Væntanlegt í bíó

25. janúar 2017
Gamanmynd
Söguþráður Caroline er húsmóðir í París sem þarf að sjá um útför móður sinnar, en þær höfðu lítil samskipti haft síðustu árin. Móðirin bjó í litlu þorpi í Suður-Frakklandi og þar tekur á móti Caroline kona að nafni Pattie sem kann að segja margar sögur af samskiptum sínum við karlmenn. En þegar lík móður Caroline hverfur sporlaust kemur babb í bátinn.
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Paul Verhoeven
Söguþráður Myndin segir frá Michèle sem stýrir stóru fyrirtæki á sama hátt og einkalífinu: með engum vettlingatökum. Líf hennar tekur hins vegar skyndilegum breytingum þegar ókunnugur maður ræðst á hana á hennar eigin heimili. Michèle lætur ekki bugast, kemst að því hver árásarmaðurinn er og í kjölfarið upphefst undarlegur leikur á milli þeirra tveggja, leikur sem gæti endað með ósköpum.
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
DramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Philippe Faucon
Söguþráður Myndin segir frá Fatímu, sívinnandi einstæðri móður tveggja dætra, Souad, 15 ára unglings í uppreisnarhug og Nesrine, 18 ára, sem fer brátt að hefja nám í læknisfræði. Til að ná betur til dætra sinna ákveður Fatíma dag einn að byrja að skrifa þeim á arabísku allt það sem hún hefði viljað segja þeim á frönsku en hefur aldrei getað ...
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Catherine Corsini
Söguþráður Árið er 1971. Delphine er sveitastúlka sem fer til Parísar til að komast undan oki fjölskyldu sinnar og öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Carole er Parísardama sem ásamt Manuel tekur virkan þátt í upphafi femínistahreyfingarinnar. Þegar Delphine og Carole hittast kviknar ástin og líf þeirra tekur kollsteypu.
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
Drama
Leikstjórn Thomas Bidegain
Söguþráður Alain er máttarstólpi samfélagsins einhversstaðar á víðernum Austur-Frakklands. Hann dansar við Kelly, 16 ára dóttur sína, og kona hans og sonurinn Kid horfa hugfangin á. Seinna sama dag hverfur Kelly sporlaust. Fjölskyldan missir fótanna. Í kjölfarið fer Alain að leita dóttur sinnar og fórnar um leið öllu sem hann átti.
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
DramaSpennutryllirÆvintýramyndStríðsmyndRáðgáta
Leikstjórn Clément Cogitore
Söguþráður Árið er 2014 og við erum stödd í Afganistan. Antarès Bonassieu kapteinn og liðssveit hans eru við eftirlit í afskekktum dal í Wakhan, rétt við landamærin að Pakistan, þegar hermennirnir byrja að hverfa einn af öðrum á mjög dularfullan hátt. Þessi fyrsta mynd Cléments Cogitores í fullri lengd afhjúpar hæfileika hans til að blanda saman stríðsdrama, frumspekilegri íhugun og frábærri sögu. Algjör opinberun.
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
Drama
Leikstjórn Emmanuelle Bercot
Söguþráður Malony er sinn eiginn versti óvinur. Hann elst upp hjá ungri móður sinni sem er óábyrg, óstöðug og háð eiturlyfjum. Hann hefur komist í kast við bæði skólann og lögin síðan hann var sex ára gamall. En Florence Blaque, frá unglingadómstólnum, og kennari hans, Yann, eru sannfærð um að þau get bjargað honum frá sjálfum sér og ofbeldishneigðum háttum sínum.
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Laurent Tirard
Söguþráður Diane er falleg og aðlaðandi kona. Hún er stjörnulögfræðingur, glaðlynd og hefur að geyma mikinn og geislandi persónuleika. Nú þegar óhamingjusamt hjónaband hennar er að baki hefur hún bæði tíma og pláss í sínu lífi til að hitta þann eina rétta. Það virðist ætla að ganga erfiðlega, allt þar til hún fær símtal fá Alexandre nokkrum en hann fann farsímann hennar. Á meðan á símtalinu stendur þá gerist eitthvað mjög sérstakt. Alexandre er kurteis, skemmtilegur, menningarlega sinnaður ... og hann heillar Diane upp úr skónum. Í kjölfarið ákveða þau að hittast. En stefnumótið fer á annan veg en ætlað var ...
