Christopher Nolan á Íslandi

Fréttatíminn sagði frá því í gær að kvikmyndagerðarmaðurinn Christopher Nolan, sem þekktur er fyrir Dark Knight seríuna, Inception, Memento, The Prestiege og fleiri góðar myndir, hafi verið staddur á Íslandi yfir páskana að skoða mögulega tökustaði fyrir næstu kvikmynd sína; Interstellar.

Eins og bent er á í frétt Fréttatímans þá hefur Nolan góða reynslu af Íslandi eftir að hann tók hér upp atriði fyrir Batman Begins á Svínadalsjökli árið 2004.

Ef af þessu verður er enn á ný von á stórstjörnum hingað til lands, en bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hefur verið ráðinn í aðalhlutverkið í Interstellar.

„Já, Christopher Nolan var hérna á okkar vegum yfir páskana en meira get ég ekki sagt,“ segir Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm  í frétt Fréttatímans.

Interstellar er mynd byggð á vísindaskáldsögu og byggir hún á kenningum Kip Thorne um ormagöng sem bjóða upp á flakk í tíma og rúmi