Væntanlegt í bíó

21. október 2018
Drama
Leikstjórn Jens Assur
Söguþráður Sögusviðið er sænskt bóndabýli á áttunda áratug síðustu aldar. Agne er bóndi í dreifbýli þar sem íbúum fer stöðugt fækkandi. Bústörfin valda honum ama og hann er haldinn þráhyggju gagnvart því að elsti sonurinn Klas taki við býlinu, svo og nagandi grun um að einhver vilji vinna fjölskyldunni mein. Hinn 15 ára Klas dreymir um að komast langt burt frá búskapnum og er heillaður af veröld fuglanna. Þegar utanaðkomandi hættur steðja að og samviskubitið segir æ meir til sín stendur Klas frammi fyrir óumflýjanlegu vali milli frelsis og uppgjafar.
Útgefin: 21. október 2018
25. október 2018
HeimildarmyndÍslensk mynd
Söguþráður Litla Moskva fjallar um heilt bæjarfélag og hvernig það hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag. Í myndinni er fjallað um stöðu íslensks sjávarþorps á tímamótum þar sem einangrun og samstaða samfélags er tekin til skoðunar með hliðsjón af sérstökum pólítískum aðstæðum.
Útgefin: 25. október 2018
26. október 2018
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Donovan Marsh
Söguþráður Þegar rússneskur hershöfðingi gerir uppreisn, fangar forseta Rússlands og gerir tilraun til að koma þriðju heimsstyrjöldinni af stað og endurreisa um leið gömlu Sovétríkin, þurfa Bandarísk stjórnvöld að bregðast skjótt við ef ekki á illa að fara. Kafbátaskipstjórinn Joe Glass stendur ásamt áhöfn sinni skyndilega frammi fyrir vá sem gæti hæglega hrundið af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Til að eiga möguleika á að koma í veg fyrir það verður Joe að hætta bæði sér og mönnum sínum inn á rússneskt yfirráðasvæði í tilraun til að frelsa rússneska forsetann úr klóm uppreisnarmanna. Eins og gefur að skilja er slík aðgerð enginn hægðarleikur, jafnvel þótt hugrekkið sé til staðar ...
Útgefin: 26. október 2018
26. október 2018
Hrollvekja
Leikstjórn David Gordon Green
Söguþráður Fjörutíu árum eftir að Michael Myers myrti þrjá á hrekkjavökunni snýr hann aftur til að ljúka verkinu. En í þetta sinn er Laurie Stroder, sem slapp naumlega undan honum árið 1978, tilbúin.
Útgefin: 26. október 2018
26. október 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Rachid Bouchareb
Söguþráður Þegar æskuvinur lögreglumannsins Sebastians „Baaba“ Bouchard er myrtur af glæpamönnum sem gera út frá Miami í Flórída kemur ekkert annað til greina fyrir hann en að skella sér vestur yfir haf og ganga á milli bols og höfuðs á þeim seku. Baaba, eins og Sebastian er alltaf kallaður, hefur allan sinn aldur haldið til í Belleville-hverfinu í París þar sem hann býr hjá mömmu sinni og þekkir hvern krók og kima. Það hefur komið sér vel eftir að hann gerðist lögreglumaður og uppgötvaði að hann hefur einnig mikla hæfileika sem bardagamaður og er í ofanálag góð skytta. En Miami er allt annar staður en Belleville og spurningin er hvort aðferðirnar sem Baaba hefur notað á heimavelli sínum dugi einnig í baráttu við harðsvíraða eiturlyfjakónga í Bandaríkjunum. Sér til halds og traust fær Baaba aðstoð frá lögreglumanninum Ricardo Garcia og hver veit nema þeir eigi eftir að mála bæinn rauðan ...
Útgefin: 26. október 2018
26. október 2018
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Denis Delic
Söguþráður Ótrúleg saga herdeildar 303 í breska konunglega flughernum (RAF), sem samanstóð mestmegnis af pólskum hermönnum. Í fyrstu þeir vanmetnir og hafðir að háði, en pólsku flugmennirnir urðu að goðsögnum fyrir hetjudáðir í háloftunum í flugorrustunni um Bretland í seinni heimstyrjöldinni í vörn gegn árásum nasista á England.
Útgefin: 26. október 2018
26. október 2018
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Gustav Möller
Söguþráður Lögreglumaðurinn Asger Holm er kominn í skrifstofudjobb við að svara símtölum í neyðarlínuna og er ekki sá þolinmóðasti í bransanum. Dag einn fær hann símtal frá konu sem hefur verið rænt og það reynir á taugar hins fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns þegar slóðin virðist teygja sig dýpra í glæp sem hann óraði ekki fyrir. Þessi spennutryllir mun halda þér á sætisbrúninni fram á síðustu mínútu!
Útgefin: 26. október 2018
2. nóvember 2018
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Söguþráður Myndin segir frá bresku hljómsveitinni Queen, allt frá stofnun hennar til þess tíma sem hún var búin að skapa sér nafn sem ein besta og vinsælasta hljómsveit heims og er sjónum að miklu leyti beint að söngvara hennar og andliti út á við, hinum hæfileikaríka Freddy Mercury sem lést eins og kunnugt er langt um aldur fram í nóvember árið 1991, aðeins 45 ára að aldri.
Útgefin: 2. nóvember 2018
2. nóvember 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Pawel Pawlikowski
Söguþráður Heit ástarsaga um fólk af ólíkum uppruna, og með ólíka skapgerð. Myndin gerist í kalda stríðinu á sjötta áratug síðustu aldar í Póllandi, Berlín, Júgóslavíu og París.
Útgefin: 2. nóvember 2018
2. nóvember 2018
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Söguþráður Það eina sem Clara vill er lykill - einstakur lykill sem mun opna kassa með ómetanlegri gjöf frá móður hennar heitinni. Gullþráður, sem henni er gefinn í afmælisveislu guðföður hennar, Drosselmeyer, leiðir hana að lyklinum, sem fljótlega hverfur inní dularfullan hliðarheim. Þar hittir Clara hermann að nafni Philip, músaher, og verði hinna þriggja heima, Snjókornalands, Blómalands og Sælgætislands. Clara og Philp þurfa að sigrast á fjórða heiminum, þar sem hin illgjarna Mother Ginger býr, til að ná lyklinum aftur, og vonandi að koma jafnvægi á í veröldinni.
Útgefin: 2. nóvember 2018
2. nóvember 2018
RómantískDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Pawel Pawlikowski
Söguþráður Ástarsaga milli tveggja aðila með ólíkan bakgrunn. Myndin gerist á tímum kalda stríðsins á sjötta áratug síðustu aldar, í Póllandi, Berlín, Júgóslavíu og París.
Útgefin: 2. nóvember 2018
9. nóvember 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Trölli býr í fjalli fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í bæinn að næturlagi og hreinlega stela öllum gjöfunum og skreytingunum þannig að íbúarnir nái ekki að halda upp á jólin og verði jafnfúllyndir og hann er sjálfur. Það sem hann reiknar hins vegar ekki með er að þótt hann geti í sjálfu sér stolið því efnislega sem tengt er jólunum getur hvorki hann né nokkur annar stolið jólagleðinni sjálfri. Og hvað gerir Trölli þá?
Útgefin: 9. nóvember 2018
9. nóvember 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurStríðsmyndRáðgáta
Leikstjórn Julius Avery
Söguþráður Bandarískir fallhlífahermenn fara á bakvið víglínuna til að styrkja innrás bandamanna í Normandí. En þegar þeir nálgast skotmarkið, þá átta þeir sig á því að í þorpinu er eitthvað gruggugt á seiði. Þeir lenda þar í bardaga við ofurnáttúrulegar verur, sem eru hluti af tilraunamennsku Nasista.
Útgefin: 9. nóvember 2018
9. nóvember 2018
GamanmyndDrama
Söguþráður Maður gengst undir andlitságræðslu eftir slys og þarf að takast á við sjálfsmynd sína í kjölfarið.
Útgefin: 9. nóvember 2018
9. nóvember 2018
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Fede Alvarez
Söguþráður Ungur hakkari, Lisbeth Salander, og blaðamaðurinn Mikael Blomkvist, flækjast í njósnavef, tölvuglæpum og spilltum opinberum embættismönnum.
Útgefin: 9. nóvember 2018
11. nóvember 2018
GamanmyndHrollvekja
Leikstjórn John Landis
Söguþráður Tveir bandarískir framhaldsskólanemar eru á ferðalagi í Bretlandi þegar varúlfur ræðst á þá. Annar deyr, en hinn er bitinn. Varúlfurinn er drepinn, en tekur á sig form manneskju, og fólkið í bænum er tregt til að viðurkenna tilvist hans. Nemandinn sem lifði af byrjar að fá martraðir, sem hvetja hann til að fremja sjálfsmorð til að leysa önnur fórnarlömb varúlfsins undan álögum, þar sem þau eru föst á milli lífs og dauða.
Útgefin: 11. nóvember 2018
16. nóvember 2018
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn David Yates
Söguþráður Önnur myndin í Fantastic Beasts myndaflokknum sem gerast í töfraheimi J.K: Rowling, og fjalla um ævintýri töfrafræðingsins Newt Scamander. Hér ittum við á ný Newt og vini hans úr fyrstu myndinni og marga nýja karaktera. Aðalandstæðingur Newts að þessu sinni verður hinn valdagráðugi Gellert Grindelwald. Hann er sannarlega ekki allur þar sem hann er séður og á eftir að setja í gang alveg stórhættulega atburðarás sem Newt á í fullu fangi með að stöðva, jafnvel þótt hann njóti aðstoðar öflugra samherja, þ. á m. Albusar Dumbledore.
Útgefin: 16. nóvember 2018
16. nóvember 2018
Drama
Leikstjórn Nuri Bilge Ceylan
Söguþráður Efnilegur rithöfundur snýr aftur heim í þorpið þar hann þarf að takast á við erfið mál
Útgefin: 16. nóvember 2018
16. nóvember 2018
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Steve McQueen
Söguþráður Myndin sækir innblásturinn í samnefnda og mjög vinsæla sakamálaþætti sem sýndir voru í bresku sjónvarpi á áttunda áratuginum og segir frá nokkrum konum sem missa eiginmenn sína eftir að þeir fremja bíræfið rán sem fer úrskeiðis. Í fyrstu vita konurnar vart sitt rjúkandi ráð en svo kemur upp sú hugmynd að þær ljúki við ránið sem eiginmenn þeirra voru að reyna að fremja þegar þeir féllu.
Útgefin: 16. nóvember 2018
16. nóvember 2018
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Aleksander Pietrzak
Söguþráður Bráðfyndin grínmynd um rólynda listfræðikennarann Juliusz, en aðalvandamál hans í lífinu er aldraður og ofvirkur faðir hans sem neitar að hægja ferðina þrátt fyrir hjartaáfall númer tvö. Það blandast saman við óvæntan árekstur við kærulausa dýralækninn Dorota, og nú virðast vandamálin hrannast upp fyrir Juliusz.
Útgefin: 16. nóvember 2018
23. nóvember 2018
DramaStríðsmyndÆviágrip
Leikstjórn Matthew Heineman
Söguþráður Bandaríski stríðsfréttaritarinn Marie Colvin flytur fréttir frá stríðssvæðum eins og Kosovo, Chechnya, Austur Tímor og Miðausturlöndum.
Útgefin: 23. nóvember 2018
23. nóvember 2018
Drama
Leikstjórn Björn Runge
Söguþráður Joan Castleman er vel gefin og bráðfalleg kona, sem hefur helgað líf sitt eiginmanni sínum Joe, sem er frægur rithöfundur. Hún hefur sætt sig við framhjáhald af hans hálfu, og afsakanir sem hann tengir við “listina”, með reisn og húmor. En nú er staðfesta Joan að bresta. Kvöldið sem Joe er að fara að taka á móti Nóbelsverðlaununum í bókmenntum, ákveður Joan að horfast í augu við þær fórnir sem hún hefur fært, og opinbera leyndarmálið við feril eiginmannsins.
Útgefin: 23. nóvember 2018
23. nóvember 2018
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Sam Akina
Söguþráður
Útgefin: 23. nóvember 2018
23. nóvember 2018
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Ari Sandel
Söguþráður
Útgefin: 23. nóvember 2018
30. nóvember 2018
SpennumyndDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Steven Caple Jr.
Söguþráður Hinn nýkrýndi heimsmeistari í léttþungavigt, Adonis Creed, berst við Viktor Drago, son Ivan Drago, og nýtur leiðsagnar og þjálfunar Rocky Balboa.
Útgefin: 30. nóvember 2018
30. nóvember 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Myndin gerist sex árum eftir atburði fyrri myndarinnar. Sugar Ruch spilasalurinn er nú í rúst, og Ralph og Vanellope þurfa að bregða sér á internetið í gegnum þráðlausa netið í Litwak spilasalnum, til að endurheimta hlut sem nauðsynlegur er til að bjarga leiknum.
Útgefin: 30. nóvember 2018
7. desember 2018
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Will Wernick
Söguþráður Fjórir vinir fara í leik í flóttahúsi, en leikurinn fer ekki eins og búist var við.
Útgefin: 7. desember 2018
7. desember 2018
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Otto Bathurst
Söguþráður Robin af Loxley, sem hefur marga fjöruna sopið í krossferðum, og Márinn félagi hans, gera uppreisn gegn spilltum enskum yfirvöldum.
Útgefin: 7. desember 2018
7. desember 2018
GamanmyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jacques Audiard
Söguþráður Á sjötta áratug nítjándu aldarinnar í Oregon er gulleitarmaður á flótta undan hinum alræmdu leigumorðingjum, the Sisters Brothers.
Útgefin: 7. desember 2018
14. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Christian Rivers
Söguþráður Mörgum árum eftir Sextíu mínútna stríðið, þá lifir borgarbúar á eyðilegri Jörðinni, með því að færa sig á mili staða á risastórum farartækjum, og ráðast á smærri þorp.
Útgefin: 14. desember 2018
21. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Wan
Söguþráður Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávarríkisins Atlantis, og þarf að stíga fram og verða leiðtogi þjóðar sinnar, og drýgja hetjundáðir fyrir allan heiminn.
Útgefin: 21. desember 2018
26. desember 2018
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist þannig rúmlega 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, og Mary snýr þar aftur til Banks fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Börnin sem hún passaði í fyrstu myndinni, þau Jane (Emily Mortimer) og Michael (Ben Whishaw), eru nú vaxin úr grasi. Michael á nú sjálfur þrjú börn, en þau þurfa öll aðstoð við að finna gleðina í lífinu á nýjan leik, eftir að hafa orðið fyrir persónulegum missi. Poppins sjálf leitar til götuljósameistarans Jack, sem Hamilton stjarnan Lin-Manuel Miranda leikur, og frænku sinnar Topsy, sem Meryl Streep leikur.
Útgefin: 26. desember 2018
26. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Travis Knight
Söguþráður Myndin gerist árið 1987, þegar breyti-vélmennið Bumblebee, eða Býfluga, í lauslegri íslenskri snörun, leitar skjóls í ruslahaug í litlum strandbæ í Kaliforníu. Charlie, sem er að verða 18 ára gömul og leitar að sínum stað í heiminum, finnur hinn baráttulúna og bilaða Bumblebee. Þegar Charlie nær að blása lífi í fyrirbærið, þá kemst hún að því að þarna er enginn venjulegur gulur Volkswagen bíll á ferðinni.
Útgefin: 26. desember 2018
26. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Köngulóarmaðurinn fer inn í hliðstæða veruleika, og vinnur með Spider-Man úr þeim heimum gegn illum öflum.
Útgefin: 26. desember 2018
1. janúar 2019
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Afgreiðslukona breytir lífi sínu.
Útgefin: 1. janúar 2019
4. janúar 2019
GamanmyndÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Etan Cohen
Söguþráður Grínútgáfa af sögunum um einkaspæjarann Sherlock Holmes og aðstoðarmanninn Doctor Watson
Útgefin: 4. janúar 2019
4. janúar 2019
SögulegÆviágrip
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Söguþráður Snemma á 18. öldinni á England í stríði við Frakka. Hin veikbyggða drottning Anne er við völd, en náin vinkona hennar Sarah, stjórnar landinu í hennar stað, ásamt því að sinna Anna. Þegar ný þjónustustúlka, Abigail, kemur, þá tekur Sarah Abigail undir sinn verndarvæng. En eftir því sem tími Sarah fer meira og meira í að sinna málum vegna stríðsins, fer Abigail meira í hennar hlutverk, sem fylgdarkona drottningar.
Útgefin: 4. janúar 2019
8. janúar 2019
Teiknimynd
Söguþráður Lífið og tilveran í Solby er friðsælt og gott, þar til að Mitcho og Sebastian finna dag einn flöskuskeyti við höfnina. Flaskan er frá borgarstjóra Solby sem hefur verið týndur, og í skilaboðunum kemur fram að hann sé staddur á dularfullri eyju, og hafi gert merka uppgötvun. Nú þurfa þeir að fara í mikla ævintýraför til að hjálpa borgarstjóranum og ná honum heim. Í leiðinni uppgötva þeir nokkuð sem mun færa íbúum Solby mikla gleði - risastóra peru.
Útgefin: 8. janúar 2019
11. janúar 2019
GamanmyndDramaÆvintýramyndÆviágripTeiknimynd
Leikstjórn Robert Zemeckis
Söguþráður Myndin segir frá endurhæfingu Mark Hogencamp, sem varð fyrir áverkum á heila, þegar fimm unglingar réðust á hann og börðu til óbóta með þeim afleiðingum að hann lá í dauðadái í níu daga á eftir. Þegar Hogencamp rankaði við sér var hann algjörlega minnislaus, og mundi ekki eftir vinum sínum né fjölskyldu. Sem eins konar meðferð, þá byrjaði hann að búa til módel af belgíska þorpinu Marwencol á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar í garðinum á bakvið húsið sitt, og meðal annars gerði hann dúkkur sem litu út eins og hann sjálfur, vinir hans, og mörgum til mikillar undrunar, árásarmenn hans. Þetta bætti ástand hans allnokkuð, en varð einnig til þess að hann flúði inn í ævintýraheim þar sem urðu til ýmiss konar sögur þar sem dúkkurnar léku helstu hlutverk.
Útgefin: 11. janúar 2019
11. janúar 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Sean Anders
Söguþráður Par hefur í nógu að snúast þegar þau ættleiða þrjú börn.
Útgefin: 11. janúar 2019
11. janúar 2019
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Gray
Söguþráður Hermaður leitar um allt stjörnukerfið að föður sínum sem hvarf þegar hann var að leita að lífi í alheimnum fyrir 20 árum síðan.
Útgefin: 11. janúar 2019
18. janúar 2019
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Peter Farrelly
Söguþráður Maður úr verkamannastétt, af ítalsk-bandarískum ættum, gerist bílstjóri fyrir píanóleikara af afrísku bergi brotinn, á ferð hans milli tónleikastaða á sjöunda áratug síðustu aldar í suðurríkjum Bandaríkjanna.
Útgefin: 18. janúar 2019
18. janúar 2019
DramaÆviágrip
Leikstjórn Adam McKay
Söguþráður Mynd um það hvernig innanbúðarmaður í stjórnsýslunni í Washington, Dick Cheney, varð allt í einu einn valdamesti maður í heimi, sem varaforseti George W. Bush. Áhrif hans á Bandaríkin og heiminn urðu mikil og þau vara enn í dag.
Útgefin: 18. janúar 2019
18. janúar 2019
DramaGlæpamynd
Leikstjórn George Tillman Jr.
Söguþráður Starr Carter lifir í tveimur heimum: fátækrahverfinu þar sem þeldökkir búa, og þar sem hún sjálf býr, og heimi hvíta ríka fólksins, þar sem hún er í skóla. Jafnvægið á milli þessa raskast þegar Starr verður vitni að því þegar æskuvinur hennar Khalil er myrtur af lögreglunni. Núna er pressa frá öllum hliðum, og Starr þarf að finna styrk til að standa með því sem er satt og rétt.
Útgefin: 18. janúar 2019
18. janúar 2019
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Söguþráður Ein aðalhetja og tveir þorparar úr Unbreakable og Split koma saman. Kevin Crumb, sem McAvoy lék ( upprunalega persónan sem er með margskiptan persónuleika ), persóna Willis, David Dunn, og persóna Samuel L. Jackson, Elijah Prince, öðru nafni Hr. Glass. Þeir eru allir staddir saman á geðspítala, og eru þar í sérstöku prógrammi fyrir fólk sem heldur að það sé ofurhetjur.
Útgefin: 18. janúar 2019
18. janúar 2019
Drama
Leikstjórn Peter Hedges
Söguþráður Myndin fjallar um hinn ráðvillta en þó heillandi Ben Burns, sem snýr óvænt heim til fjölskyldu sinnar eitt örlagaríkt aðfangadagskvöld Jóla. Móðir hans, Holly Burns, tekur vel á móti syni sínum, en kemst fljótlega að því að eitthvað er að. Á næstu 24 klukkustundum gæti líf þeirra breyst til frambúðar, en Holly þarf að gera hvað hún getur til að vernda fjölskylduna.