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
GamanmyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Thomas Salvador
Söguþráður Vincent er rólegur maður sem býr yfir þeim hæfileikum að styrkur hans og viðbrögð tífaldast í vatni. Hann flytur á svæði þar sem mikið er af vötnum og ám til að geta notið þessara hæfileika í ró og næði. Þegar hann hittir Lucie opinberar hann hins vegar hvað hann getur gert og líf hans gjörbreytist.
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Philippe Falardeau
Söguþráður Ungur hugsjónamaður frá Haítí fer til dreifbýlisins í Quebec í Kanada í starfsnám hjá þingmanni, þegar allt fer á suðupunkt í stjórnmálunum.
Útgefin: 25. janúar 2017
25. janúar 2017
ÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Leó er ellefu ára og býr yfir undraverðum kröftum. Hann aðstoðar hér hreyfihamlaða lögreglumanninn Alex í baráttu gegn hættulegum glæpamanni sem ætlar að leggja New York borg undir sig með tölvuveiru, en þeir hafa einungis 24 tíma til stefnu!
Útgefin: 25. janúar 2017
27. janúar 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Söguþráður Kevin er maður sem haldin er alvarlegri persónuleikaröskun en innra með honum búa a.m.k. 23 mismunandi persónur sem koma fram þegar þeim hentar. Þegar ein af þessum persónum rænir þremur stúlkum og lokar þær inni hefst atburðarás sem enginn getur getið sér til um hvernig fer – né hvernig hún endar!
Útgefin: 27. janúar 2017
27. janúar 2017
GamanmyndRómantískDramaSöngleikur
Leikstjórn Damien Chazelle
Söguþráður Sagan er um þau Miu og Sebastian sem eru bæði komin til Los Angeles (La La lands) til að láta drauma sína rætast, hún sem leikkona og hann sem píanóleikari. Þau hittast fyrir tilviljun þegar þau eru bæði í ströggli en fljótlega eftir það byrjar samband þeirra að þróast upp í einlægan vinskap og ást sem á eftir að breyta öllu.
Útgefin: 27. janúar 2017
27. janúar 2017
RómantískDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Juho Kuosmanen
Söguþráður Myndin gerist árið 1962 og fjallar um nokkrar vikur í lífi hins þekkta finnska atvinnuboxara, og fyrrum Evrópumeistara í fjaðurvigt, Olli Mäki, á meðan hann býr sig undir að keppa um heimsmeistaratitilinn við Davey Moore. Nú þarf Olli bara að létta sig og halda einbeitingunni. En eitt stendur í veginum: hann er orðinn ástfanginn af Raiju.
Útgefin: 27. janúar 2017
3. febrúar 2017
DramaHrollvekja
Söguþráður Ung kona fer að fá áhyggur af kærasta sínum þegar hann fer að kanna dimma neðanjarðarmenningu sem tengist dularfullu myndbandi, en sagt er að sá sem horfi á það deyji sjö dögum eftir áhorfið. Hún fórnar sjálfri sér fyrir kærastann, en gerir um leið hrollvekjandi uppgötvun: það er "kvikmynd innan kvikmyndar" sem enginn var búinn að uppgötva áður.
Útgefin: 3. febrúar 2017
3. febrúar 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Stacy Title
Söguþráður Þegar þrír framhaldsskólanemar flytja inn í gamalt hús fyrir utan skólasvæðið, þá leysa þeir óafvitandi úr læðingi dularfulla og hryllilega veru sem kallast The Bye Bye Man, sem kemur þegar kallað er á hann. Vinirnir verða að reyna að bjarga hverjum öðrum á sama tíma og þeir reyna að halda tilvist hans leyndri, til að fleiri deyji ekki.
Útgefin: 3. febrúar 2017
3. febrúar 2017
GamanmyndDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Lasse Hallström
Söguþráður Hundur reynir að finna tilgang með lífinu, í gegnum nokkur æviskeið og nokkra eigendur.
Útgefin: 3. febrúar 2017
10. febrúar 2017
RómantískDrama
Leikstjórn James Foley
Söguþráður Christian berst við innri djöfla, en Anastasia þarf að takast á við reiði og afbrýðisemi gagnvart konunum sem hann var með á undan henni.
Útgefin: 10. febrúar 2017
10. febrúar 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Chad Stahelski
Söguþráður Áframhaldandi ævintýri leigumorðingjans fyrrverandi John Wick.
Útgefin: 10. febrúar 2017
10. febrúar 2017
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris McKay
Söguþráður Það er ekki nóg með að Bruce Wayne þurfi að kljást við glæpamennina í Gotham borg, heldur þarf hann að ala upp dreng sem hann hefur ættleitt.
Útgefin: 10. febrúar 2017
10. febrúar 2017
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Ang Lee
Söguþráður Hinn 19 ára gamli Billy Lynn kemur heim til Bandaríkjanna ásamt herdeild sinni, Bravo Squad, til að fara í sigurferð, eftir erfiða reynslu í Íraksstríðinu. Með endurliti í leiftursýn aftur í tímann fáum við að sjá hvað gerðist í herdeild hans í raun og veru, sem er andstætt því sem flestir ímynda sér.
Útgefin: 10. febrúar 2017
17. febrúar 2017
DramaSpennutryllir
Söguþráður Saga inni í sögu, þar sem fyrir parturinn segir frá konu að nafni Susan sem fær sent handrit að bók frá fyrri eiginmanni sínum, manni sem hún skildi við 20 árum fyrr, sem spyr um álit. Seinni hlutinn segir frá handritinu sjálfu, sem kallast Nocturnal Animals, sem fjallar um frí sem fjölsylda er í, sem gerist ofbeldisfullt og lífshættulegt. Einnig er áfram sögð saga Susan, en hún horfir til baka og rifjar upp drungalega hluti um sjálfa sig.
Útgefin: 17. febrúar 2017
17. febrúar 2017
Drama
Leikstjórn Danny Boyle
Söguþráður Mark Renton snýr aftur til þess eina staðar sem hann getur kallað heimili sitt. Þar bíða þeir eftir honum þeir Spud, Sick Boy og Begbie. Aðrir gamlir vinir eru þarna líka, eins og: Sorg, missir, gleði, hefnd, hatur, vinátta, ást, ótti, eftirsjá, dóp, sjálfseyðingarhvöt og bráð lífshætta.
Útgefin: 17. febrúar 2017
17. febrúar 2017
DramaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Stephen Gaghan
Söguþráður Óvenjulegt tvíeyki fer í frumskóga Indónesíu í leit að gulli.
Útgefin: 17. febrúar 2017
17. febrúar 2017
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Gore Verbinski
Söguþráður Metnaðarfullur ungur stjórnandi er sendur til svissnesku Alpanna til að endurheimta forstjóra fyrirtækisins úr höndum dularfulls meðferðarhælis. Hann fer fljótt að gruna að kraftaverkameðferðir hælisins séu ekki allar þar sem þær eru séðar. Þegar hann fer að fletta ofan af hrikalegum leyndarmálum, þá reynir á geðheilsu hans, og ekki batnar það þegar hann er greindur með sama sjúkdóm og þann sem allir á hælinu eru að leita sér lækninga við.
Útgefin: 17. febrúar 2017
17. febrúar 2017
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Steven Quale
Söguþráður Teymi sérsveitarmanna finnur fjársjóð í bosnísku stöðuvatni.
Útgefin: 17. febrúar 2017
17. febrúar 2017
GamanmyndÆvintýramynd
Söguþráður Framhald myndarinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Myndin segir sögu Gamlingjans í endurliti aftur í tímann. Hann fer í ferðalag um alla Evrópu í leit að rússneskri gosdrykkjauppskrift sem hann týndi snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Til allrar óhamingju er hann ekki sá eini sem leitar hennar.
Útgefin: 17. febrúar 2017
24. febrúar 2017
RómantískDramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peter Chelsom
Söguþráður Geimskip fer af stað í fyrstu ferðina þar sem markmiðið er að nema land á Mars, en eftir flugtak komast menn að því að einn geimfarinn er ófrískur. Stuttu eftir lendingu, þá deyr geimfarinn af barnsförum, en barnið lifir og verður fyrsta mannveran sem fæðist á plánetunni - en faðirinn er ókunnur. Þannig hefst ótrúlegt líf Gardner Elliot, forvitins og vel gefins drengs, en um það leiti sem hann verður 16 ára hefur hann einungis umgengist 14 manns alla sína ævi. Hann er forvitinn um föður sinn og heimaplánetu sína, og byrjar í netsambandi með stelpu frá Colorado, sem heitir Tulsa. Þegar hann kemst loksins til Jarðar, þá vill hann upplifa allt sem Jörðin hefur upp á að bjóða og hann gat aðeins lesið um á Mars. En þegar hann er kominn til Jarðar sjá vísindamenn að líffæri hans eru ekki hæf til að starfa á Jörðinni. Gardner er mjög ákveðinn í að finna föður sinn og flýr frá vísindamönnum og fer með Tulsa í ferð til að finna föður sinn, og finna sinn stað í heiminum.
Útgefin: 24. febrúar 2017
24. febrúar 2017
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Greg Mottola
Söguþráður Hjón í úthverfi flækjast inn í alþjóðlegt njósnamál, þegar þau uppgötva að ofurvenjulegir nágrannar þeirra eru í raun njósnarar.
Útgefin: 24. febrúar 2017
24. febrúar 2017
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Eran Creevy
Söguþráður Í þeim tilgangi að geta greitt fyrir neyðar-læknisaðgerð fyrir kærustu sína erlendis, þá ætlar Casey að ræna eiturlyfjum fyrir sérvitran glæpamann. Eftir að ránið misheppnast, þá lendir hann í miklu kapphlaupi við tímann um gervalla Evrópu, á flótta undan dópsölunum sem hann var að vinna fyrir, til að bjarga lífi unnustunnar.
Útgefin: 24. febrúar 2017
24. febrúar 2017
Drama
Leikstjórn Kenneth Lonergan
Söguþráður Frændi neyðist til að taka að sér ungan frænda sinn eftir að faðir hans deyr.
Útgefin: 24. febrúar 2017
24. febrúar 2017
HrollvekjaVestriVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Nikolaj Arcel
Söguþráður Byssumaðurinn Roland Deschain leitar að myrka turninum í villta vestrinu, og vonar að ef hann finni hann, þá muni hann bjarga heiminum sem er á heljarþröm.
Útgefin: 24. febrúar 2017
24. febrúar 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Richie Keen
Söguþráður Þegar kennari kemur því til leiðar að samkennari hans er rekinn, þá er skorað á hann í slag eftir skóla.
Útgefin: 24. febrúar 2017
3. mars 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Mangold
Söguþráður Wolverine er búinn að eldast, heilsu hans hefur hrakað, hann býr við stöðuga verki, og á við drykkjuvandamál að stríða.Í nálægri framtíð, þá er þreytulegur Logan að annast Professor x, sem er orðinn aldraður og veikur og er í felum við mexíkósku landamærin við Bandaríkin. En tilraunir Logan til að fela sig og Professor X fyrir umheiminum, fara út um þúfur þegar ungur stökkbreyttur kemur, en dimm og drungaleg öfl veita honum eftirför.
Útgefin: 3. mars 2017
3. mars 2017
SpennumyndDramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Luis Prieto
Söguþráður Móðir gerir allt hvað hún getur til að bjarga syni sínum sem hefur verið rænt.
Útgefin: 3. mars 2017
3. mars 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Justin Chadwick
Söguþráður Listamaður verður ástfanginn af ungri giftri konu, þegar hann er að mála af henni mynd eftir pöntun, þegar túlipanabólan reið yfir Amsterdam á 17. öldinni. Þau ákveða að taka þátt í túlipanaviðskiptunum til að safna fé til að geta stungið af saman.
Útgefin: 3. mars 2017
3. mars 2017
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Ash Brannon
Söguþráður Þegar útvarp dettur ofanaf himnum og beint í hendurnar á hinum undrandi tíbetska Mastiff risahundi, þá ákveður hann að freista gæfunnar og reyna að verða tónlistarmaður ( hundur ), sem hrindir af stað ýmsum óvæntum atburðum.
Útgefin: 3. mars 2017
3. mars 2017
Heimildarmynd
Leikstjórn Luc Jacquet
Söguþráður
Útgefin: 3. mars 2017
3. mars 2017
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Eric Summer, Éric Warin
Söguþráður Munaðarlausa stúlku dreymir um að verða ballettdansmær og flýr úr sveitinni í Bretlandi til Parísar, þar sem hún villir á sér heimildir og kemst að sem nemandi við Óperuhúsið.
Útgefin: 3. mars 2017
10. mars 2017
GamanmyndRómantískÍslensk mynd
Söguþráður Myndin fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langvarandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju, og hún flytur inn.
Útgefin: 10. mars 2017
10. mars 2017
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jordan Vogt-Roberts
Söguþráður Myndin fjallar um uppruna risaapans King Kong.
Útgefin: 10. mars 2017
10. mars 2017
DramaSöguleg
Leikstjórn Theodore Melfi
Söguþráður Hópur þriggja blökkukvenna, þekktar sem "mannlegu tölvurnar", útvegar geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, mikilvæg stærðfræðigögn, til að ljúka fyrstu geimferðaráætluninni.
Útgefin: 10. mars 2017
17. mars 2017
RómantískÆvintýramyndSöngleikur
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Kvikmyndagerð af sígildu ævintýri um prins í líki skrímslis og unga konu sem verða ástfangin.
Útgefin: 17. mars 2017
17. mars 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Edgar Wright
Söguþráður Eftir að hafa verið neydd til að vinna fyrir glæpaforingja, þá tekur ungur flóttabílstjóri þátt í ráni sem er dæmt til að mistakast.
Útgefin: 17. mars 2017
24. mars 2017
24. mars 2017
SpennumyndGamanmyndDrama
Leikstjórn Dax Shepard
Söguþráður Ævintýri tveggja mótorhjólalögreglumanna í Los Angeles, þeirra Francis "Ponch" Poncherello og Jon Baker. Þeir stöðva menn sem aka of hratt og bílaþjófa, hjálpa ökumönnum í vanda, aðstoða sjúkraflutningamenn, og rannsaka glæpi.
Útgefin: 24. mars 2017
31. mars 2017
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kelly Asbury
Söguþráður Hér fara Strympa og bræður hennar inn í töfraskóginn til að reyna að finna Strumpaþorpið áður en óvinur þeirra, Kjartan galdrakarl, finnur þorpið. Á leiðinni þá uppgötva þau ýmsa leyndardóma.
Útgefin: 31. mars 2017
31. mars 2017
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Warren Beatty
Söguþráður Óvenjuleg saga efnilegrar leikkonu og bílstjóra hennar, og sérviturs milljarðamærings sem þau vinna fyrir.
Útgefin: 31. mars 2017
31. mars 2017
SpennumyndDramaGlæpamyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rupert Sanders
Söguþráður Majo er sérsveitarmaður og manngervingur ( Cyborg - að hluta maður og að hluta vél ), og er í forystu fyrir sérsveitina Section 9. Sveitin, sem starfar fyrir Hanka Robotics, hefur það hlutverk að stöðva hættulega glæpamenn og öfgahópa. Í myndinni þá er aðal skotmark þeirra Kuze, sem Michael Pitt leikur, hryðjuverkamaður sem ætlar sér að gereyða allri vélmennatækni Hanka.
Útgefin: 31. mars 2017
7. apríl 2017
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýji geðlæknirinn í bænum inní rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei.
Útgefin: 7. apríl 2017
14. apríl 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn F. Gary Gray
Söguþráður Söguþráður er enn á huldu.
Útgefin: 14. apríl 2017
14. apríl 2017
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tom McGrath
Söguþráður Barn í jakkafötum með skjalatösku vinnur að því ásamt sjö ára gömlum bróður sínum, að stöðva illar fyrirætlanir forstjóra Puppy Co.
Útgefin: 14. apríl 2017
21. apríl 2017
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Zach Braff
Söguþráður Endurgerð myndar frá 1979. Þrír eldri borgarar, sem skrimta á eftirlaununum, og neyðast jafnvel stundum til að borða hundamat, ákveða að nú sé nóg komið. Þeir ákveða því að ræna banka ... en vandamálið er, að þeir kunna ekki einu sinni að halda á byssu!
