Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Memento 2000

Frumsýnd: 27. apríl 2001

Some memories are best forgotten

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Við kynnumst manni af nafni Leonard sem er með heilaskaða sem gerir það að verkum að hann getur ekki myndað nýjar minningar og getur því aðeins reitt sig á skammtímaminni sitt. Í raun lifir hann lífi sínu í nokkurra mínútna ótengdum köflum sem hann verður að tengja saman með hjálpargögnum eins og Polaroid myndum og minnispunktum.

Aðalleikarar

Christopher Nolan er Snillingur!
Eftir að hafa séð nokkrar frábærar myndir eftir Christopher Nolan áður en ég sá þessa mynd, m.a. Batman myndirnar og The Prestige þá var ég á þeirri skoðun að Christopher Nolan væri góður leikstjóri, en nú er ég á þeirri skoðun að hann sé SNILLINGUR!

Það er eiginlega ekki hægt að segja frá söguþræði Memento nema það er hægt að segja að hún fjalli um manninn Leonard (Guy Pierce) sem að þjáist af skammtímaminni. Hann man allt um líf sitt þangað til að konunni hans var nauðgað og hún var drepin. Eftir það getur hann ekki myndað nýjar minningar og því er mjög erfitt fyrir hann að komast að því hver drap konuna hans. Hann fer að taka myndir og skrifa á miða til að muna hvað hann hefur komist að. En annað fólk getur haft áhrif á hann og hann veit ekki lengur hverju hann á að trúa og hvernig hann eigi að hefna konunnar sinnar.

Þessi mynd er algjör snilld, sagan er sögð í mjög skrítinni atburðarás sem veldur því að maður skilur ekkert hvað hefur beinlínis gerst fyrr en í enda myndarinnar.

Myndin er bæði í svarthvítu og lit til að undirstrika mismunandi frásagnir. Myndin heldur manni alveg giskandi og á tauginni allan tímann. Ég myndi alls ekki mæla með að fólk horfi á hana í nokkrum pörtum því það þarf að horfa á hana í heild og gefa sér góðan tíma til að pæla í henni.

Þetta er mynd sem að maður þarf að ræða lengi um þegar hún er búin og því er hún frábær til að horfa á með vinum. Eftir að hafa séð Memento get ég sagt að Christopher Nolan sé ein besti leikstjórinn í dag og get ég ekki beðið eftir að sjá nýja meistaraverkið hans, Inception!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Áhugaverð mynd
Myndin fjallar um Leonard sem er með skammtímaminni. Hann getur ekki búið til nýjar minningar og notar Polaroid-myndir og tattú til þess að lifa eðlilegu lifi. Meira ætla ég ekki að segja um myndina því þetta er mynd sem enginn ætti að spoila.

Leikararnir standa sig mjög vel og Guy Pearce sannfærir mann alveg um karakterin sinn og veikindi hans. Hann er virkilega góður í þessari mynd. Carrie-Anne Moss er líka mjög góð og Joe Pantoliano frekar viðkunnalegur sem Teddy. Svo eru nokkur önnur aukahlutverk sem standa sig ágætlega. En þá meina ég virkilega AUKAhlutverk því að þessa mynd er aðallega um Leonard og Joe + Carrie-Anne fá mun minni skjátíma. Svo er smá hliðarsaga: Remember Sammy Jenkis, sem er virkilega sterk og örugglega sterkasta hlið myndarinnar.

Útlitslega er myndin mjög flott og takan aldrei ljót eða of hrist eða eitthvað þannig. Christopher Nolan kunni strax að gera bíómyndir og gerir engin feilspor með þessari mynd.

Handritið er vel skrifað, engin samtöl eru þvinguð og flétturnar í sögunni er úthugsaðar og koma virkilega á óvart. Svo er hugmyndin að myndinni mjög fersk og skemmtileg.

Kannski ekki mynd sem þú horfir á árlega en ég hef séð hana 3-sinnum og hún er alltaf jafn skemmtileg en fyrsta skiptið er mjög mikið: VÁ.

