Væntanlegt í bíó

19. október 2017
HeimildarmyndÍslensk myndÍþróttamynd
Söguþráður Eftir að hafa tekið þátt í keppni á Ísafirði í tíu ár án þess að vinna nokkurn skapaðan hlut vinna þeir loks óvænt 2013. Í sigurvímuni er ákveðið að fara til Finnlands og keppa um heimsmeistaratitilinn. Ári síðar leggja þeir i hann, þeir eru undirmannaðir og eru að fara í hálfgerða óvissuferð þar sem þeir vita lítið um hvað bíður þeirra í Finnlandi.
Útgefin: 19. október 2017
20. október 2017
SpennumyndDramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Michael Apted
Söguþráður Þegar yfirheyrslusérfræðingurinn Alice Racine, sem vinnur fyrir CIA en er líka með tengsl við yfirmenn bresku leyniþjónustunnar, er kölluð til að yfirheyra meintan hryðjuverkamann áttar hún sig ekki fyrr en of seint á því að yfirheyrslan er í raun gildra, sett á svið til að veiða upplýsingar upp úr henni sjálfri. Eftir að Alice áttar sig á að hún hefur verið leidd í gildru og í raun gefið hryðjuverkamönnum mikilvægar upplýsingar í stað þess að afla þeirra eins og starf hennar snýst um áttar hún sig um leið á því að í bígerð er að gera sýklavopnaárás á London sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Þá áætlun verður að stöðva en vandamálið er að nú veit Alice ekki lengur hverjum hún getur treyst
Útgefin: 20. október 2017
20. október 2017
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Dean Devlin
Söguþráður Eftir að breytingar í veðurfari ollu sífellt alvarlegri náttúruhamförum í formi kröftugra storma og flóða ákváðu þjóðir heims að byggja upp net gervihnatta sem gætu eytt hættulegum veðurmyndunum áður en þær verða mannskæðar. Til að byrja með verkar kerfið eins og draumur en þegar endurteknar bilanir fara að gera vart við sig með alvarlegum afleiðingum er loftslagsfræðingurinn Jake Lawson fenginn til að kanna málið. Þegar rannsókn hans leiðir í ljós að bilanirnar eru í raun af mannavöldum hefst æsilegt kapphlaup við tímann því þá sem bera ábyrgð á hamförunum verður að finna og stöðva áður en það er orðið of seint fyrir mannkynið ...
Útgefin: 20. október 2017
20. október 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Cal Brunker
Söguþráður Íkorninn Surlí og hin dýrin í Eikarbæ hafa haft það gott frá því við hittum þau í samnefndri mynd árið 2014. Nú er tilveru þeirra hins vegar ógnað þegar borgarstjórinn í Eikarbæ ákveður að ryðja burt almenningsgarðinum sem þau búa í og nota svæðið í staðinn undir skemmtigarð. Það má auðvitað ekki gerast en hvað eiga Surlí og hin dýrin að taka til bragðs?
Útgefin: 20. október 2017
20. október 2017
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Söguþráður Tree Gelbman er ung kona sem vaknar upp í ókunnugu rúmi á skólavist og botnar ekkert í hvernig hún komst þangað. Um það þýðir þó lítið að hugsa því Tree á afmæli í dag og drífur sig bara heim. Dagurinn breytist hins vegar í skelfingu um kvöldið þegar á hana er ráðist og hún er myrt á hrottalegan hátt af grímuklæddum fanti. En um leið og Tree deyr vaknar hún upp aftur í ókunnuga rúminu á skólavistinni að morgni afmælisdagsins – eins og þetta hafi allt saman verið draumur. Eftir að hafa gengið í gegnum sama hryllinginn nokkrum sinnum án þess að koma við vörnum áttar Tree sig á því að eina leiðin til að stöðva þennan tímahring sem hún er föst í og um leið koma í veg fyrir morðið á sjálfri sér er að hún uppgötvi upp á eigin spýtur hver morðinginn er og vinni á honum áður en dagur er að kvöldi kominn. En þetta plan er hægara sagt en framkvæmt ...
Útgefin: 20. október 2017
20. október 2017
RómantískVísindaskáldskapur
Leikstjórn Joachim Trier
Söguþráður Ung stúlka flytur til Osló og verður ástfangin af skólasystur sinni en uppgvötar yfirnáttúrlega krafta.