Útgefin: 21. apríl 2017
28. apríl 2017
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Gunn
Söguþráður Í myndinni halda útverðir alheimsins áfram að ferðast um alheiminn. Þau þurfa að passa upp á hópinn, og leysa ráðgátuna um foreldra Peter Quill. Gamlir óvinir verða bandamenn, og þekktar persónur úr teiknimyndaheimi Marvel koma hetjunum til bjargar.
Útgefin: 28. apríl 2017
28. apríl 2017
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Ponsoldt
Söguþráður Kona fær starf hjá stóru tæknifyrirtæki sem kallast Circle, en þar byrjar hún í sambandi með dularfullum manni.
Útgefin: 28. apríl 2017
12. maí 2017
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Daniel Espinosa
Söguþráður Við fylgjumst með því þegar geimfarar í leiðangri til plánetunnar Mars uppgötva í fyrsta sinn líf utan Jarðar. Lífveran er ósköp krúttleg og sæt í fyrstu, en er svo sannarlga ekki öll þar sem hún er séð.
Útgefin: 12. maí 2017
12. maí 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Seth Gordon
Söguþráður Baywatch fjallar um metnaðarfullan strandvörð, Mitch Buchannon, sem Johnson leikur ( sem Hasselhoff lék í þáttunum ) sem lendir upp á kant við nýliðann Matt Brody, sem Efron leikur. Þeir neyðast þó til að starfa saman til að koma í veg fyrir samsæri sem ógnar lífinu á ströndinni.
Útgefin: 12. maí 2017
12. maí 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Jonathan Levine
Söguþráður Þegar kærastinn segir henni upp, þá ákveður Emily að fara með móður sinni, sem er ofur varkár, í ævintýralegt frí til Ecuador. Það endar ekki betur en svo að þeim er rænt. Það hefur hinsvegar góð áhrif á samband þeirra og þær bindast fyrir vikið traustari böndum við það að reyna að losna úr prísundinni í frumskóginum.
Útgefin: 12. maí 2017
17. maí 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn David F. Sandberg
Söguþráður Annabelle 2 fjallar um manninn sem bjó dúkkuna til. 20 árum eftir að dóttir þeirra dó á sviplegan hátt, þá tekur þessi laghenti maður og sorgbitin eiginkona hans, á móti nokkrum gestum í heimsókn; nunnu og hópi stúlkna úr munaðarleysingjahæli sem þurfti að loka. En til allrar óhamingju fyrir gestina þá er dúkkan ekkert allt of hress með þennan félagsskap.
Útgefin: 17. maí 2017
26. maí 2017
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Söguþráður Jack Sparrow skipstjóri á á brattann að sækja enn á ný þegar illvígir draugar, undir stjórn erkióvinar hans Salazar skipstjóra, sleppa úr þríhyrningi djöfulsins, ákveðnir í að drepa hvern einasta sjóræningja á sjó .. þar á meðal hann. Eina von Jack liggur í því að finna hinn goðsagnakennda þrífork Pósedons, en hann gefur þeim sem á heldur, algjör vald yfir úthöfunum.
Útgefin: 26. maí 2017
2. júní 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Patty Jenkins
Söguþráður Amazon prinsessan og stríðsmaðurinn Diana fer frá paradísareyju sinni og sest að í borg. Hún er þjálfuð í anda grískra stríðsmanna, og býr yfir ótrúlegum hæfileikum sem Gyðjan á eyjunni færði henni, og verður sendiherra Paradísareyjunnar í siðmenningunni.
Útgefin: 2. júní 2017
2. júní 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Joe Carnahan
Söguþráður
Útgefin: 2. júní 2017
9. júní 2017
SpennumyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Alex Kurtzman
Söguþráður Þó að hún hafi verið kirfilega jörðuð í grafhvelfingu djúpt í iðrum eyðimerkurinnar, þá vaknar forn drottning, sem var svipt örlögum sínum á óréttlátan hátt, upp í nútímanum, og með henni fylgir gríðarleg reiði og vond orka, sem safnast hefur upp þessi árhundruð sem hún hefur legið í gröf sinni. Frá söndum Mið-austurlanda í gegnum falin völundarhús undir Lundúnaborg nútímans, þá er hér á ferðinni óvænt spenna, undur og óvæntir hlutir, í hugvitsamlegri nýrri útgáfu, sem gerist í nýjum heimi guða og skrímsla.