10/10
Geðveik mynd, engir gallar og góðar frammistöður. Drífðu þig út á leigu og náðu í þessa ef þú hefur ekki séð hana áður. Vona svo sannarlega að Inception verður eitthvað í líkingu við þessa sem væri sjúkt!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er rosaleg. Ég rakst bara á hana á myndbandaleigu, og vissi svo sem ekki mikið um þessa mynd, en ákvað bara að skella mér á hana. Og var alls ekki fyrir vondbrigðum. Ég hef reyndar bara séð hana einusinni, og held ég að ég ætla ekki að sjá hana aftur í bráð, kannski eftir svona 20 ár. Og þeir sem hafa séð hana ættu nú að skilja af hverju, og þeir sem hafa ekki séð hana ættu endilega að taka hana og vita af hverju.

Myndin er leikstýrð af Christopher Nolan sem er núna að leikstýra nýju batman myndinni, batman begins. Mér langar nú ekki að segja neitt um hvað þessi mynd er aðalega út af því að það er ekki gaman að sjá þessa mynd og vita um hvað hún er.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Memento er frábær mynd sem segir söguna afturábak. Við kynnumst Leonard Shelby(Guy Pearce) sem leitar að banamanni konu sinnar. Lenny hefur hins vegar bara langtímaminni en ekkert skammtímaminni og því reynist þetta hægara sagt en gert. Guy Pearce leikur bara mjög vel, Shelby er dulur en djúpur karakter og maður heldur auðveldlega með honum auk þess að kunna mjög vel við hann. Carrie ann Moss og Joe Pantoliano eru einnig glimrandi góð og gjörsamlega jarða Matrix hlutverkin sín. Myndatakan er svöl og atburðarrásin mögnuð og það er ekkert að þessari mynd. Ég skelli fjórum stjörnum á Memento því hún á það svo sannarlega skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Memento er óvæntasta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð í bíó. Ég bjóst við einhverri meðalsmynd, en það sem kom var meistaraverk. Christopher Nolan skrifar pottþétt handrit sem gersist í öfugri röð, það er að segja að myndin byrjar á endanum og endar á byrjuninni. Guy Pearce úr L.A Confidential leikur bragðslega vel í myndinni. Carrie Ann-Moss er betri en í Matrix. Joe Pantoliano er að sjáls sögðu fastur í karakterleik en er alltaf jafngóður. Þó að persónur eru fáar í myndinni er myndin með skínandi vel skrifaðar fáar persónur. Það sem kom mér verulega á óvart með þessa mynd er að hún er gerð með aðeins 1 milljón dali. Sem er það minnsta sem ég hef heyrt um við gerð svona meistaraverks og sérstaklega þar sem leikararnir eru svona góðir. Memento er án efa á top tíu lista mínum við bestu myndum allra tíma. Pottþétt handrit, frábær leikstjórn, afbragðs leikur og Pantoliano gerir allt þessa mynd að meistaraverki!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2024

Oppenheimer: Hvellur og skellur brautryðjanda

Tómas Valgeirsson skrifar: “Now I Am Become Death, the Destroyer of Worlds” Þetta voru hin frægu orð J. Roberts Oppenheimer, oft kallaður ‘faðir atómsprengjunnar,’ en orðin koma úr trúartexta Hindúa. Lét han...

23.06.2020

Upphafsreiturinn sem borgaði sig: Á flugi í fimmtán ár

Það blasir fljótt við að Batman Begins er ekki ofurhetjumynd sem hefur verið tjaslað saman af nefnd eða færibandi, heldur er þetta saga frá fólki - þeim Nolan-bræðrum í þessu tilfelli - sem höfðu niðurneglda túlku...

20.06.2019

Kostar Tenet 28 milljarða króna?

Fyrstu kvikmyndirnar sem leikstjórinn Christoper Nolan bjó til kostuðu lítið fé á mælikvarða Hollywood. Following kostaði sex þúsund bandaríkjadali, eða 750 þúsund krónur, og Memento kostaði níu milljónir dala, eða jafnvirði um 1,1...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn