnd í nóvembær næstkomandi. Nýtt plakat fyrir myndina var opinberað í dag. Á plakatinu er lítill bóndabær lýstur upp af björtu ljósi sem leiðir upp í himinn. Undir stendur: „Mankind was born on earth. It was never meant to die here.“ eða á íslensku: „Mannkynið fæddist á jörðinni. […]

Nolan þögull sem gröfin

Leikstjórinn Christopher Nolan er frægur fyrir þagmælsku sína þegar kemur að kvikmyndum sem hann á eftir að frumsýna. Það mætti þó halda að hann myndi láta tónskáldið Hans Zimmer vita um hvað nýjasta mynd hans Interstellar snýst um, en svo er ekki. Í nýlegu viðtali við tímaritið GQ sagði Zimmer frá því að Nolan leyfði honum […]

Grátbólginn í fyrstu Interstellar stiklu

Fyrsta sýnishornið er komið út fyrir nýjustu mynd The Dark Knight leikstjórans Christopher Nolan, Interstellar. Um er að ræða kitlu sem byrjar eins og heimildarmynd um afrek mannanna í geimferðum, sem einn af aðalleikurum myndarinnar, Matthew McConaughey, talar yfir. Leikarinn birtist svo grátbólginn undir stýri á bíl undir lok kitlunnar. Myndin verður frumsýnd þann 7. […]

Stuttfréttir – 19. júlí 2013

Cate Blanchett, Christopher Harington og Djimon Hounsou hafa öll verið ráðin í hlutverk í teiknimyndinni How To Train Your Dragon 2. Hounsou leikur óþokkann Drago Bludvfist, Harrington leikur Dragon Prince, sem kallar sig mesta drekafangara í heimi, og Blanchett leikur Valka, sjálfskipaðan stríðsmann sem bjargar drekum úr prísund. Tom Hanks og Ron Howard, aðalstjarnan og […]

Christopher Nolan á Íslandi

Fréttatíminn sagði frá því í gær að kvikmyndagerðarmaðurinn Christopher Nolan, sem þekktur er fyrir Dark Knight seríuna, Inception, Memento, The Prestiege og fleiri góðar myndir, hafi verið staddur á Íslandi yfir páskana að skoða mögulega tökustaði fyrir næstu kvikmynd sína; Interstellar. Eins og bent er á í frétt Fréttatímans þá hefur Nolan góða reynslu af […]

McConaughey í næstu mynd Nolan

Matthew McConaughey hefur staðfest að hann muni leika í næstu mynd Christopher Nolan, Interstellar. Í síðustu viku greindu fréttamiðlar frá því að McConaughey hefði verið boðið hlutverkið og nú er ljóst að hann verður með í myndinni. Interstellar er vísindaskáldsögumynd sem er undir áhrifum frá hugmyndum eðlisfræðingsins og sérfræðingsins í afstæðiskenningu Albert Einstein,  Kip S. […]

Fer Nolan í ormagöngin?

Næsta leikstjórnarverkefni Christopher Nolan, leikstjóra Dark Knight þríleiksins, gæti orðið myndin Interstellar. Samkvæmt frétt The Hollywood Reporter er þarna um að ræða flókna og marglaga vísindaskáldsögu sem skrifuð er af bróður hans Jonathan Nolan ( hljómar eins og ekta verkefni sem Christopher Nolan gæti haft áhuga á ). Steven Spielberg hafði áður skoðað að gera […]