Grét þegar hann sá Interstellar

,,Ég grét þrisvar sinnum,“ sagði leikarinn Matthew McConaughey við tímaritið People eftir að hann var viðstaddur frumsýningu kvikmyndarinnar Interstellar í New York í gærkvöldi.

Myndin hefur greinilega snert mikið við McConaughey, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, því hann sagðist einnig hafa oft tárast þegar á tökum stóð.

MATTHEW-MCCONAUGHEY

Interstellar fjallar um ævintýri hóps könnuða sem notfæra sér ormagöng í geimnum til að fara lengra en menn hafa nokkru sinni farið áður í geimferðum, og geta með því móti farið á milli stjörnukerfa.

,,Þótt þér sé sama um vísindin eða fjölskyldutengslin í myndinni þá er þess virði að sjá hana því þetta er tryllt ferðalag,“ sagði McConaughey að lokum.

Myndin er leikstýrð af Christopher Nolan sem áður hefur gert myndir á borð við The Dark Knight og Memento. Auk McConaughey þá skartar myndin einnig stjörnum á borð við Anne Hathaway, Jessica Chastain, Michael Caine, Casey Affleck og Topher Grace.

Interstellar verður frumsýnd á Íslandi þann 7. nóvember næstkomandi.