Útgefin: 20. október 2017
20. október 2017
GamanmyndSpennutryllir
Leikstjórn Justin MacGregor
Söguþráður Þegar flækingur fær húsaskjól hjá undarlegum útfararstjóra, þá stofna þeir félagarnir neðanjarðarfyrirtæki, byggt á gömlum venjum útfararstjórans. En græðgi, hatur og afbrýðisemi fara að gera vart við sig, sem verður til þess að flækingurinn strýkur með ágóðann, og útfararstjórinn situr eftir með sárt ennið.
Útgefin: 20. október 2017
21. október 2017
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Stephen Kijak
Söguþráður Hin goðsagnakennda hljómsveit X Japan var í fararbroddi tónlistarbyltingar í Japan á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar, með lagrrænni og fasmikilli rokktísku sinni. Tuttugu árum eftir að hljómsveitin hættir störfum, þá berst aðalsprauta hljómsveitarinnar, Yoshiki við innri djöfla, og vestræna fordóma, í lokatilraun til að kynna tónlist sveitarinnar fyrir umheiminum.
Útgefin: 21. október 2017
26. október 2017
HeimildarmyndÍslensk mynd
Söguþráður Austur á Vopnafirði eiga 645 manns heima. Í daglegu amstri samfélagsins vofir yfir ógnin af fólksfækkun en hver einstaklingur skiptir miklu máli til að halda voninni um að litla byggðarlagið eigi sér framtíð. 690 Vopnafjörður gefur innsýn í tengsl íbúanna við heimabæinn sinn, sjálfsmyndina sem er samofin firðinum og samfélagsleg áhrif sem heldur fólki heima, eða ber það á önnur mið.
Útgefin: 26. október 2017
27. október 2017
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Í þetta sinn þarf þrumuguðinn Þór og félagar hans að takast á við hina illu en máttugu Hel sem Óðinn kastaði niður í Niflheim við fæðingu. Hún er nú komin aftur til baka staðráðin í að leggja Ásgarð í eyði og um leið losa sig við alla sína bræður og systur ásamt mannkyninu í heild. Það mun reyna verulega á Þór og þá sem með honum standa því ef baráttan tapast er úti um þau öll og Ásgarð líka.
Útgefin: 27. október 2017
27. október 2017
DramaHrollvekjaRáðgátaÍslensk mynd
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Söguþráður Nokkrum mánuðum eftir að þeir hættu saman, vaknar Gunnar upp við skringilegt símtal frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Einar segir að hann fái það stundum á tilfinninguna að hann sé ekki einn þegar hann er staddur í Rökkri, fjölskyldusumarbústaðnum sem stendur undir Snæfellsjökli. Gunnar keyrir af stað upp á nesið til þess að sjá um hvað málið snýst, og kemst fljótt að því að ekki er allt sem sýnist.
Útgefin: 27. október 2017
27. október 2017
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Martin Campbell
Söguþráður Eftir að yngsta og eina eftirlifandi dóttir veitingastaðareigandans Quangs lætur lífið í sprengjuárás IRA í London leitar hann bæði til lögreglunnar og leyniþjónustunnar til að fá það uppgefið hverjir séu grunaðir um verknaðinn, enda ákveðinn í að ganga á milli bols og höfuðs á þeim sjálfur – sem allra fyrst.
Útgefin: 27. október 2017
27. október 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Söguþráður Líkin byrja að hrannast upp um alla borg, og bera merki hrottalegrar meðferðar. Rannsóknin beinist fljótt að hinum látna morðingja John Kramer.
Útgefin: 27. október 2017
27. október 2017
GamanmyndDrama
Leikstjórn Sally Potter
Söguþráður Gamanleikur sem snýst upp í harmleik
Útgefin: 27. október 2017
2. nóvember 2017
Spennumynd
Leikstjórn Doris Wishman
Söguþráður Dópsalinn Toplar selur lélegt heróín eins og heitar lummur. Fulltrúi 99 hættir sér aðeins og nálægt fjörinu, en tekst að hósta upp upplýsingum um Toplar áður en hann gefur upp öndina, Toplar er með ör. Jane, fulltrúi 73, er fengin til að leita að Toplar, og lætur græða myndavélar í brjóst sín, til að hún geti myndað vondu kallana þannig að þeir í höfuðstöðvunum nái að bera kennsl á Toplar þegar hún hittir hann. Á sama tíma fer hún að renna hýru auga til samstarfsmanns síns Jim.