Útgefin: 18. janúar 2019
25. janúar 2019
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Josie Rourke
Söguþráður Ætlun Mary Stuart Skotadrottningar að steypa frænku sinni Elísabeti II, Englandsdrottningu, af stóli, endar með því að hún er fangelsuð í mörg ár og dæmd til dauða.
Útgefin: 25. janúar 2019
25. janúar 2019
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður 90 ára plöntusérfræðingur og fyrrum hermaður í seinni heimsstyrjöldinni, er gripinn með þriggja milljóna dala virði af kókaíni sem hann er að flytja í gegnum Michigan ríki fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring.
Útgefin: 25. janúar 2019
25. janúar 2019
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Jon S. Baird
Söguþráður Sönn saga eins frægasta gríntvíeykis kvikmyndasögunnar, þeirra Laurel og Hardy, eða Gög og Gokke eins og þeir voru kallaðir á Íslandi. Eftir að gullaldartímabili þeirra er lokið fara þeir í ferð til að skemmta í Bretlandi og á Írlandi.
Útgefin: 25. janúar 2019
1. febrúar 2019
DramaÆviágrip
Leikstjórn Mimi Leder
Söguþráður Saga Ruth Bader Ginsburg, og baráttu hennar fyrir jafnrétti og hvaða hindranir mættu henni á leið hennar að því að verða hæstaréttardómari í Bandaríkjunum.
Útgefin: 1. febrúar 2019
3. febrúar 2019
DramaHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn John Fawcett
Söguþráður Táningssysturnar Ginger 16 ára og Brigitte 15 ára eru helteknar af dauðanum. En kvöld eitt er önnur þeirra bitin af varúlfi.
Útgefin: 3. febrúar 2019
7. febrúar 2019
Drama
Leikstjórn Christian Petzold
Söguþráður Georg nær naumlega að flýja Frakkland undan innrás nasista – þar sem hann kemst undan með því að stela skilríkjum þekkts rithöfundar sem er nýlega fallinn frá. Þegar til Marseilles kemur hittir hann unga örvæntingafulla konu sem leitar eiginmanns síns, sem síðar reynist vera umræddur rithöfundur. Þá fara málin að flækjast…
Útgefin: 7. febrúar 2019
8. febrúar 2019
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Steven Knight
Söguþráður Dularfull fortíð skipstjóra kemur aftur upp á yfirborðið þegar fyrrverandi eiginkona hans finnur hann. Hún er örvæntingarfull og biður um hjálp, en um leið setur hún allt nýja lífið hans í uppnám, þó það sé kannski ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera.
Útgefin: 8. febrúar 2019
8. febrúar 2019
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Fimm ár eru liðin frá síðustu mynd og nú vofir ný ógn yfir: LEGO DUPLO innrásarher frá annarri plánetu, sem fer um og eyðir öllu sem á vegi hans verður.
Útgefin: 8. febrúar 2019
8. febrúar 2019
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Hans Petter Moland
Söguþráður Nýbúið er að velja Nels Coxman sem Borgara ársins í litla bænum sem hann býr í í Colorado, fyrir að halda vegunum snjólausum allan veturinn. Líf Nels og eiginkonu hans, sem leikin er af Laura Dern, er einfalt og hamingjuríkt, þar til ógæfan ríður yfir, þegar dóphringur drepur son þeirra. Með ekkert í höndunum annað en venjuleg handverkfæri og snjóplóginn sinn, heldur Nels í hefndarför, til að finna þá sem ábyrgir eru fyrir morðinu. Með því hleypir hann af stað gengjastríði, sem setur bæinn hans í hættu, nema hann geti sjálfur kveðið það í kútinn.
Útgefin: 8. febrúar 2019
8. febrúar 2019
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Andrea Di Stefano
Söguþráður Fyrrverandi fangi reynir að smygla sér í raðir mafíunnar, í rammgerðu öryggisfangelsi.
Útgefin: 8. febrúar 2019
15. febrúar 2019
SpennumyndRómantískSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Rodriguez
Söguþráður Hasarmynd um unga konu sem vill komast að því hver hún er, og breyta heiminum.