Útgefin: 9. júní 2017
9. júní 2017
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn David Fincher
Söguþráður
Útgefin: 9. júní 2017
16. júní 2017
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthew Vaughn
Söguþráður Framhald Kingsman: The Secret Service frá árinu 2014
Útgefin: 16. júní 2017
23. júní 2017
GamanmyndDrama
Leikstjórn Lucia Aniello
Söguþráður Karlkyns nektardansari deyr í heimahúsi við ströndina í Miami, þegar gæsapartý stendur yfir.
Útgefin: 23. júní 2017
30. júní 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Andrew J. Cohen
Söguþráður Faðir sannfærir vin sinn um að stofna ólöglegt spilavíti í kjallaranum eftir að hann og eiginkona hans eyða háskólasjóði dóttur sinnar.
Útgefin: 30. júní 2017
30. júní 2017
SpennumyndÆvintýramynd
Söguþráður Afkomandi landkönnuðarins Sir Francis Drake, fjársjóðsleitarmaðurinn Nathan Drake, telur sig hafa fundið Suður - amerísku gullborgina El Dorado. Þegar annar fjársjóðsleitarmaður kemst á snoðir um þetta þá harðnar samkeppnin.
Útgefin: 30. júní 2017
14. júlí; 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Matt Reeves
Söguþráður Í War for the Planet of the Apes, þriðja kaflanum í hinni vinsælu Apaplánetu seríu, þá neyðast Caesar og aparnir til að fara í blóðugt stríð við her manna, undir stjórn hins miskunnarlausa Colonel. Þegar aparnir verða fyrir gríðarlegu “mann”falli, þá á Caesar í innri glímu við myrka hlið eðlis síns og byrjar að leita að leið til að hefna þeirra sem féllu. Að lokum liggja leiðir þeirra Caesar og Colonel saman, og úr verður sögulegur bardagi sem mun ákvarða örlög kynþáttanna og framtíð plánetunnar.
Útgefin: 14. júlí 2017
21. júlí; 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Luc Besson
Söguþráður Myndin fjallar um Valerian og Laureline, sem Cara Delevingne leikur, en þau eru sérstakir útsendarar nýlendna manna sem eru hlutar af kerfi sem passar upp á reglu í stjörnukerfinu. Þau eru send af yfirmanni sínum, Filitt, sem Clive Owen leikur, til hinnar gríðarstóru borgar Alpha, þar sem búa þúsundir mismunandi tegundir af geimverum alls staðar að úr alheiminum. Þó að allt sé gott á yfirborðinu þá eru ill öfl skammt undan, sem stofna mannkyni öllu í hættu.
Útgefin: 21. júlí 2017
21. júlí; 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jon Watts
Söguþráður Myndin segir frá miðskólaárum Peter Parker.
Útgefin: 21. júlí 2017
21. júlí; 2017
SpennumyndDramaSpennutryllirStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Myndin fjallar um Operation Dynamo árið 1940, þegar næstum 340 þúsund hermenn bandamanna voru frelsaðir úr sjálfheldu Nasista.
Útgefin: 21. júlí 2017
4. ágúst 2017
SpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Í myndinni fylgjumst við með geimskipinu Covenant sem er á leiðinni til fjarlægrar plánetu. Þegar þangað er komið þá finna þau David einn og yfirgefinn, en einnig hinar ófrýnilegu Xenomorph geimverur.
Útgefin: 4. ágúst 2017
4. ágúst 2017
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Í myndinni verður haldið áfram með söguna sem sögð var í upprunalegu myndinni frá árinu 1995
Útgefin: 4. ágúst 2017
18. ágúst 2017
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Anthony Leondis
Leikarar: T.J. Miller
Söguþráður Mynd um broskallana.
Útgefin: 18. ágúst 2017
25. ágúst 2017
SpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Doug Liman
Söguþráður Cruise leikur Barry Seal í myndinni, bandarískan flugmann sem vann fyrir kólumbíska eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar, áður en hann varð síðan njósnari fyrir fíkniefnalögregluna.
