Vilja Interstellar í skólana

Vísindamenn vilja að kvikmyndin Interstellar eftir Christopher Nolan verði sýnd í háskólum vegna þess hve vel hún sýnir svarthol og ormagöng í geimnum. Myndin yrði mjög hjálpleg við kennslu í eðlisfræði, og myndi hjálpa kennurum að útskýra afstæðiskenninguna fyrir nemendum.

Mikil vinna var lögð í að gera svarthol og ormagöng eins nálægt raunveruleikanum og hægt var með nákvæmum útreikningum.

Frá þessu er sagt í Mail Online.

interstellar

Interstellar, með þeim Matthew McConaughey og Anne Hathaway, í stærstu hlutverkunum, vann til Óskarsverðlauna.

Interstellar fjallar um hóp geimfara sem ferðast í gegnum ormagöng í leit að nýjum heimkynnum fyrir mannkynið.

22EB276D00000578-0-image-a-2_1435120287439

Ormagöng eru „styttri leið“ í gegnum geimtíma, og geta fræðilega verið til, þó engin slík hafi enn verið uppgötvuð, samkvæmt frásögn Mail Online.

Ormagöng hafa í gegnum tíðina verið sýnd í vísindaskáldsagnakvikmyndum sem gátt inn í aðrar víddir í geimnum, þar sem geimskip fljúga inn í og birtast svo í öðru sól – eða stjörnukerfi.

Eðlisfræðingar sögðu fyrir um að ormagöngin í Interstellar skyldu frekar vera sýnd eins og risastór marmarakúla hangandi í geimnum.

Hér má lesa meira um málið.