Útgefin: 15. febrúar 2019
22. febrúar 2019
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 22. febrúar 2019
22. febrúar 2019
SpennumyndSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Reed Morano
Söguþráður Konan leitar hefnda á þeim sem skipulögðu flugslys sem grandaði fjölskyldu hennar.
Útgefin: 22. febrúar 2019
22. febrúar 2019
DramaÆviágrip
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Kosningabarátta öldungadeildarþingmannsins Gary Hart fer af sporinu þegar kemst upp um hneykslanlegt ástarsamband.
Útgefin: 22. febrúar 2019
22. febrúar 2019
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Söguþráður Framhald Happy Death Day.
Útgefin: 22. febrúar 2019
1. mars 2019
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Á sama tíma og draumur Hiccup um að búa til friðsælt fyrirmyndarríki dreka er að verða að veruleika, þá hrekja ástarmál Toothless Night Fury í burtu. Þegar ógn steðjar að, þá fara menn að spyrja sig um forystuhæfileika Hiccup, og nú eru góð ráð dýr.
Útgefin: 1. mars 2019
1. mars 2019
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Joe Cornish
Söguþráður Krakkahljómsveit fer í ævintýraferð til að koma í veg fyrir miðaldaógnir.
Útgefin: 1. mars 2019
1. mars 2019
Vísindaskáldskapur
Leikstjórn Doug Liman
Söguþráður Todd Hewitt býr á hinni fjarlægu plánetu New World, sem er ný von fyrir mannkynið, eða þar til vísusinn "The Noise" breiðist út og sýkir huga fólks. Faraldurinn gerir flesta sturlaða þar til Todd uppgötvar að stúlka að nafni Viola gæti verið lausnin að mörgum leyndarmálum plánetunnar.
Útgefin: 1. mars 2019
8. mars 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Ryan Fleck, Anna Boden
Söguþráður Carol Danvers verður ein kraftmesta ofurhetja alheimsins, þegar Jörðin lendir í miðju stjörnustríði á milli tveggja geimveruættbálka.
Útgefin: 8. mars 2019
8. mars 2019
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Stephen Merchant
Söguþráður Fyrrum fjölbragðaglímukappi og fjöskylda hans hafa í sig og á með því að halda sýningar á litlum stöðum hingað og þangað um Bandaríkin, á meðan börnin dreymir um að ganga til liðs við World Wrestling Entertainment.
Útgefin: 8. mars 2019
15. mars 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður June er lífleg og bjartsýn ung stúlka, sem uppgötvar ótrúlegan skemmtigarð í skóginum, sem heitir Wonderland. Í garðinum er fullt af frábærum tækjum, og talandi dýrum, en eina vandamálið er að garðurinn er í niðurníðslu. June kemst fljótlega að því að það var ímyndunarafl hennar sjálfrar sem skóp garðinn, og hún er sú eina sem getur komið honum í lag. Hún slæst í lið með dýrunum til að bjarga þessum töfrastað, og færa gleðina aftur í garðinn.
Útgefin: 15. mars 2019
22. mars 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Gareth Edwards
Söguþráður
Útgefin: 22. mars 2019
29. mars 2019
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Tim Burton
Söguþráður Ungur fíll, sem er með eyru sem gera honum kleift að fljúga, hjálpar fjölleikahúsi sem á í fjárhagserfiðleikum. En þegar sirkusinn ætlar að færa út kvíarnar þá komast Dumbo og vinir hans að myrkum leyndarmálum á bakvið fágað yfirborðið.
Útgefin: 29. mars 2019
29. mars 2019
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rupert Wyatt
Söguþráður Myndin gerist í Chicago í Bandaríkjunum um áratug eftir að geimverur hafa tekið þar völdin.
Útgefin: 29. mars 2019
5. apríl 2019
Hrollvekja
Söguþráður Louis Creed, eiginkona hans Rachel og tvö börn þeirra, Gage og Elli, flytja í nýtt hús úti í sveit þar sem þau heyra af dýrakirkjugarðinum sem er staðsettur rétt hjá nýja heimilinu. Eftir að kötturinn þeirra verður fyrir bíl og deyr, þá fer Louis með hann í kirkjugarðinn dularfulla til að grafa hann, en þar er ekki allt með felldu, og Creed fjölskyldan kemst fljótlega að því að dauðinn sé mögulega eftirsóknarverðari en lífið.