Útgefin: 25. ágúst 2017
1. september 2017
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Samtímasaga úr Reykjavík um venjulegt fólk í tilgangslausu stríði við hvort annað. Nágranna- og forræðisdeilur og þess háttar þar sem allt fer í úr böndunum. Einn aðalleikari myndarinnar er stórt og fallegt tré.
Útgefin: 1. september 2017
29. september 2017
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Myndin byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað. Hún fjallar um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Ísland. Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans.
Útgefin: 29. september 2017
6. október 2017
Vísindaskáldskapur
Leikstjórn Denis Villeneuve
Söguþráður Myndin gerist sem fyrr segir, þrjátíu árum eftir atburði seinni myndarinnar. Nýr hausaveiðari, lögreglumaðurinn K, sem Ryan Gosling leikur, kemst að gömlu leyndarmáli sem gæti valdið miklu umróti í samfélaginu. Uppgötvun hans leiðir hann í leit að Rick Deckard, sem Harrison Ford leikur, sem er fyrrum hausaveiðari sem er búinn að vera týndur í 30 ár.
Útgefin: 6. október 2017
20. október 2017
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Dean Devlin
Söguþráður Þegar loftslagsbreytingar ógnar öllu lífi á Jörðinni, þá sameinast yfirvöld um allan heim um að búa til Dutch Boy verkefnið: alheimsnet gervihnatta allt í kringum jörðina, sem eru vopnuð búnaði til að hindra náttúruhamfarir. Eftir að hafa verndað plánetuna gegn hamförum í tvö ár, þá fer eitthvað að fara úrskeiðis. Tveir bræður fá það verkefni að leysa vandamálið áður en alheimsstormur veldur óbætanlegum skaða.
Útgefin: 20. október 2017
20. október 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Hany Abu-Assad
Söguþráður Par lifir af flugslys í fjalllendi þar sem þau þurfa að treysta á hvoru öðru og komast í öruggt skjól, illa slösuð.
Útgefin: 20. október 2017
27. október 2017
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Þór er fangi hinum megin í alheiminum, án hamarsins og á nú í kapphlaupi við tímann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heimsendi, eða Ragnarök, sem hin miskunnarlausa Hera er ábyrg fyrir. En fyrst þarf hann að berjast fyrir lífi sínu í skylmingarkeppni þar sem hann etur kappi við fyrrum bandamann sinn og félaga í Avenger hópnum - græna risann Hulk.
Útgefin: 27. október 2017
27. október 2017
GamanmyndSöngleikurTeiknimynd
Söguþráður Þrjár ævintýraprinsessur trúlofast sama manninum, Draumaprinsinum.
Útgefin: 27. október 2017
17. nóvember 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Zack Snyder
Söguþráður Batman safnar liði af ofurhetjum, Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á aðsteðjandi ógn.
Útgefin: 17. nóvember 2017
24. nóvember 2017
GamanmyndRómantísk
Söguþráður Sagan gerist í litlum bæ á jólanótt. Óveður sameinar hóp ungs fólks.
Útgefin: 24. nóvember 2017
1. desember 2017
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Julius Onah
Söguþráður Óvænt og óþægileg uppgötvun neyðir hóp geimfara í geimstöð til að berjast fyrir lífi sínu, á sama tíma og raunveruleikanum hefur verið umbylt.
Útgefin: 1. desember 2017
15. desember 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Rian Johnson
Söguþráður Myndin byrjar strax og sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Loga geimgengli.
Útgefin: 15. desember 2017
26. desember 2017
TeiknimyndÍslensk mynd
Söguþráður Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að sameinast aftur ástvinum sínum að vori.
Útgefin: 26. desember 2017
27. apríl 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Anthony Russo, Joe Russo
Söguþráður
Útgefin: 27. apríl 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Gareth Edwards
Söguþráður
Útgefin: 8. júní 2018
29. júní 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Áframhald ævintýra þeirra Hiccup og Toothless.
Útgefin: 29. júní 2018
6. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Framhald Ant-Man frá árinu 2015
Útgefin: 6. júlí 2018
27. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Wan
Söguþráður Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávarríkisins Atlantis, og þarf að stíga fram og verða leiðtogi þjóðar sinnar, og drýgja hetjundáðir fyrir allan heiminn.
Útgefin: 27. júlí 2018
19. október 2018
Drama
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum.
Útgefin: 19. október 2018