Útgefin: 2. nóvember 2017
3. nóvember 2017
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn George Clooney
Söguþráður Innbrot á heimili veldur ólgu í litlum og rólegum bæ.
Útgefin: 3. nóvember 2017
3. nóvember 2017
Leikstjórn Jon Lucas, Scott Moore
Söguþráður Þrjár konur sem finnst þær ekki vera metnar að verðleikum, og hafa allt of mikið að gera, gera uppreisn á Jólunum.
Útgefin: 3. nóvember 2017
3. nóvember 2017
DramaÆviágrip
Leikstjórn Joseph Kosinski
Söguþráður Myndin fjallar um úrvalslið slökkviliðsmanna frá Prescott í Arizona sem börðust við skógarelda í Yamell í Arizona í júní 2013, þar sem 19 menn úr þeirra röðum létu lífið.
Útgefin: 3. nóvember 2017
9. nóvember 2017
HeimildarmyndÍslensk mynd
Söguþráður Blindrahundur fjallar um ævi og störf myndlistarmannsins Birgis Andréssonar sem lést árið 2007 aðeins 53 að aldri. Með báða foreldra blinda ólst Birgir upp við afar sérstakar aðstæður, hann var þekktur fyrir litríkan persónuleika og var einn af fremstu mönnum sinnar kynslóðar á sviði íslenskrar samtímamyndlistar.
Útgefin: 9. nóvember 2017
10. nóvember 2017
DramaStríðsmyndÆviágrip
Leikstjórn Jason Hall
Söguþráður Saga um það hvaða áhrif stríð hefur á bandaríska hermenn eftir að þeir snúa aftur heim.
Útgefin: 10. nóvember 2017
10. nóvember 2017
HeimildarmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Sagan af Reyni Erni Leóssyni sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum sem sterkasti maður í heimi. Hann var trúaður maður og þótti hafa yfirnáttúrulega hæfileika, enda vann hann mikið þrekvirki á ferli sínum og mörg heimsmet hans standa enn í dag. En erfiðleikar í æsku gerðu hann að manni með myrk leyndarmál og hrakyrtan alkóhólista sem reyndi að fá viðurkenningu frá samfélagi sínu allt sitt líf.
Útgefin: 10. nóvember 2017
10. nóvember 2017
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Þegar morð er framið í austurlandahraðlestinni, liggja 13 manns undir grun.
Útgefin: 10. nóvember 2017
10. nóvember 2017
Drama
Leikstjórn Marian Crisan
Söguþráður Nelu býr við landamæri Rúmeníu og Ungverjalands. Dag einn hittir Nelu Tyrkja sem er að reyna að komast yfir landa- mærin. Nelu fer með manninn heim til sín og lætur hann fá föt, mat og húsaskjól. Í staðinn gefur Tyrkinn honum alla peningana sína og biður hann að hjálpa sér yfir landamærin. Nelu tekur við peningunum og lofar að hjálpa honum.
Útgefin: 10. nóvember 2017
10. nóvember 2017
GamanmyndDrama
Leikstjórn Corneliu Porumboiu
Söguþráður 22. desember. Sextán ár eru liðin frá byltingunni og jólin nálgast óðfluga. Pisconi sem er farin á eftirlaun undirbýr enn ein einmanalegu jólin. Sagnfræði kennarinn Manescu óttast það að launin fari öll í skuldir. Jderescu er eigandi sjónvarpstöðvarinnar í bænum hefur ekki áhuga á því að fara í jólafrí. Með aðstoð þeirra Pisconi og Manescu leitar hann svara við sextán ára gamalli spurningu- Gerðist byltingin í raun og veru?
Útgefin: 10. nóvember 2017
10. nóvember 2017
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Tarik Saleh
Söguþráður Með egypsku byltinguna sem baksvið, rannsakar lögreglumaður morð á konu, sem upphaflega var talin vændiskona. En um flóknara mál er að ræða sem er beintengt yfirstéttinni í Egyptalandi þar sem spillingin ræður ríkjum.
Útgefin: 10. nóvember 2017
10. nóvember 2017
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Myndin er byggð á metsölubókum Angela Sommer-Bodenburg og segir frá Rudolp, þrettán ára gamalli vampíru, en fjölskyldu hans stendur ógn af frægum vampírubana. Rudolph hittir Tony, strák á sama aldri sem ekki er vampíra, sem er heillaður af kastölum, kirkjugörðum og vampírum. Tony hjálpar Rudolph við að vernda fjölskyldu hans.
Útgefin: 10. nóvember 2017
12. nóvember 2017
GamanmyndDramaVestriÆvintýramyndSöguleg
Leikstjórn Radu Jude
Söguþráður Myndin gerist snemma á 19. öld í Wallachia, þar sem lögreglumaður í bænum, Costandin, er fenginn af aðalsmanni á staðnum, til að leita að Carfin, sígaunaþræl, sem flúði eftir að hafa átt í ástarsambandi með konu hans, Sultana.
Útgefin: 12. nóvember 2017
12. nóvember 2017
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Tudor Giurgiu
Söguþráður Christian er ungur upprennandi saksóknari sem reynir að leysa mál gegn samstarfsmanni sem er sakaður um spillingu og þarf að ákveða hvort hann vilji taka áhættuna um að taka slaginn með málið, eða hætta við og velja örugga leið um að tryggja áframhaldandi velgengni í starfi.
Útgefin: 12. nóvember 2017
17. nóvember 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Zack Snyder
Söguþráður Batman safnar liði af ofurhetjum, Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á aðsteðjandi ógn.
Útgefin: 17. nóvember 2017
17. nóvember 2017
Drama
Leikstjórn Stephen Chbosky
Söguþráður Ungur drengur sem er fæddur með afmyndað andlit, reynir að laga sig að nýjum skóla, og reynir að fá aðra til að líta á sig sem venjulegan dreng, og að fegurðin komi að innan.
Útgefin: 17. nóvember 2017
24. nóvember 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurRáðgátaTeiknimynd
Söguþráður Myndin segir frá 12 ára gömlum strák, Miguel, en röð atburða fer af stað, sem tengjast aldagamalli ráðgátu, sem leiðir óvenjulega fjölskyldu endurfunda.
Útgefin: 24. nóvember 2017
24. nóvember 2017
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður Rólyndur faðir breytist í drápsvél eftir að fjölskylda hans er myrt á hrottalegan hátt.
Útgefin: 24. nóvember 2017
24. nóvember 2017
Hrollvekja
Leikstjórn Lars Klevberg
Söguþráður Framhaldsskólaneminn og einfarinn Bird Fitcher hefur engan grun um hvaða myrku leyndarmál tengjast gamalli dularfullri Poloroid myndavél sem hann rekst á, en fljótlega kemst hann að því að þeir sem tekið er mynd af, hljóta hræðileg örlög.
Útgefin: 24. nóvember 2017
24. nóvember 2017
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Söguþráður Skurðlæknirinn Steven flækist inn í erfiðar aðstæður sem þarf að færa óhugsandi fórn, eftir að ungur drengur sem hann tekur undir verndarvæng sinn fer að haga sér undarlega.
Útgefin: 24. nóvember 2017
1. desember 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Sean Anders
Söguþráður Í myndinni hafa þeir Dusty og Brad ákveðið að taka höndum saman um að halda hin fullkomnu jól fyrir börnin. Það reynir hinsvegar á þessa nýtilkomnu vináttu þeirra þegar karlremban faðir Dusty, sem Mel Gibson leikur, og er allur af gamla skólanum, og hinn ofurblíði og tillitssami faðir Brad, sem John Lithgow leikur, mæta á svæðið og hleypa öllum undirbúningi í uppnám.
Útgefin: 1. desember 2017
1. desember 2017
DramaÆviágrip
Leikstjórn Aaron Sorkin
Söguþráður Sönn saga ólympíuskíðakonu sem rak heimsins eftirsóttasta pókerhús, og lenti undir smásjá alríkislögreglunnar FBI. Pókerspilararnir sem spiluðu hjá henni voru kvikmyndastjörnur, viðskiptajöfrar og henni óafvitandi, rússneska mafían.
Útgefin: 1. desember 2017
1. desember 2017
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Julius Onah
Söguþráður Óvænt og óþægileg uppgötvun neyðir hóp geimfara í geimstöð til að berjast fyrir lífi sínu, á sama tíma og raunveruleikanum hefur verið umbylt.
Útgefin: 1. desember 2017
4. desember 2017
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Steven Quale
Söguþráður Teymi sérsveitarmanna finnur fjársjóð í bosnísku stöðuvatni.
Útgefin: 4. desember 2017
8. desember 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Timothy Reckart
Söguþráður Lítill en hugrakkur asni og vinir hans, verða hetjur fyrstu jólanna.
Útgefin: 8. desember 2017
8. desember 2017
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Craig Gillespie
Söguþráður Skautadansarinn Tonya Harding skýst á toppinn í listdansi á skautum í Bandaríkjunum, en framtíð hennar lendir í óvissu eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar fer að skipta sér af hlutunum.
Útgefin: 8. desember 2017
15. desember 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Rian Johnson
Söguþráður Myndin byrjar strax og sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Loga geimgengli.
Útgefin: 15. desember 2017
22. desember 2017
GamanmyndTónlistarmynd
Leikstjórn Trish Sie
Söguþráður Þó að vel gangi í söngnum, þá lærir sönghópurinn að það er ekki samasemmerki á milli þess og þess að fá góða vinnu og lifa áhugaverðu lífi, og það sést best þegar Emily og núverandi meðlimir Barden Bellas bjóða fyrrum meðlimum aftur í skólann, en nú sem áhorfendum. Þegar Audrey stingur upp á að þær fari í söngferð um landið, þá hrífast margar af hugmyndinni, þó það hafi í för með sér samkeppni við hefðbundnari hljómsveitir.
Útgefin: 22. desember 2017
22. desember 2017
DramaSöngleikurÆviágrip
Leikstjórn Michael Gracey
Söguþráður Saga fjölleikahússstjórans P.T. Barnum, sem var hugsjónamaður sem bjó til mikilfenglegt fjölleikahús, sem náði alheimsathygli.
Útgefin: 22. desember 2017
26. desember 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Lawrence Sher
Söguþráður Tvíburabræður fara í ferðalag að leita föður síns eftir að þeir komast að því að móðir þeirra hafði logið til um það í mörg ár að hann væri fallinn frá.
Útgefin: 26. desember 2017
26. desember 2017
TeiknimyndÍslensk mynd
Söguþráður Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að sameinast aftur ástvinum sínum að vori.
Útgefin: 26. desember 2017
26. desember 2017
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Í myndinni verður haldið áfram með söguna sem sögð var í upprunalegu myndinni frá árinu 1995. Fjórir miðskólanemar finna gamlan tölvuleik og dragast inn í leikinn sem er með frumskógarþema, og breytast í þær persónur í leiknum sem þau vilja. Þau komast hinsvegar að því að þau eru ekki bara að spila leikinn - þau verða að lifa hann af. Til að vinna leikinn og snúa aftur í raunheima, þá verða þau að halda af stað í stærsta ævintýri lífs síns, uppgötva hvað Alan Parrish gerði fyrir 20 árum, og breyta eigin sýn á lífið - að öðrum kosti festast þau í leiknum til frambúðar, og aðrir gætu spilað þau sem persónur í leiknum stanslaust út í hið óendanlega.
Útgefin: 26. desember 2017
26. desember 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Carlos Saldanha
Söguþráður Ferdinand er risastórt naut með stórt hjarta. Hann er tekinn í misgripum fyrir hættulegt óargadýr, og er fangaður og fluttur frá heimili og fjölskyldu. Hann er ákveðinn í að snúa aftur heim til fjölskyldunnar, og safnar saman mislitri hjörð aðstoðarmanna.
Útgefin: 26. desember 2017
5. janúar 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Hany Abu-Assad
Söguþráður Par lifir af flugslys í fjalllendi þar sem þau þurfa að treysta á hvoru öðru og komast í öruggt skjól, illa slösuð.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
GamanmyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Alexander Payne
Söguþráður Myndin fjallar um mann sem lætur smækka sig niður í 10 sentimetra hæð svo hann og eiginkonan geti bjargað heiminum, og lifað góðu lífi á sama tíma.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
SpennutryllirGlæpamyndRáðgátaSöguleg
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Vinstrisinnaðir vígamenn á Ítalíu fremja mannrán á áttunda áratug síðustu aldar.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Söguþráður Myndin segir frá Sól, níu ára gamalli stúlku sem send er á sveitabæ til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykil þátttakandi í atburðarrás sem hún skilur vart sjálf.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Michaël R. Roskam
Söguþráður Ljúfsár ástarsaga milli Gigi, háttsetts meðlims í hættulegasta glæpagenginu í Belgíu og Bibi, ungrar kappakstursstúlku sem tilheyrir yfirstéttinni í Brussel.
Útgefin: 5. janúar 2018
12. janúar 2018
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Yann Demange
Söguþráður Saga unglingsins Richard Wershe Jr. sem varð uppljóstrari fyrir lögregluna á níunda áratug síðustu aldar, og var að lokum handtekinn fyrir eiturlyfjaviðskipti, og dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Útgefin: 12. janúar 2018
12. janúar 2018
GamanmyndDramaSöguleg
Leikstjórn James Franco
Söguþráður Mynd sem skyggnist bakvið tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room frá árinu 2003, eftir Tommy Wiseau, sem hefur fengið stimpilinn versta kvikmynd allra tíma.
Útgefin: 12. janúar 2018
12. janúar 2018
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Myndin byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað. Hún fjallar um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Ísland. Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans.
Útgefin: 12. janúar 2018
12. janúar 2018
GamanmyndÆviágripÍþróttamynd
Söguþráður Sönn saga af tennisleik bestu tenniskonu í heimi, Billie Jean King, og fyrrum meistarans og flagarans Bobby Riggs, árið 1973.
Útgefin: 12. janúar 2018
19. janúar 2018
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Joe Wright
Söguþráður Winston Churshill leiðir baráttu gegn Adolf Hitler í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar.
Útgefin: 19. janúar 2018
19. janúar 2018
Drama
Leikstjórn Ildikó Enyedi
Söguþráður Óvenjuleg ástarsaga sem gerist í hversdagsleikanum, sem hverfist um markaleysið á milli svefns og vöku, huga og líkama.
Útgefin: 19. janúar 2018
26. janúar 2018
RómantískDramaSpennutryllirÆvintýramyndStríðsmynd
Leikstjórn Guillermo del Toro
Söguþráður Mynd sem gerist í ævintýraheimi, á tímum kalda stríðsins, í Bandaríkjunum í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Í leynilegri rannsóknarstofu hins opinbera starfar Elisa, sem er einmana, föst í hljóðlátu og einangruðu umhverfi. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún og samstarfskona hennar Zelda, uppgötva háleynilega tilraun.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Söguþráður Ung hetja, Thomas, fer í leiðangur tli að finna lækningu við lífshættulegum sjúkdómi sem kallast "Flare".
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ísold Uggadóttir
Söguþráður Hælisleitandi frá Úganda á leið til Kanada verður strandaglópur í Keflavík þegar starfskona við vegabréfaeftirlit stöðvar hana vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja. Um leið og hún berst við kerfið á Íslandi, tengist hún óvænt einstæðri móður í húsnæðisbasli, þeirri sömu og hneppti hana í varðhald á Leifsstöð.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ben Young
Söguþráður Myndin fjallar um mann sem dreymir endurtekið að hann missi fjölskyldu sína. Matröðin breytist í raunveruleika þegar ráðist er á plánetuna af verum sem beita ofbeldi og fara um með eyðileggingu. Hann berst fyrir lífi sínu og fjölskyldu sinnar.
Útgefin: 26. janúar 2018
1. febrúar 2018
Drama
Leikstjórn Faith Akin
Söguþráður Veröld Kötju hrynur þegar eiginmaður hennar og sonur láta lífið í sprengjuárás. Sorgarferlið tekur við en eftir nokkurn tíma fer Katja að hyggja á hefndir ….
Útgefin: 1. febrúar 2018
1. febrúar 2018
GamanmyndRómantískDramaGlæpamynd
Leikstjórn Josef Hader
Söguþráður Georg missir vinnuna sem tónlistargagnrýnandi á þekktu dagblaði í Vínarborg. Jóhanna eiginkona hans, sem er yngri, vill um sömu mundir eignast barn með honum og hann ákveður því að segja henni ekki frá atvinnumissinum. Í stað hittir hann gamlann félaga fyrir tilviljun og endar á því að gera upp gamlan rússibana í skemmtigarði.
Útgefin: 1. febrúar 2018
2. febrúar 2018
Drama
Söguþráður Myndin er drama sem gerist á sjötta áratug síðustu aldar í Lundúnum. Hún segir frá lífinu bakvið tjöldin hjá kjólagerðarmanni sem sníður föt fyrir aðalinn og kóngafólkið.
Útgefin: 2. febrúar 2018
9. febrúar 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgátaÆviágrip
Söguþráður Sérlunduð kona sem erfir fyrirtæki sem framleiðir skotvopn, telur að draugar fólks sem var drepið með Winchester rifflum, ásæki sig.
Útgefin: 9. febrúar 2018
16. febrúar 2018
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ryan Coogler
Söguþráður T´Challa, nýr konungur í Wakanda, þarf að vernda land sitt frá óvinum bæði erlendis frá sem og innanlands.
Útgefin: 16. febrúar 2018
23. febrúar 2018
GamanmyndRáðgáta
Söguþráður Vinahópur sem hittist reglulega á spilakvöldum, lendir nú í því að þurfa að leysa morðgátu.
Útgefin: 23. febrúar 2018
23. febrúar 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Steven S. DeKnight
Söguþráður Framhaldsmynd Pacific Rim sem fjallaði um Jaeger risavélmennin sem notuð eru í baráttu við geimskrímsli.
Útgefin: 23. febrúar 2018
1. mars 2018
DramaRáðgáta
Leikstjórn Sergey Loznitsa
Söguþráður Myndin fjallar um konu sem býr í litlu þorpi í Rússlandi. Einn daginn uppgvötar hún að pakki sem hún sendi til eiginmanns síns var endursendur til hennar. Henni bregður við og sér enga aðra lausn í sjónmáli heldur en að ferðast til fangelsins til að leita skýringa. Baráttan hefst gegn víginu, fangelsinu þar sem félagsleg illska ræður ríkjum, og við fylgjumst með þrautagöngu hennar í heimi ofbeldis og niðurlægingar í blindri leit að réttlætinu.
Útgefin: 1. mars 2018
1. mars 2018
Drama
Leikstjórn Laurent Cantet
Söguþráður Antoine tekur þátt í vinnusmiðju um sumar með ungu fólki sem valið var til þess að skrifa glæpsögur undir leiðsögn þekkts rithöfunds. Hann lendir upp á kant við hópinn þar sem frásagnarstíll og hugmyndir Antoine minna sífellt á ástandið í heiminum í dag þar sem vægðarlaust ofbeldi ríkir.
Útgefin: 1. mars 2018
1. mars 2018
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Claire Denis
Söguþráður Myndin fjallar um listakonuna Isabelle, fráskilda móður sem býr í París sem er í stöðugri leit að hinni einu sönnu ást.
Útgefin: 1. mars 2018
2. mars 2018
Spennutryllir
Leikstjórn Francis Lawrence
Söguþráður Ungur rússneskur njósnari þarf að draga bandaríska leyniþjónustumann á tálar, en sá sér um málefni Rússlands. Ungu fulltrúarnir tveir takast á í hörðum slag, en fella einnig hugi saman, og líf ekki bara þeirra heldur annarra er lagt að veði.
Útgefin: 2. mars 2018
9. mars 2018
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Albert Hughes
Söguþráður Mynd um lífsbaráttu, sem gerist fyrir 20.000 árum síðan, á síðustu ísöld.
Útgefin: 9. mars 2018
11. mars 2018
Drama
Leikstjórn Andrey Zvyagintsev
Söguþráður Par sem er að skilja, þarf að hjálpast að við að finna son sinn, sem hvarf á meðan þau voru í miðju rifrildi.
Útgefin: 11. mars 2018
12. mars 2018
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Agnieszka Holland
Söguþráður Glæpsamleg spennumynd sem á sér stað í landslagi sem bundið er árstíðum og villtri fegurð sveitarinnar. Grimmd, heimska og spilling heimamanna í dreifbýli einu í Póllandi er áberandi. Og svo gerast atburðir, þar sem allt breytist. Janina Duszejko er roskin kona sem býr ein í Klodzko Valley, þar sem röð dularfullra glæpa eru framdir. Duszejko er sannfærð um að hún viti hver er morðinginn, en enginn trúir henni.
Útgefin: 12. mars 2018
16. mars 2018
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Roar Uthaug
Söguþráður Lara Croft, ævintýragjörn dóttir landkönnuðar sem týndist, gerir sitt ítrasta til að lifa af þegar hún kemur til eyjarinnar þar sem faðir hennar hvarf.
Útgefin: 16. mars 2018
23. mars 2018
GamanmyndFjölskyldumyndÍslensk mynd
Söguþráður Myndin fjallar um strák­ana í fót­boltaliðinu Fálk­um sem fara á knatt­spyrnu­mót í Vest­manna­eyj­um. Á fyrsta degi kynn­ast þeir strák úr Eyj­um sem þeir ótt­ast en kom­ast að því að hann býr við frek­ar erfiðar aðstæður. Aðal­sögu­hetj­an, Jón, hvet­ur sína vini til þess að hjálpa hon­um að koma sér út úr þess­um erfiðu aðstæðum og stelpa í Fylk­isliðinu verður mik­il vin­kona þeirra og hjálp­ar til.
Útgefin: 23. mars 2018
28. mars 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Myndin fjallar um strák sem er heltekinn af menningu níunda áratugar síðustu aldar, og fer í skransöfnunarleiðangur í gegnum OASIS, sem er sýndarveruleikaheimur árið 2045.
Útgefin: 28. mars 2018
6. apríl 2018
VísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Ava DuVernay
Söguþráður Eftir að vísindamaðurinn faðir hennar hverfur sporlaust, þá senda þrjár undarlegar verur Meg, og bróður hennar, og vin út í geim til að leita að honum.
Útgefin: 6. apríl 2018
6. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Kay Cannon
Söguþráður Þrír foreldrar hafa í sameiningu fylgst með dætrum sínum vaxa úr grasi, og aldrei látið sér detta annað í hug en að þau gætu tryggt öryggi þeirra alla leið. En núna, þegar útskriftarballið nálgast, þá komast þau að leynisamkomulagi sem felur í sér að dæturnar ætla sér að missa meydóminn á ballinu. Nú vilja þau gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að dætrunum takist ætlunarverkið.
Útgefin: 6. apríl 2018
13. apríl 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 13. apríl 2018
27. apríl 2018
GamanmyndSöngleikurTeiknimynd
Söguþráður Þrjár ævintýraprinsessur trúlofast sama manninum, Draumaprinsinum.
Útgefin: 27. apríl 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Gareth Edwards
Söguþráður
Útgefin: 8. júní 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn J.A. Bayona
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 8. júní 2018
29. júní 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Áframhald ævintýra þeirra Hiccup og Toothless.
Útgefin: 29. júní 2018
6. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Framhald Ant-Man frá árinu 2015
Útgefin: 6. júlí 2018
13. júlí; 2018
Spennumynd
Söguþráður Skyscraper fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkislögreglunnar í gíslatökumálum, sem Johnson leikur, sem nú vinnur við öryggisgæslu í skýjakljúfum. Þegar hann er á ferð í Hong Kong vegna vinnu sinnar þá kviknar eldur í hæsta og öruggasta skýjakljúfi í heimi, og honum er kennt um íkveikjuna. Nú þarf okkar maður að hreinsa nafn sitt, og finna sökudólginn, ásamt því að bjarga fjölskyldu sinni sem er föst inni í byggingunni. 
Útgefin: 13. júlí 2018
27. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Wan
Söguþráður Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávarríkisins Atlantis, og þarf að stíga fram og verða leiðtogi þjóðar sinnar, og drýgja hetjundáðir fyrir allan heiminn.
Útgefin: 27. júlí 2018
7. september 2018
GlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
Útgefin: 7. september 2018
19. október 2018
Drama
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum.
Útgefin: 19. október 2018
26. desember 2018
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist þannig rúmlega 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, og Mary snýr þar aftur til Banks fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Börnin sem hún passaði í fyrstu myndinni, þau Jane (Emily Mortimer) og Michael (Ben Whishaw), eru nú vaxin úr grasi. Michael á nú sjálfur þrjú börn, en þau þurfa öll aðstoð við að finna gleðina í lífinu á nýjan leik, eftir að hafa orðið fyrir persónulegum missi. Poppins sjálf leitar til götuljósameistarans Jack, sem Hamilton stjarnan Lin-Manuel Miranda leikur, og frænku sinnar Topsy, sem Meryl Streep leikur.
Útgefin: 26. desember 2018