Útgefin: 5. apríl 2019
5. apríl 2019
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn David F. Sandberg
Söguþráður Það býr ofurhetja innra með okkur öllum. Það þarf bara smá galdra til að töfra hana fram. Billy Batson þarf til dæmis bara að kalla orðið SHAZAM!, og þá breytist þessi 14 ára gamli strákur í hina fullorðnu ofurhetju Shazam.
Útgefin: 5. apríl 2019
19. apríl 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Lino DiSalvo
Söguþráður Teiknimynd byggð á Playmobil leikföngunum.
Útgefin: 19. apríl 2019
5. maí 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Chris Addison
Söguþráður Endurgerð gamanmyndarinnar Dirty Rotten Scoundrels frá árinu 1988, þar sem tveir svikahrappar fara í keppni sem snýst um að "taparinn" fari úr bænum.
Útgefin: 5. maí 2019
9. maí 2019
Íslensk mynd
Leikstjórn Rúnar Rúnarsson
Söguþráður Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Samtímaspegill.
Útgefin: 9. maí 2019
10. maí 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kelly Asbury
Söguþráður Hinar léttu og skemmtilegu UglyDolls takast á við þá staðreynd að þær eru öðruvísi, en þrá ást og umhyggju.
Útgefin: 10. maí 2019
17. maí 2019
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Chad Stahelski
Söguþráður John Wick nú að brjóta sér leið út úr New York borg, með aðstoð „þjónustuiðnaðarins“, til að halda lífi.
Útgefin: 17. maí 2019
22. maí 2019
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður Leikin útgáfa af ævintýramyndinni um Aladdin, sem frumsýnd var árið 1992. Aladdin er götustrákur sem hittir hina heillandi og ákveðnu Jasmine prinsessu og andann í glasinu, sem gæti verið lykillinn að framtíð þeirra.
Útgefin: 22. maí 2019
5. júní 2019
DramaÆvintýramyndÆviágrip
Leikstjórn Dexter Fletcher
Söguþráður Saga breska tónlistarmannsins Elton John, allt frá því þegar hann var við nám í the Royal Academy of Music, og í gegnum ferillinn og samstarf hans við textasmiðinn Bernie Taupin.
Útgefin: 5. júní 2019
7. júní 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Simon Kinberg
Söguþráður Jean Grey byrjar að þróa með sér ótrúlega hæfileika sem spilla henni og breyta henni í Dark Phoenix. Núna þurfa x-Menn að ákveða hvort að líf eins úr hópnum er meira virði en líf alls fólks í heiminum.
Útgefin: 7. júní 2019
14. júní 2019
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn F. Gary Gray
Söguþráður Myndin fjallar um það þegar persóna Tessa Thompson, Em, reynir að sanna sig í starfi með því að ganga til liðs við Lundúnaskrifstofuna, en þar er fyrir Chris Hemsworth, eða öllu heldur persónan sem hann leikur, leynifulltrúinn H. Þau tvö flækjast svo inn í morðgátu, og í hönd fer mikið ferðalag um allt kosmosið.
Útgefin: 14. júní 2019
12. júlí; 2019
Spennumynd
Leikstjórn Joseph Kosinski
Leikarar: Tom Cruise
Söguþráður Söguþráður ókunnur að svo stöddu.
Útgefin: 12. júlí 2019
6. september 2019
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Söguþráður Hvítur, hvítur dagur segir frá ábyrgum föður; ekkli og lögreglustjóra lítils sjávarþorps sem hefur verið frá starfi síðan eiginkona hans hvarf fyrir tveimur árum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og fjölskyldu þar til hann byrjar að gruna mann í þorpinu um að tengjast hvarfi konu hans. Með tímanum breytist grunur hans í þráhyggju sem óhjákvæmilega bitnar á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um hefnd, sorg og skilyrðislausa ást.
Útgefin: 6. september 2019
4. október 2019
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Todd Phillips
Söguþráður Mynd sem segir forsögu þorparans Jókersins.
Útgefin: 4. október 2019
18. október 2019
DramaÆviágrip
Leikstjórn Marielle Heller
Söguþráður Sönn saga Fred Rogers, sem stjórnaði og bjó til barnaþættina MisteRogers´ Neighborhood.
Útgefin: 18. október 2019
13. mars 2020
SpennumyndÆvintýramynd
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 13. mars 2020