Útilokar ekki Interstellar framhald

Aðalstjarna geimmyndarinnar Interstellar, Matthew McConaughey, vill ekki útiloka að gert verði framhald af myndinni.

interstellar-chris-nolan-receiving-unexpected-reviews-interstellar

 

Í samtali við Sky News Entertainment Week, sagði Óskarsverðlaunahafinn: „Það er mögulegt, ég myndi auðvitað þurfa að skoða það náið eins og ég geri alltaf, þ.e. handrit, leikstjóri, osfrv., en það er möguleiki.“

Almennt var búist við að myndin yrði stök, þ.e. ekki sería, en McConaughey telur að það sé svigrúm til að halda áfram með söguna í myndinni: „Ég hef reynt að gera seríu áður – Sahara átti að verða sería, en við náðum ekki þeirri aðsókn sem við þurftum til að gera það – þannig að kannski er þetta myndin sem verður að seríu, sjáum til.“

Stikk: